Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Krist­ín Jóns­dótt­ir birti grein á Knúz í morg­un þar sem hún deil­ir hart á er­indi Sig­ríð­ar Dagg­ar Arn­ar­dótt­ur um klám. Þar sagði hún með­al ann­ars að kon­ur ættu oft erfitt með að við­ur­kenna að þær njóti þess að horfa á klám, en „pík­an var bara: „Loks­ins fæ ég að horfa á kyn­líf og hafa gam­an af því“.“

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Þessi krossferð hennar til að gera klám að einhverju jákvæðu er virkilega óþægileg í hugum margra, meðal annars undirritaðrar. Það er einhvern veginn alveg hrikalega einfeldningslegt að nota frjálshyggjukenningu um brauðmola í tengslum við markaðsfyrirbærið klám. Kaupum bara gott klám og þá lagast allt? Er það virkilega svo einfalt?”

Þetta skrifar Kristín Jónsdóttir í grein sem birtist á Knúz í morgun, þar sem hún svarar erindi sem kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir var með á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks.

Málþingið var haldið á föstudag af nemendum í viðburða- og verkefnastjórnun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: „Ef þú ekki tott­ar, þú dag­ar upp og drepst!“

Ábyrgir neytendur 

Þar fjallaði Sigríður Dögg um klám og lýsti áhyggjum sínum af því hvernig talað er um klám og skömm búin til hjá þeim sem nota klám. Mikilvægara væri að skapa meðvitaða og ábyrga neytendur, sem styðja fólk sem gerir gott klám og borga fyrir það. Ekki er hægt að setja allt klám und­ir sama hatt og er til klám þar sem fólk fær rétt greitt og tek­ur þátt á sín­um for­send­um og hef­ur stjórn á aðstæðunum,“ sagði hún.

Þá sagði hún að 95% af hefðbundnu klámi væri drasl. „Rétt eins og 95% af mat­væl­um eða 95% af fatnaði er drasl sem er fram­leitt við lé­leg­ar aðstæður af fólki á lé­leg­um laun­um. Við verðum mjög „histerísk“ yfir klámi en lokuð fyr­ir öðru,“ sagði hún og bætti við að fólk væri ekki al­mennt að setja spurn­inga­merki við vör­ur frá H&M, en mbl.is fjallaði ítarlega um erindi hennar. 

„Rétt eins og 95% af mat­væl­um eða 95% af fatnaði er drasl sem er fram­leitt við lé­leg­ar aðstæður af fólki á lé­leg­um laun­um.“

Skilaboðin sem klámið sendir 

Sigríður Dögg hlýtur að geta svarað og skýrt betur þessar óljósu kenningar sínar um „vandað“ klám sem við eigum að styrkja markaðslega með því að vera tilbúin til að borga fyrir það og jafnframt tekið einhverskonar efnislega og fræðilega afstöðu til þeirra 95% af markaðnum sem hún kallar „drasl“. Því þessi 95% eru það klám sem til dæmis er aðgengilegt börnum,“ skrifar Kristín í greininni sem birtist á Knúz í morgun. Hún var ekki hrifin af málflutningi Sigríðar Daggar og segir að margar spurningar hafi kviknað.  

Hvað á Sigríður Dögg við þegar hún talar um „gott klám“ sem hægt væri að kaupa eins og vandaðar flíkur?“ spyr Kristín. Og hvað er það þá sem er væri svo gott? Því klámvæðingaráhyggjur byggjast alls ekki eingöngu á mansalinu, misnotkun á fíklum eða slíkum ósóma. Áhyggjurnar beinast einnig að skilaboðum sem klámið sendir neytendum.

Þá veltir hún því fyrir sér hvort gallinn við myndskeið þar sem tveir eða fleiri karlmenn hamast kynferðislega á unglingsstúlku sé „drasl sem er framleitt við lélegar aðstæður“. Ef allir fá vel borgað, eru í stéttarfélagi og fá matar- og hvíldartíma og myndefnið er tæknilega vandað og fair trade-stimplað áður en það fer í sölu, er þá þar með sagt allt í ljómandi lagi með þessi skilaboð? spyr Kristín. 

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Píkan þín sagði já

Hægt er að lesa grein Kristínar í heild sinni hér: Vandað klám – fyrir mig og börnin mín? en þar rekur Kristín erindi Sigríðar Daggar og staldrar að lokum við punkt sem Sigríður Dögg setti fram á málþinginu um að konur ættu oft erfitt með að viðurkenna að þær njóti þess að horfa á klám en samkvæmt rannsókn hefði komið í ljós að kynfærin hefðu örvast við áhorfið. 

„Pík­an var bara: „Loks­ins fæ ég að horfa á kyn­líf og hafa gam­an af því“,“ sagði Sig­ríður hlæj­andi. „En heil­inn er bara: „Nei ekki séns“.“

Kristín segir þessi orð fylla hana vanmætti og bendir á að fólk sem verði fyrir kynferðisofbeldi geti fundið fyrir líkamlegri svörun, þótt hugurinn fylgi ekki með. Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei? Hvað merkir það? Að þú vildir það þá í raun?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár