Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gefandi sjálfboðaliðastarf

Mjöll Þór­ar­ins­dótt­ir hef­ur um ára­bil starf­að sem sjálf­boða­liði hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar. Hún mæt­ir einu sinni í viku, nema yf­ir sum­ar­mán­uð­ina, og er að­al­lega í því að taka á móti fata­gjöf­um sem þarf að flokka. „Það er ekk­ert út í blá­inn að sælla sé að gefa en að þiggja,“ seg­ir hún. „Ég sé það bet­ur hvað mað­ur hef­ur það gott og hvað sum­ir eiga erfitt.“

Gefandi sjálfboðaliðastarf
Mjöll Þórarinsdóttir Sjálfboðaliðastarfið skiptir miklu máli fyrir fólk sem leitar til Hjálparstarfs kirkjunnar. Mjöll segir starfið gefandi, því henni líði vel þegar hún veit að hún hefur glatt aðra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mjöll Þórarinsdóttir hefur í mörg ár unnið ýmiss konar störf fyrir Þjóðkirkjuna. Hún var í mörg ár í barnastarfinu í Breiðholtskirkju og síðar Lindakirkju auk þess sem hún hefur séð um starf eldri borgara í Hallgrímskirkju í nokkur ár.

Mjöll hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Hjálparstarfi kirkjunnar frá árinu 2009 og mætir einu sinni í viku. Á heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar kemur meðal annars fram að hlutverk þess sé að hafa forgöngu um og samhæfa mannúðar- og hjálparstarf íslensku þjóðkirkjunnar innanlands sem utan og að hjálparstarfið vinni óháð og sjálfstætt í þágu þeirra sem líða fátækt og óréttlæti. „Við hjálpum til sjálfshjálpar og tölum máli fátækra,“ segir á síðunni.

Verkefni sjálfboðaliða eru fjölbreytt. Nefna má sem dæmi að taka þarf á móti fötum og flokka þau, brjóta saman og raða í hillur. Stundum þarf að flokka leikföng og setja þau í hillur. Frá október og fram yfir áramót er mikil umsýsla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár