Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, er ráðinn til sex mánaða. Ekki liggur fyrir hvort staðan verði auglýst að sex mánuðum liðnum en stjórnstöðin mun starfa til ársins 2020. „Þetta er sett svona af stað og framhaldið mun skýrast á næstu mánuðum,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, í samtali við Stundina. Hörður fær 1,95 milljón krónur á mánuði í laun og er heildarkostnaður vegna ráðningarinnar því 11,7 milljón krónur. Löglegt hámark án útboðs er 15,5 milljónir. Stundin bað um að fá afrit af ráðningasamningi við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála en fékk þau svör að skriflegur samningur lægi ekki fyrir. „Það er búið að gera munnlegan samning við hann, skriflegur samningur verður gerður á allra næstu dögum en hann liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Þórir.
SAF fengu ábendingar úr atvinnulífinu
Stundin sagði frá því á miðvikudag að Hörður hefði verið ráðinn í starfið án auglýsingar. Hörður er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði en gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá Actavis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á stjórnstöðinni í umboði forsætisráðherra og var Hörður ráðinn í starf framkvæmdastjóra af atvinnuvegaráðuneytinu. Þeir sem tóku hins vegar endanlega ákvörðun um ráðningu Harðar voru Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála, Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bæði ráðherra og formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga eru oddvitar í Sjálfstæðisflokknum, Ragnheiður Elín í Suðurkjördæmi en Halldór hjá Reykjavíkurborg. Eins og
Athugasemdir