Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gefum gömlu strákunum frí

Hún læt­ur sem hún viti ekki af því að hún hafi kom­ist á eft­ir­launa­ald­ur fyr­ir nokkr­um ár­um og gegn­ir enn þá tveim­ur störf­um, rétt eins og hún hef­ur gert alla ævi. Eva Joly – eða Gro eins og henn­ar nán­ustu kalla hana – berst gegn skattaund­an­skot­um auð­manna og stór­fyr­ir­tækja, bæði sem þing­mað­ur á Evr­ópu­þing­inu og lög­mað­ur. Hún seg­ir nauð­syn­legt að al­menn­ing­ur geri sér grein fyr­ir að hann eigi í stríði gegn spill­ingu.

Gefum gömlu strákunum frí
Í stríði gegn spillingu Eva Joly segir nauðsynlegt að nú sé komið að almenningi að taka málin í eigin hendur og gefa þeim stjórnmálamönnum frí, sem ekki hafa almannahag að leiðarljósi. Mynd: Kristinn Magnússon

Vinalegt andlit hennar á bak við skörpu litríku gleraugun vekur ósjálfrátt hugrenningatengsl við íslenska efnahagshrunið. Hún var um tíma ráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, þegar hann gegndi stöðu sérstaks saksóknara og hefur fylgst grannt með málum hér á landi eftir hrun. Í þetta sinn var Eva komin til Reykjavíkur til að taka þátt í málþingi í Norræna húsinu, sem Píratar boðuðu til síðastliðinn mánudag, undir yfirskriftinni Heimurinn eftir Panamaskjölin. Það er ekki að ástæðulausu að hún er fengin til að ræða þau málefni. Hún er fulltrúi franskra græningja á Evrópuþinginu og situr í svokallaðri Panamaskjalanefnd sem tók nýlega til starfa. Nefndinni er ætlað að rannsaka meint brot og slaka stjórnsýslu við framkvæmd Evrópulaga gegn peningaþvætti og skattaundanskotum ýmiss konar. Þá liggur beinast við að spyrja hana hvort heimurinn hafi eitthvað breyst eftir þennan stærsta gagnaleka sögunnar?

Hún svarar því til að heimurinn hafi breyst og líkir viðbrögðum almennings við Luxleaks-málið, þar sem fyrrverandi starfsmaður endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers í Lúxemborg lak skjölum um skattahagræði alþjóðlegra stórfyrirtækja sem starfa í landinu. Eva sat einnig í nefnd Evrópuþingsins sem fjallaði um það mál. „Allir vissu að fjölþjóðlegu fyrirtækin væru ekki að greiða sína skatta. En þegar fólk fékk upplýsingarnar svona svart á hvítu, þegar það sá nöfn fyrirtækjanna og hvað þau greiða lítið til samfélagsins, vakti það sterkar tilfinningar. Þessu er eins farið með Panamaskjölin. Við vissum að gríðarlegir fjármunir væru í aflandsfélögum. En þegar við sáum nöfnin á bakvið þessa milljarða gerðist eitthvað innra með okkur. Að sjá þarna þjóðarleiðtoga, háttsetta ráðamenn, dómara. Gagnsæi breytir afstöðu okkar, vekur hjá okkur löngun til að bregðast við. Það er eins og skyndilega hafi fjarað frá og við sjáum loksins allt það sem var falið undir yfirborðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár