Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála

Ekki hef­ur ver­ið gerð­ur skrif­leg­ur samn­ing­ur við Hörð Þór­halls­son, ný­ráð­inn fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðv­ar ferða­mála. Hann er ráð­inn til sex mán­aða. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort stað­an verði aug­lýst að þeim tíma lokn­um.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála
Undirritun samkomulagsins Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í gær verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Hörður Þórhallsson var ráðinn framkvæmdastjóri stjórnstöðvarinnar án auglýsingar.

Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, er ráðinn til sex mánaða. Ekki liggur fyrir hvort staðan verði auglýst að sex mánuðum liðnum en stjórnstöðin mun starfa til ársins 2020. „Þetta er sett svona af stað og framhaldið mun skýrast á næstu mánuðum,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, í samtali við Stundina. Hörður fær 1,95 milljón krónur á mánuði í laun og er heildarkostnaður vegna ráðningarinnar því 11,7 milljón krónur. Löglegt hámark án útboðs er 15,5 milljónir. Stundin bað um að fá afrit af ráðningasamningi við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála en fékk þau svör að skriflegur samningur lægi ekki fyrir. „Það er búið að gera munnlegan samning við hann, skriflegur samningur verður gerður á allra næstu dögum en hann liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Þórir. 

SAF fengu ábendingar úr atvinnulífinu

Stundin sagði frá því á miðvikudag að Hörður hefði verið ráðinn í starfið án auglýsingar. Hörður er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði en gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá Actavis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á stjórnstöðinni í umboði forsætisráðherra og var Hörður ráðinn í starf framkvæmdastjóra af atvinnuvegaráðuneytinu. Þeir sem tóku hins vegar endanlega ákvörðun um ráðningu Harðar voru Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála, Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bæði ráðherra og formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga eru oddvitar í Sjálfstæðisflokknum, Ragnheiður Elín í Suðurkjördæmi en Halldór hjá Reykjavíkurborg. Eins og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu