Munaðarleysinginn
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fjórar stjörnur ****
Útgefandi: Veröld
268 blaðsíður
Saga Matthíasar Bergssonar í framsetningu Sigmundar Ernis Rúnarssonar er frábær afþreying. Bókin er stutt og hnitmiðuð, skrifuð af næmni ljóðskáldsins. Stílinn er litríkur og greinilega afrakstur áratuga þróunar. Á stundum er málskrúðið komið út að mörkum en síðan leitar textinn jafnvægis og heldur lesandanum við efnið.
Lífshlaup Matthíasar er ólíkt flestra annarra. Sagan hefst á Íslandi þar sem gleði barnæskunnar er skyndlega rofin með skilnaði foreldranna. Frá þeirri senu þegar hamingjusamir foreldrarnir dansa í stofunni heima berst
Athugasemdir