Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hælisleitendur á hrakhólum

Vasa­pen­ing­ar til flótta­fólks sem Út­lend­inga­stofn­un þjón­ust­ar voru ekki greidd­ir út svo mán­uð­um skipti, þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar ábend­ing­ar Rauða kross­ins, og fólk­ið er enn í dag hýst á gisti­heim­il­um með til­heyr­andi auka­kostn­aði.

Hælisleitendur á hrakhólum

Flóttamenn, sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári, hafa margir hverjir endað á framfæri Útlendingastofnunar, sem er illa í stakk búin til að sjá þeim fyrir lögboðnum nauðsynjum. Fram til þessa hefur félagsþjónustan í Reykjanesbæ og í Reykjavík séð um þjónustu fyrir alla hælisleitendur sem koma til Íslands, en í byrjun árs tók að skorta pláss hjá þeim. Vasapeningar til þess hóps sem Útlendingastofnun þjónustar voru ekki greiddir út svo mánuðum skipti, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar Rauða krossins, og fólkið er enn í dag hýst á gistiheimilum með tilheyrandi aukakostnaði.

Sviknir um vasapeninga

Björn Teitsson, almannatengill Rauða krossins, segir hópinn nú telja um þrjátíu manns. Hann bætir við að Útlendingastofnun hafi ekki verið undirbúin fyrir verkefnið. „Þau eru ekki með starfsfólk, ekki með reynslu og ekki með kunnáttu,“ segir hann. Stofnunin hafi ekki átt bankareikning sem hún gat borgað út af í reiðufé. Allir hælisleitendur fá Bónuskort, sem átta þúsund krónur eru greiddar á í viku, svo fólkið var ekki á vonarvöl. Hins vegar mega hælisleitendur almennt ekki vinna og eru því upp á vasapeninginn komnir fyrir reiðufé, en sá vasapeningur nemur 2.700 krónum á viku. Þann pening greiddi Útlendingastofnun ekki út svo mánuðum skipti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár