Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru helstu sigurvegarar Alþingiskosninganna 2016

Fá 17 nýja þing­menn, en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in missa meiri­hluta þing­manna sinna. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærst­ur og bæt­ir lít­il­lega við sig.

Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru helstu sigurvegarar Alþingiskosninganna 2016
Frambjóðendur í nótt Margir eru í lykilstöðu eftir kosningarnar. Mynd: Pressphotos

Viðreisn, Vinstri grænir og Píratar eru sigurvegarar Alþingiskosninganna 2016, en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin helstu tapararnir.

Þá bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig fylgi og endurheimtir stöðu sína sem langstærsti flokkurinn á landinu eftir hrun Framsóknarflokks.

Bjarni Benediktsson og flokkur hans fá um 34% fylgi í kjördæmi hans, Suðvesturkjördæmi, og bæta þar við sig um 4 prósentustigum. Í heild fær Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 29% á landinu öllu, sem er mun meira en kannanir sýndu.

Bæði Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson fara fram á að fá stjórnarmyndunarumboðið. Mörg ríkisstjórnarmynstur eru í myndinni formlega, en ný ríkisstjórn mun koma á óvart. „Ég er bara í þessu fyrir ávinning landsmanna,“ sagði Bjarni í viðræðum á Stöð 2 í hádeginu.

PíratarÞingmennirnir Birgitta Jónsdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson fagna frammi fyrir fartölvunni ásamt Viktori Orra Valgarðssyni og fleiri.

Birgitta Jónsdóttir pírati sagði í samtali við RÚV að Píratar hefðu gert sína innri spá um 12 til 15 prósenta fylgi, en kannanir hafa sýnt þá með um 20 prósenta fylgi. „Við erum að þrefalda fylgið okkar og það er magnað,“ sagði Birgitta í samtali við RÚV. 

„Sú staða að svona margir Íslendingar treysta okkur er awesome“

„Sú staða að svona margir Íslendingar treysta okkur er awesome,“ sagði Birgitta síðar í ræðu á kosningavöku Pírata.

Píratar bæta við sig 6 þingmönnum, Viðreisn fær 7 nýja þingmenn, Vinstri grænir fjölga um 3og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 2, á meðan Framsóknarflokkurinn missir 11 þingmenn, Samfylkingin 6 og Björt framtíð 2.

Oddný HarðardóttirFormaður Samfylkinginarinnar kvaddi með þeim orðum að hún væri hætt að leita útskýringa.

Samfylkingin hrynur

Össur Skarphéðinsson féll af þingi í Reykjavík suður í nótt, en hann var þar í fyrsta sæti fyrir Samfylkinguna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttur er einnig fallin út í Reykjavík norður og Samfylkingin því með engan þingmann í Reykjavík. Í Suðvesturkjördæmi náði Samfylkingin ekki heldur manni inn og féll Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður flokksins, þar út. 

„Ég er hætt að leita skýringa.“

„Við eigum að vera stolt af jafnaðarstefnunni,“ sagði Oddný Harðardóttir í samtali við RÚV, og sagðist vilja hætta að ræða erfiða stöðu Samfylkingarinnar og byrja að ræða framtíðina. „Ég er hætt að leita skýringa. Ég vil bara horfa fram á veginn.“ 

Um er að ræða verstu útkomu jafnaðarmannaflokks í hundrað ár.

Katrín vinnur - Sigmundur fellur

Þá vekur athygli að Framsóknarflokkurinn helmingast í kjördæmi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í þingmannatölu. Flokkurinn var með 34,5% fylgi í kosningunum 2013 en féll í um 20% nú. 

Katrín Jakobsdóttir og listi hennar í Reykjavík norður fengu hins vegar 21% fylgi í Reykjavík norður, úr 16% árið 2013, næst á eftir Sjálfstæðisflokknum sem fékk 24,4% í kjördæmi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Birgis Ármanssonar.

Fylgi skiptist með þessum hætti: 

Sjálfstæðisflokkur: 29,0% - 21 þingmenn

Vinstri grænir: 15,9% - 10 þingmenn

Píratar: 14,5% - 10 þingmenn

Viðreisn: 10,5% - 7 þingmenn

Framsóknarflokkurinn: 11,5% - 8 þingmenn

Björt framtíð: 7% - 4 þingmenn

Samfylkingin: 6% - 3 þingmenn

Flokkur fólksins - 3,5%

Dögun - 1,7%

Alþýðufylkingin - 0,3%

Íslenska þjóðfylkingin - 0,2%

Húmanistar - 0,0%

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár