Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Krist­ín Jóns­dótt­ir birti grein á Knúz í morg­un þar sem hún deil­ir hart á er­indi Sig­ríð­ar Dagg­ar Arn­ar­dótt­ur um klám. Þar sagði hún með­al ann­ars að kon­ur ættu oft erfitt með að við­ur­kenna að þær njóti þess að horfa á klám, en „pík­an var bara: „Loks­ins fæ ég að horfa á kyn­líf og hafa gam­an af því“.“

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Þessi krossferð hennar til að gera klám að einhverju jákvæðu er virkilega óþægileg í hugum margra, meðal annars undirritaðrar. Það er einhvern veginn alveg hrikalega einfeldningslegt að nota frjálshyggjukenningu um brauðmola í tengslum við markaðsfyrirbærið klám. Kaupum bara gott klám og þá lagast allt? Er það virkilega svo einfalt?”

Þetta skrifar Kristín Jónsdóttir í grein sem birtist á Knúz í morgun, þar sem hún svarar erindi sem kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir var með á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks.

Málþingið var haldið á föstudag af nemendum í viðburða- og verkefnastjórnun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: „Ef þú ekki tott­ar, þú dag­ar upp og drepst!“

Ábyrgir neytendur 

Þar fjallaði Sigríður Dögg um klám og lýsti áhyggjum sínum af því hvernig talað er um klám og skömm búin til hjá þeim sem nota klám. Mikilvægara væri að skapa meðvitaða og ábyrga neytendur, sem styðja fólk sem gerir gott klám og borga fyrir það. Ekki er hægt að setja allt klám und­ir sama hatt og er til klám þar sem fólk fær rétt greitt og tek­ur þátt á sín­um for­send­um og hef­ur stjórn á aðstæðunum,“ sagði hún.

Þá sagði hún að 95% af hefðbundnu klámi væri drasl. „Rétt eins og 95% af mat­væl­um eða 95% af fatnaði er drasl sem er fram­leitt við lé­leg­ar aðstæður af fólki á lé­leg­um laun­um. Við verðum mjög „histerísk“ yfir klámi en lokuð fyr­ir öðru,“ sagði hún og bætti við að fólk væri ekki al­mennt að setja spurn­inga­merki við vör­ur frá H&M, en mbl.is fjallaði ítarlega um erindi hennar. 

„Rétt eins og 95% af mat­væl­um eða 95% af fatnaði er drasl sem er fram­leitt við lé­leg­ar aðstæður af fólki á lé­leg­um laun­um.“

Skilaboðin sem klámið sendir 

Sigríður Dögg hlýtur að geta svarað og skýrt betur þessar óljósu kenningar sínar um „vandað“ klám sem við eigum að styrkja markaðslega með því að vera tilbúin til að borga fyrir það og jafnframt tekið einhverskonar efnislega og fræðilega afstöðu til þeirra 95% af markaðnum sem hún kallar „drasl“. Því þessi 95% eru það klám sem til dæmis er aðgengilegt börnum,“ skrifar Kristín í greininni sem birtist á Knúz í morgun. Hún var ekki hrifin af málflutningi Sigríðar Daggar og segir að margar spurningar hafi kviknað.  

Hvað á Sigríður Dögg við þegar hún talar um „gott klám“ sem hægt væri að kaupa eins og vandaðar flíkur?“ spyr Kristín. Og hvað er það þá sem er væri svo gott? Því klámvæðingaráhyggjur byggjast alls ekki eingöngu á mansalinu, misnotkun á fíklum eða slíkum ósóma. Áhyggjurnar beinast einnig að skilaboðum sem klámið sendir neytendum.

Þá veltir hún því fyrir sér hvort gallinn við myndskeið þar sem tveir eða fleiri karlmenn hamast kynferðislega á unglingsstúlku sé „drasl sem er framleitt við lélegar aðstæður“. Ef allir fá vel borgað, eru í stéttarfélagi og fá matar- og hvíldartíma og myndefnið er tæknilega vandað og fair trade-stimplað áður en það fer í sölu, er þá þar með sagt allt í ljómandi lagi með þessi skilaboð? spyr Kristín. 

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Píkan þín sagði já

Hægt er að lesa grein Kristínar í heild sinni hér: Vandað klám – fyrir mig og börnin mín? en þar rekur Kristín erindi Sigríðar Daggar og staldrar að lokum við punkt sem Sigríður Dögg setti fram á málþinginu um að konur ættu oft erfitt með að viðurkenna að þær njóti þess að horfa á klám en samkvæmt rannsókn hefði komið í ljós að kynfærin hefðu örvast við áhorfið. 

„Pík­an var bara: „Loks­ins fæ ég að horfa á kyn­líf og hafa gam­an af því“,“ sagði Sig­ríður hlæj­andi. „En heil­inn er bara: „Nei ekki séns“.“

Kristín segir þessi orð fylla hana vanmætti og bendir á að fólk sem verði fyrir kynferðisofbeldi geti fundið fyrir líkamlegri svörun, þótt hugurinn fylgi ekki með. Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei? Hvað merkir það? Að þú vildir það þá í raun?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár