„Niðurstaðan varð sú að skipið fékk áminningu. Þannig lauk málinu,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri um ólöglega vinnslu grænlenska fiskiskipsins Tasiilaq á Íslandsmiðum.
Málið kom upp í febrúar á þessu ári. Áhöfn skipsins, sem er að hluta til í eigu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum en undir grænlenskum fána, braut íslensk lög með því að frysta hluta afla síns innan íslenskrar lögsögu en landa hluta hans, ferskri loðnu, í Vestmannaeyjum.
Þetta gerðist 24. febrúar. Tveimur dögum eftir að fersku loðnunni var landað sást til Tasiilaq þar sem það var á leið til Færeyja, væntanlega til að
Athugasemdir