Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála

Ekki hef­ur ver­ið gerð­ur skrif­leg­ur samn­ing­ur við Hörð Þór­halls­son, ný­ráð­inn fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðv­ar ferða­mála. Hann er ráð­inn til sex mán­aða. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort stað­an verði aug­lýst að þeim tíma lokn­um.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála
Undirritun samkomulagsins Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í gær verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Hörður Þórhallsson var ráðinn framkvæmdastjóri stjórnstöðvarinnar án auglýsingar.

Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, er ráðinn til sex mánaða. Ekki liggur fyrir hvort staðan verði auglýst að sex mánuðum liðnum en stjórnstöðin mun starfa til ársins 2020. „Þetta er sett svona af stað og framhaldið mun skýrast á næstu mánuðum,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, í samtali við Stundina. Hörður fær 1,95 milljón krónur á mánuði í laun og er heildarkostnaður vegna ráðningarinnar því 11,7 milljón krónur. Löglegt hámark án útboðs er 15,5 milljónir. Stundin bað um að fá afrit af ráðningasamningi við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála en fékk þau svör að skriflegur samningur lægi ekki fyrir. „Það er búið að gera munnlegan samning við hann, skriflegur samningur verður gerður á allra næstu dögum en hann liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Þórir. 

SAF fengu ábendingar úr atvinnulífinu

Stundin sagði frá því á miðvikudag að Hörður hefði verið ráðinn í starfið án auglýsingar. Hörður er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði en gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá Actavis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á stjórnstöðinni í umboði forsætisráðherra og var Hörður ráðinn í starf framkvæmdastjóra af atvinnuvegaráðuneytinu. Þeir sem tóku hins vegar endanlega ákvörðun um ráðningu Harðar voru Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála, Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bæði ráðherra og formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga eru oddvitar í Sjálfstæðisflokknum, Ragnheiður Elín í Suðurkjördæmi en Halldór hjá Reykjavíkurborg. Eins og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár