Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála

Ekki hef­ur ver­ið gerð­ur skrif­leg­ur samn­ing­ur við Hörð Þór­halls­son, ný­ráð­inn fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðv­ar ferða­mála. Hann er ráð­inn til sex mán­aða. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort stað­an verði aug­lýst að þeim tíma lokn­um.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála
Undirritun samkomulagsins Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í gær verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Hörður Þórhallsson var ráðinn framkvæmdastjóri stjórnstöðvarinnar án auglýsingar.

Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, er ráðinn til sex mánaða. Ekki liggur fyrir hvort staðan verði auglýst að sex mánuðum liðnum en stjórnstöðin mun starfa til ársins 2020. „Þetta er sett svona af stað og framhaldið mun skýrast á næstu mánuðum,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, í samtali við Stundina. Hörður fær 1,95 milljón krónur á mánuði í laun og er heildarkostnaður vegna ráðningarinnar því 11,7 milljón krónur. Löglegt hámark án útboðs er 15,5 milljónir. Stundin bað um að fá afrit af ráðningasamningi við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála en fékk þau svör að skriflegur samningur lægi ekki fyrir. „Það er búið að gera munnlegan samning við hann, skriflegur samningur verður gerður á allra næstu dögum en hann liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Þórir. 

SAF fengu ábendingar úr atvinnulífinu

Stundin sagði frá því á miðvikudag að Hörður hefði verið ráðinn í starfið án auglýsingar. Hörður er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði en gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá Actavis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á stjórnstöðinni í umboði forsætisráðherra og var Hörður ráðinn í starf framkvæmdastjóra af atvinnuvegaráðuneytinu. Þeir sem tóku hins vegar endanlega ákvörðun um ráðningu Harðar voru Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála, Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bæði ráðherra og formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga eru oddvitar í Sjálfstæðisflokknum, Ragnheiður Elín í Suðurkjördæmi en Halldór hjá Reykjavíkurborg. Eins og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár