Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gæsir skotnar við Reykjavíkurflugvöll

Ýms­ar leið­ir eru farn­ar í að fæla fið­ur­fé frá hreyfl­um flug­véla. Fjór­tán þús­und gæs­um var bægt frá flug­vell­in­um í fyrra. Gæs­ir gera upp á milli flug­véla og hræð­ast ekki Fokk­er.

Gæsir skotnar við Reykjavíkurflugvöll

Reglulega heyrast byssuhvellir frá Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða starfsmenn Reykjavíkurflugvallar sem skjóta gæsir til að tryggja að þær lendi ekki í hreyflum flugvéla.

Á síðasta ári voru fimmtán gæsir skotnar af starfsmönnum Reykjavíkurflugvallar á vellinum. Það er þó aðeins neyðarkostur í fremur flóknu og miklu verndarkerfi flugvallarins gegn fiðurfé. Engin gæs hefur þó verið skotin í ár og kann það að skýrast að gerviuglur hafi nýverið verið teknar í notkun. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, voru ríflega fjórtán þúsund gæsir fældar frá flugvellinum í fyrra. Að hans sögn er mikill meirihluti fugla sem eru fældir frá gæsir og stöku mávar.

Kortlagt í þaula

Gæs
Gæs 15 gæsir voru drepnar í fyrra til að verja flug.

Guðni segir að fælingar á fiðurfé séu kortlagðar í þaula af starfsmönnum flugvallarins. „Þetta er þannig að við byrjum á að meta hættuna, kortleggja hvaða dýr eru svæðinu og hver sé hættan af þeim. Við reynum að gera búsetusvæðin innan flugvallarins þannig að þau vilji ekki vera þar. Það sem er eftir er fælt,“ segir Guðni. Hann segir að fjöldi leiða séu nýtar til að fæla dýrin frá flugvélum. „Það er stundum skotið fælingarskoti að tuttugu gæsahópi. Þeir kortleggja þetta alveg nákvæmlega. Það voru fimmtán gæsir skotnar í fyrra en það er neyðarúrræði ef þær eru taldar ógna flugöryggi og fælingar hafa ekki virkað,“ segir Guðni.

Keyra um og skjóta gæsirnar

Hvað varðar gæsirnar sem eru skotnar segir Guðni að það sé meðal annars til að auka fælingarmátt. „Það eru fjórir menn á flugvellinum sem hafa leyfi til að gera þetta. Þeir eru með skotvopnaleyfi og keyra á bíl með byssu og skjóta þær. Þetta er gert eftir samþykkt frá lögreglunni og við höfum sérstök leyfi innan þéttbýlis, það er að segja innan flugvallargirðingar,“ segir Guðni. Hræin eru svo urðuð sem og lífræn úrgangur, settar í lífræna ruslatunnu.

Hræðast ekkert fokkerinn

Guðni segir að keyrt sé að gæsahóp til að fæla þær en ein algengasta leiðin sem er notuð séu hvellhettur sem reglulega springa á ákveðnum svæðum. Gerviuglur virðast þó virka einna best. „Við tókum upp gerviuglu sem hreyfist í vindi. Hún virkar ansi vel. Uglur éta egg gæsa,“ segir Guðni. Eitt það áhugaverðasta við gæsirnar sem starfsmenn flugvallarins hafa komist að er að þær gera upp á milli flugvéla. „Þær læra á flugvélarnar. Ef það er ný flugvél þá fljúga allar gæsirnar í burtu en þær hræðast ekkert fokkerinn,“ segir Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Kristrún og Þorgerður segja alþjóðasamfélagið hafa brugðist
6
Stjórnmál

Kristrún og Þor­gerð­ur segja al­þjóða­sam­fé­lag­ið hafa brugð­ist

„Við höf­um upp­lif­að von­brigði og getu­leysi,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sem heit­ir áfram­hald­andi stuðn­ingi Ís­lands við Palestínu. Hún seg­ir að al­þjóð­leg­ur þrýst­ing­ur muni aukast þeg­ar fólki gefst tæki­færi til að átta sig á því sem geng­ið hef­ur á í stríð­inu á Gaza, nú þeg­ar út­lit er fyr­ir að átök­un­um sé að linna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár