„Við komumst ekki hjá því að kaupa fræ og eyði frá Bayer, bæði á offjár. Og svei mér þá ef við kaupum ekki af þeim pláguna líka, þetta er okurstarfsemi,“ segir Paco Heredia.
Þessar aðstæður grænmetisbóndans í Granadahéraði eru ekki svo ólíkar þeim sem blasa við neytendum víðast hvar í heiminum. Það verður sífellt erfiðara að komast hjá því að borða grænmeti og ávexti sem ekki eru runnin undan rifjum örfárra stórfyrirtækja sem stefna að einokun á heimsmarkaði. Ef samþjöppunin, sem nú er í farvatninu, gengur eftir munu verða til þrír risar á þessu ári sem ráða yfir meira en 60 prósent af heimsmarkaði. Þáttur í þessari þróun er yfirtaka Bayer á bandaríska efnavörurisanum Monsanto. Verður það til þess að erfðabreyttar afurðir frá hinu illræmda Monsanto flæði inn á Evrópumarkað? Hvað sem því líður er allavega mikið í húfi fyrir Bayer. Eða af hverju er það að borga 60 milljarða …
Athugasemdir