Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gefum gömlu strákunum frí

Hún læt­ur sem hún viti ekki af því að hún hafi kom­ist á eft­ir­launa­ald­ur fyr­ir nokkr­um ár­um og gegn­ir enn þá tveim­ur störf­um, rétt eins og hún hef­ur gert alla ævi. Eva Joly – eða Gro eins og henn­ar nán­ustu kalla hana – berst gegn skattaund­an­skot­um auð­manna og stór­fyr­ir­tækja, bæði sem þing­mað­ur á Evr­ópu­þing­inu og lög­mað­ur. Hún seg­ir nauð­syn­legt að al­menn­ing­ur geri sér grein fyr­ir að hann eigi í stríði gegn spill­ingu.

Gefum gömlu strákunum frí
Í stríði gegn spillingu Eva Joly segir nauðsynlegt að nú sé komið að almenningi að taka málin í eigin hendur og gefa þeim stjórnmálamönnum frí, sem ekki hafa almannahag að leiðarljósi. Mynd: Kristinn Magnússon

Vinalegt andlit hennar á bak við skörpu litríku gleraugun vekur ósjálfrátt hugrenningatengsl við íslenska efnahagshrunið. Hún var um tíma ráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, þegar hann gegndi stöðu sérstaks saksóknara og hefur fylgst grannt með málum hér á landi eftir hrun. Í þetta sinn var Eva komin til Reykjavíkur til að taka þátt í málþingi í Norræna húsinu, sem Píratar boðuðu til síðastliðinn mánudag, undir yfirskriftinni Heimurinn eftir Panamaskjölin. Það er ekki að ástæðulausu að hún er fengin til að ræða þau málefni. Hún er fulltrúi franskra græningja á Evrópuþinginu og situr í svokallaðri Panamaskjalanefnd sem tók nýlega til starfa. Nefndinni er ætlað að rannsaka meint brot og slaka stjórnsýslu við framkvæmd Evrópulaga gegn peningaþvætti og skattaundanskotum ýmiss konar. Þá liggur beinast við að spyrja hana hvort heimurinn hafi eitthvað breyst eftir þennan stærsta gagnaleka sögunnar?

Hún svarar því til að heimurinn hafi breyst og líkir viðbrögðum almennings við Luxleaks-málið, þar sem fyrrverandi starfsmaður endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers í Lúxemborg lak skjölum um skattahagræði alþjóðlegra stórfyrirtækja sem starfa í landinu. Eva sat einnig í nefnd Evrópuþingsins sem fjallaði um það mál. „Allir vissu að fjölþjóðlegu fyrirtækin væru ekki að greiða sína skatta. En þegar fólk fékk upplýsingarnar svona svart á hvítu, þegar það sá nöfn fyrirtækjanna og hvað þau greiða lítið til samfélagsins, vakti það sterkar tilfinningar. Þessu er eins farið með Panamaskjölin. Við vissum að gríðarlegir fjármunir væru í aflandsfélögum. En þegar við sáum nöfnin á bakvið þessa milljarða gerðist eitthvað innra með okkur. Að sjá þarna þjóðarleiðtoga, háttsetta ráðamenn, dómara. Gagnsæi breytir afstöðu okkar, vekur hjá okkur löngun til að bregðast við. Það er eins og skyndilega hafi fjarað frá og við sjáum loksins allt það sem var falið undir yfirborðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár