Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Krist­ín Jóns­dótt­ir birti grein á Knúz í morg­un þar sem hún deil­ir hart á er­indi Sig­ríð­ar Dagg­ar Arn­ar­dótt­ur um klám. Þar sagði hún með­al ann­ars að kon­ur ættu oft erfitt með að við­ur­kenna að þær njóti þess að horfa á klám, en „pík­an var bara: „Loks­ins fæ ég að horfa á kyn­líf og hafa gam­an af því“.“

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Þessi krossferð hennar til að gera klám að einhverju jákvæðu er virkilega óþægileg í hugum margra, meðal annars undirritaðrar. Það er einhvern veginn alveg hrikalega einfeldningslegt að nota frjálshyggjukenningu um brauðmola í tengslum við markaðsfyrirbærið klám. Kaupum bara gott klám og þá lagast allt? Er það virkilega svo einfalt?”

Þetta skrifar Kristín Jónsdóttir í grein sem birtist á Knúz í morgun, þar sem hún svarar erindi sem kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir var með á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks.

Málþingið var haldið á föstudag af nemendum í viðburða- og verkefnastjórnun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: „Ef þú ekki tott­ar, þú dag­ar upp og drepst!“

Ábyrgir neytendur 

Þar fjallaði Sigríður Dögg um klám og lýsti áhyggjum sínum af því hvernig talað er um klám og skömm búin til hjá þeim sem nota klám. Mikilvægara væri að skapa meðvitaða og ábyrga neytendur, sem styðja fólk sem gerir gott klám og borga fyrir það. Ekki er hægt að setja allt klám und­ir sama hatt og er til klám þar sem fólk fær rétt greitt og tek­ur þátt á sín­um for­send­um og hef­ur stjórn á aðstæðunum,“ sagði hún.

Þá sagði hún að 95% af hefðbundnu klámi væri drasl. „Rétt eins og 95% af mat­væl­um eða 95% af fatnaði er drasl sem er fram­leitt við lé­leg­ar aðstæður af fólki á lé­leg­um laun­um. Við verðum mjög „histerísk“ yfir klámi en lokuð fyr­ir öðru,“ sagði hún og bætti við að fólk væri ekki al­mennt að setja spurn­inga­merki við vör­ur frá H&M, en mbl.is fjallaði ítarlega um erindi hennar. 

„Rétt eins og 95% af mat­væl­um eða 95% af fatnaði er drasl sem er fram­leitt við lé­leg­ar aðstæður af fólki á lé­leg­um laun­um.“

Skilaboðin sem klámið sendir 

Sigríður Dögg hlýtur að geta svarað og skýrt betur þessar óljósu kenningar sínar um „vandað“ klám sem við eigum að styrkja markaðslega með því að vera tilbúin til að borga fyrir það og jafnframt tekið einhverskonar efnislega og fræðilega afstöðu til þeirra 95% af markaðnum sem hún kallar „drasl“. Því þessi 95% eru það klám sem til dæmis er aðgengilegt börnum,“ skrifar Kristín í greininni sem birtist á Knúz í morgun. Hún var ekki hrifin af málflutningi Sigríðar Daggar og segir að margar spurningar hafi kviknað.  

Hvað á Sigríður Dögg við þegar hún talar um „gott klám“ sem hægt væri að kaupa eins og vandaðar flíkur?“ spyr Kristín. Og hvað er það þá sem er væri svo gott? Því klámvæðingaráhyggjur byggjast alls ekki eingöngu á mansalinu, misnotkun á fíklum eða slíkum ósóma. Áhyggjurnar beinast einnig að skilaboðum sem klámið sendir neytendum.

Þá veltir hún því fyrir sér hvort gallinn við myndskeið þar sem tveir eða fleiri karlmenn hamast kynferðislega á unglingsstúlku sé „drasl sem er framleitt við lélegar aðstæður“. Ef allir fá vel borgað, eru í stéttarfélagi og fá matar- og hvíldartíma og myndefnið er tæknilega vandað og fair trade-stimplað áður en það fer í sölu, er þá þar með sagt allt í ljómandi lagi með þessi skilaboð? spyr Kristín. 

„Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei?“

Píkan þín sagði já

Hægt er að lesa grein Kristínar í heild sinni hér: Vandað klám – fyrir mig og börnin mín? en þar rekur Kristín erindi Sigríðar Daggar og staldrar að lokum við punkt sem Sigríður Dögg setti fram á málþinginu um að konur ættu oft erfitt með að viðurkenna að þær njóti þess að horfa á klám en samkvæmt rannsókn hefði komið í ljós að kynfærin hefðu örvast við áhorfið. 

„Pík­an var bara: „Loks­ins fæ ég að horfa á kyn­líf og hafa gam­an af því“,“ sagði Sig­ríður hlæj­andi. „En heil­inn er bara: „Nei ekki séns“.“

Kristín segir þessi orð fylla hana vanmætti og bendir á að fólk sem verði fyrir kynferðisofbeldi geti fundið fyrir líkamlegri svörun, þótt hugurinn fylgi ekki með. Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei? Hvað merkir það? Að þú vildir það þá í raun?

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár