Kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie og fyrirsætan Jacqui Ainsley eiginkona hans komu til Íslands á einkaþotu í dag og lentu á Reykjavíkurflugvelli.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar beið þeirra bifreið á vegum Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns og eiganda Nova. Björgólfur tók einnig á móti David og Victoriu Beckham þegar þau komu til Íslands í júlí, en þá veiddu þau í Langá ásamt Guy Ritchie.
Ritchie er fyrrum eiginmaður Madonnu og meðal annars þekktur fyrir myndirnar um Sherlock Holmes, Snatch og The Man from U.N.C.L.E.
Björgólfur gerir ekki aðeins vel við erlendar stórstjörnur, því samkvæmt heimildum Stundarinnar bauð hann leikarahjónunum Gísla Erni Garðarssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur til Ibiza á einkaþotu sinni um verslunarmannahelgina.
Athugasemdir