Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gæsir skotnar við Reykjavíkurflugvöll

Ýms­ar leið­ir eru farn­ar í að fæla fið­ur­fé frá hreyfl­um flug­véla. Fjór­tán þús­und gæs­um var bægt frá flug­vell­in­um í fyrra. Gæs­ir gera upp á milli flug­véla og hræð­ast ekki Fokk­er.

Gæsir skotnar við Reykjavíkurflugvöll

Reglulega heyrast byssuhvellir frá Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða starfsmenn Reykjavíkurflugvallar sem skjóta gæsir til að tryggja að þær lendi ekki í hreyflum flugvéla.

Á síðasta ári voru fimmtán gæsir skotnar af starfsmönnum Reykjavíkurflugvallar á vellinum. Það er þó aðeins neyðarkostur í fremur flóknu og miklu verndarkerfi flugvallarins gegn fiðurfé. Engin gæs hefur þó verið skotin í ár og kann það að skýrast að gerviuglur hafi nýverið verið teknar í notkun. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, voru ríflega fjórtán þúsund gæsir fældar frá flugvellinum í fyrra. Að hans sögn er mikill meirihluti fugla sem eru fældir frá gæsir og stöku mávar.

Kortlagt í þaula

Gæs
Gæs 15 gæsir voru drepnar í fyrra til að verja flug.

Guðni segir að fælingar á fiðurfé séu kortlagðar í þaula af starfsmönnum flugvallarins. „Þetta er þannig að við byrjum á að meta hættuna, kortleggja hvaða dýr eru svæðinu og hver sé hættan af þeim. Við reynum að gera búsetusvæðin innan flugvallarins þannig að þau vilji ekki vera þar. Það sem er eftir er fælt,“ segir Guðni. Hann segir að fjöldi leiða séu nýtar til að fæla dýrin frá flugvélum. „Það er stundum skotið fælingarskoti að tuttugu gæsahópi. Þeir kortleggja þetta alveg nákvæmlega. Það voru fimmtán gæsir skotnar í fyrra en það er neyðarúrræði ef þær eru taldar ógna flugöryggi og fælingar hafa ekki virkað,“ segir Guðni.

Keyra um og skjóta gæsirnar

Hvað varðar gæsirnar sem eru skotnar segir Guðni að það sé meðal annars til að auka fælingarmátt. „Það eru fjórir menn á flugvellinum sem hafa leyfi til að gera þetta. Þeir eru með skotvopnaleyfi og keyra á bíl með byssu og skjóta þær. Þetta er gert eftir samþykkt frá lögreglunni og við höfum sérstök leyfi innan þéttbýlis, það er að segja innan flugvallargirðingar,“ segir Guðni. Hræin eru svo urðuð sem og lífræn úrgangur, settar í lífræna ruslatunnu.

Hræðast ekkert fokkerinn

Guðni segir að keyrt sé að gæsahóp til að fæla þær en ein algengasta leiðin sem er notuð séu hvellhettur sem reglulega springa á ákveðnum svæðum. Gerviuglur virðast þó virka einna best. „Við tókum upp gerviuglu sem hreyfist í vindi. Hún virkar ansi vel. Uglur éta egg gæsa,“ segir Guðni. Eitt það áhugaverðasta við gæsirnar sem starfsmenn flugvallarins hafa komist að er að þær gera upp á milli flugvéla. „Þær læra á flugvélarnar. Ef það er ný flugvél þá fljúga allar gæsirnar í burtu en þær hræðast ekkert fokkerinn,“ segir Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár