Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru helstu sigurvegarar Alþingiskosninganna 2016

Fá 17 nýja þing­menn, en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in missa meiri­hluta þing­manna sinna. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærst­ur og bæt­ir lít­il­lega við sig.

Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru helstu sigurvegarar Alþingiskosninganna 2016
Frambjóðendur í nótt Margir eru í lykilstöðu eftir kosningarnar. Mynd: Pressphotos

Viðreisn, Vinstri grænir og Píratar eru sigurvegarar Alþingiskosninganna 2016, en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin helstu tapararnir.

Þá bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi og endurheimtir stöðu sína sem langstærsti flokkurinn á landinu eftir hrun Framsóknarflokks.

Bjarni Benediktsson og flokkur hans fá um 34% fylgi í kjördæmi hans, Suðvesturkjördæmi, og bæta þar við sig um 4 prósentustigum. Í heild fær Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 29% á landinu öllu, sem er mun meira en kannanir sýndu.

Bæði Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson fara fram á að fá stjórnarmyndunarumboðið. Mörg ríkisstjórnarmynstur eru í myndinni formlega, en ný ríkisstjórn mun koma á óvart. „Ég er bara í þessu fyrir ávinning landsmanna,“ sagði Bjarni í viðræðum á Stöð 2 í hádeginu.

PíratarÞingmennirnir Birgitta Jónsdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson fagna frammi fyrir fartölvunni ásamt Viktori Orra Valgarðssyni og fleiri.

Birgitta Jónsdóttir pírati sagði í samtali við RÚV að Píratar hefðu gert sína innri spá um 12 til 15 prósenta fylgi, en kannanir hafa sýnt þá með um 20 prósenta fylgi. „Við erum að þrefalda fylgið okkar og það er magnað,“ sagði Birgitta í samtali við RÚV. 

„Sú staða að svona margir Íslendingar treysta okkur er awesome“

„Sú staða að svona margir Íslendingar treysta okkur er awesome,“ sagði Birgitta síðar í ræðu á kosningavöku Pírata.

Píratar bæta við sig 6 þingmönnum, Viðreisn fær 7 nýja þingmenn, Vinstri grænir fjölga um 3og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 2, á meðan Framsóknarflokkurinn missir 11 þingmenn, Samfylkingin 6 og Björt framtíð 2.

Oddný HarðardóttirFormaður Samfylkinginarinnar kvaddi með þeim orðum að hún væri hætt að leita útskýringa.

Samfylkingin hrynur

Össur Skarphéðinsson féll af þingi í Reykjavík suður í nótt, en hann var þar í fyrsta sæti fyrir Samfylkinguna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttur er einnig fallin út í Reykjavík norður og Samfylkingin því með engan þingmann í Reykjavík. Í Suðvesturkjördæmi náði Samfylkingin ekki heldur manni inn og féll Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður flokksins, þar út. 

„Ég er hætt að leita skýringa.“

„Við eigum að vera stolt af jafnaðarstefnunni,“ sagði Oddný Harðardóttir í samtali við RÚV, og sagðist vilja hætta að ræða erfiða stöðu Samfylkingarinnar og byrja að ræða framtíðina. „Ég er hætt að leita skýringa. Ég vil bara horfa fram á veginn.“ 

Um er að ræða verstu útkomu jafnaðarmannaflokks í hundrað ár.

Katrín vinnur - Sigmundur fellur

Þá vekur athygli að Framsóknarflokkurinn helmingast í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í þingmannatölu. Flokkurinn var með 34,5% fylgi í kosningunum 2013 en féll í um 20% nú. 

Katrín Jakobsdóttir og listi hennar í Reykjavík norður fengu hins vegar 21% fylgi í Reykjavík norður, úr 16% árið 2013, næst á eftir Sjálfstæðisflokknum sem fékk 24,4% í kjördæmi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Birgis Ármanssonar.

Fylgi skiptist með þessum hætti: 

Sjálfstæðisflokkur: 29,0% - 21 þingmenn

Vinstri grænir: 15,9% - 10 þingmenn

Píratar: 14,5% - 10 þingmenn

Viðreisn: 10,5% - 7 þingmenn

Framsóknarflokkurinn: 11,5% - 8 þingmenn

Björt framtíð: 7% - 4 þingmenn

Samfylkingin: 6% - 3 þingmenn

Flokkur fólksins - 3,5%

Dögun - 1,7%

Alþýðufylkingin - 0,3%

Íslenska þjóðfylkingin - 0,2%

Húmanistar - 0,0%

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár