Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gæsir skotnar við Reykjavíkurflugvöll

Ýms­ar leið­ir eru farn­ar í að fæla fið­ur­fé frá hreyfl­um flug­véla. Fjór­tán þús­und gæs­um var bægt frá flug­vell­in­um í fyrra. Gæs­ir gera upp á milli flug­véla og hræð­ast ekki Fokk­er.

Gæsir skotnar við Reykjavíkurflugvöll

Reglulega heyrast byssuhvellir frá Reykjavíkurflugvelli. Um er að ræða starfsmenn Reykjavíkurflugvallar sem skjóta gæsir til að tryggja að þær lendi ekki í hreyflum flugvéla.

Á síðasta ári voru fimmtán gæsir skotnar af starfsmönnum Reykjavíkurflugvallar á vellinum. Það er þó aðeins neyðarkostur í fremur flóknu og miklu verndarkerfi flugvallarins gegn fiðurfé. Engin gæs hefur þó verið skotin í ár og kann það að skýrast að gerviuglur hafi nýverið verið teknar í notkun. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, voru ríflega fjórtán þúsund gæsir fældar frá flugvellinum í fyrra. Að hans sögn er mikill meirihluti fugla sem eru fældir frá gæsir og stöku mávar.

Kortlagt í þaula

Gæs
Gæs 15 gæsir voru drepnar í fyrra til að verja flug.

Guðni segir að fælingar á fiðurfé séu kortlagðar í þaula af starfsmönnum flugvallarins. „Þetta er þannig að við byrjum á að meta hættuna, kortleggja hvaða dýr eru svæðinu og hver sé hættan af þeim. Við reynum að gera búsetusvæðin innan flugvallarins þannig að þau vilji ekki vera þar. Það sem er eftir er fælt,“ segir Guðni. Hann segir að fjöldi leiða séu nýtar til að fæla dýrin frá flugvélum. „Það er stundum skotið fælingarskoti að tuttugu gæsahópi. Þeir kortleggja þetta alveg nákvæmlega. Það voru fimmtán gæsir skotnar í fyrra en það er neyðarúrræði ef þær eru taldar ógna flugöryggi og fælingar hafa ekki virkað,“ segir Guðni.

Keyra um og skjóta gæsirnar

Hvað varðar gæsirnar sem eru skotnar segir Guðni að það sé meðal annars til að auka fælingarmátt. „Það eru fjórir menn á flugvellinum sem hafa leyfi til að gera þetta. Þeir eru með skotvopnaleyfi og keyra á bíl með byssu og skjóta þær. Þetta er gert eftir samþykkt frá lögreglunni og við höfum sérstök leyfi innan þéttbýlis, það er að segja innan flugvallargirðingar,“ segir Guðni. Hræin eru svo urðuð sem og lífræn úrgangur, settar í lífræna ruslatunnu.

Hræðast ekkert fokkerinn

Guðni segir að keyrt sé að gæsahóp til að fæla þær en ein algengasta leiðin sem er notuð séu hvellhettur sem reglulega springa á ákveðnum svæðum. Gerviuglur virðast þó virka einna best. „Við tókum upp gerviuglu sem hreyfist í vindi. Hún virkar ansi vel. Uglur éta egg gæsa,“ segir Guðni. Eitt það áhugaverðasta við gæsirnar sem starfsmenn flugvallarins hafa komist að er að þær gera upp á milli flugvéla. „Þær læra á flugvélarnar. Ef það er ný flugvél þá fljúga allar gæsirnar í burtu en þær hræðast ekkert fokkerinn,“ segir Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár