Mjöll Þórarinsdóttir hefur í mörg ár unnið ýmiss konar störf fyrir Þjóðkirkjuna. Hún var í mörg ár í barnastarfinu í Breiðholtskirkju og síðar Lindakirkju auk þess sem hún hefur séð um starf eldri borgara í Hallgrímskirkju í nokkur ár.
Mjöll hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Hjálparstarfi kirkjunnar frá árinu 2009 og mætir einu sinni í viku. Á heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar kemur meðal annars fram að hlutverk þess sé að hafa forgöngu um og samhæfa mannúðar- og hjálparstarf íslensku þjóðkirkjunnar innanlands sem utan og að hjálparstarfið vinni óháð og sjálfstætt í þágu þeirra sem líða fátækt og óréttlæti. „Við hjálpum til sjálfshjálpar og tölum máli fátækra,“ segir á síðunni.
Verkefni sjálfboðaliða eru fjölbreytt. Nefna má sem dæmi að taka þarf á móti fötum og flokka þau, brjóta saman og raða í hillur. Stundum þarf að flokka leikföng og setja þau í hillur. Frá október og fram yfir áramót er mikil umsýsla …
Athugasemdir