Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gefum gömlu strákunum frí

Hún læt­ur sem hún viti ekki af því að hún hafi kom­ist á eft­ir­launa­ald­ur fyr­ir nokkr­um ár­um og gegn­ir enn þá tveim­ur störf­um, rétt eins og hún hef­ur gert alla ævi. Eva Joly – eða Gro eins og henn­ar nán­ustu kalla hana – berst gegn skattaund­an­skot­um auð­manna og stór­fyr­ir­tækja, bæði sem þing­mað­ur á Evr­ópu­þing­inu og lög­mað­ur. Hún seg­ir nauð­syn­legt að al­menn­ing­ur geri sér grein fyr­ir að hann eigi í stríði gegn spill­ingu.

Gefum gömlu strákunum frí
Í stríði gegn spillingu Eva Joly segir nauðsynlegt að nú sé komið að almenningi að taka málin í eigin hendur og gefa þeim stjórnmálamönnum frí, sem ekki hafa almannahag að leiðarljósi. Mynd: Kristinn Magnússon

Vinalegt andlit hennar á bak við skörpu litríku gleraugun vekur ósjálfrátt hugrenningatengsl við íslenska efnahagshrunið. Hún var um tíma ráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, þegar hann gegndi stöðu sérstaks saksóknara og hefur fylgst grannt með málum hér á landi eftir hrun. Í þetta sinn var Eva komin til Reykjavíkur til að taka þátt í málþingi í Norræna húsinu, sem Píratar boðuðu til síðastliðinn mánudag, undir yfirskriftinni Heimurinn eftir Panamaskjölin. Það er ekki að ástæðulausu að hún er fengin til að ræða þau málefni. Hún er fulltrúi franskra græningja á Evrópuþinginu og situr í svokallaðri Panamaskjalanefnd sem tók nýlega til starfa. Nefndinni er ætlað að rannsaka meint brot og slaka stjórnsýslu við framkvæmd Evrópulaga gegn peningaþvætti og skattaundanskotum ýmiss konar. Þá liggur beinast við að spyrja hana hvort heimurinn hafi eitthvað breyst eftir þennan stærsta gagnaleka sögunnar?

Hún svarar því til að heimurinn hafi breyst og líkir viðbrögðum almennings við Luxleaks-málið, þar sem fyrrverandi starfsmaður endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers í Lúxemborg lak skjölum um skattahagræði alþjóðlegra stórfyrirtækja sem starfa í landinu. Eva sat einnig í nefnd Evrópuþingsins sem fjallaði um það mál. „Allir vissu að fjölþjóðlegu fyrirtækin væru ekki að greiða sína skatta. En þegar fólk fékk upplýsingarnar svona svart á hvítu, þegar það sá nöfn fyrirtækjanna og hvað þau greiða lítið til samfélagsins, vakti það sterkar tilfinningar. Þessu er eins farið með Panamaskjölin. Við vissum að gríðarlegir fjármunir væru í aflandsfélögum. En þegar við sáum nöfnin á bakvið þessa milljarða gerðist eitthvað innra með okkur. Að sjá þarna þjóðarleiðtoga, háttsetta ráðamenn, dómara. Gagnsæi breytir afstöðu okkar, vekur hjá okkur löngun til að bregðast við. Það er eins og skyndilega hafi fjarað frá og við sjáum loksins allt það sem var falið undir yfirborðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár