Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála

Ekki hef­ur ver­ið gerð­ur skrif­leg­ur samn­ing­ur við Hörð Þór­halls­son, ný­ráð­inn fram­kvæmda­stjóra Stjórn­stöðv­ar ferða­mála. Hann er ráð­inn til sex mán­aða. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort stað­an verði aug­lýst að þeim tíma lokn­um.

Gerðu munnlegan samning við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála
Undirritun samkomulagsins Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í gær verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Hörður Þórhallsson var ráðinn framkvæmdastjóri stjórnstöðvarinnar án auglýsingar.

Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, er ráðinn til sex mánaða. Ekki liggur fyrir hvort staðan verði auglýst að sex mánuðum liðnum en stjórnstöðin mun starfa til ársins 2020. „Þetta er sett svona af stað og framhaldið mun skýrast á næstu mánuðum,“ segir Þórir Hrafnsson, upplýsingafulltrúi atvinnuvegaráðuneytisins, í samtali við Stundina. Hörður fær 1,95 milljón krónur á mánuði í laun og er heildarkostnaður vegna ráðningarinnar því 11,7 milljón krónur. Löglegt hámark án útboðs er 15,5 milljónir. Stundin bað um að fá afrit af ráðningasamningi við framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála en fékk þau svör að skriflegur samningur lægi ekki fyrir. „Það er búið að gera munnlegan samning við hann, skriflegur samningur verður gerður á allra næstu dögum en hann liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Þórir. 

SAF fengu ábendingar úr atvinnulífinu

Stundin sagði frá því á miðvikudag að Hörður hefði verið ráðinn í starfið án auglýsingar. Hörður er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði en gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra hjá Actavis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á stjórnstöðinni í umboði forsætisráðherra og var Hörður ráðinn í starf framkvæmdastjóra af atvinnuvegaráðuneytinu. Þeir sem tóku hins vegar endanlega ákvörðun um ráðningu Harðar voru Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður nýrrar Stjórnstöðvar ferðamála, Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bæði ráðherra og formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga eru oddvitar í Sjálfstæðisflokknum, Ragnheiður Elín í Suðurkjördæmi en Halldór hjá Reykjavíkurborg. Eins og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár