Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Félag í eigu Kjartans Gunnarssonar hlýtur Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar

Al­menna bóka­fé­lag­ið og Sig­ríð­ur And­er­sen þing­kona hljóta Frelsis­verð­laun­in í ár sem nefnd eru í höf­uð­ið á Kjart­ani Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins til 26 ára. Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna veit­ir verð­laun­in en Kjart­an kem­ur hvergi ná­lægt vali á verð­launa­höf­um.

Félag í eigu Kjartans Gunnarssonar hlýtur Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar

Sigríður Ásthildur Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og Almenna bókafélagið hljóta Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar í ár. 

Samband ungra sjálfstæðismanna veitir verðlaunin einum einstaklingi og einum lögaðila á hverju ári en verðlaunin eru nefnd í höfuðið á fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins til 26 ára og bankaráðsmanni í Landsbankanum. Er þannig leitast við að heiðra störf Kjartans í þágu frjálshyggju á Íslandi. Svo skemmtilega vill til að Kjartan Gunnarsson er sjálfur hluthafi í Almenna bókafélaginu, eða BF-útgáfu ehf, sem er annar verðlaunahafanna að þessu sinni.

Samband ungra sjálfstæðismanna rökstyður valið á verðlaunahöfum í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum í dag. Fram kemur að Sig­ríður And­er­sen hljóti verðlaun­in fyr­ir ára­langa bar­áttu sína fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins til at­hafna og viðskipta. Hún hafi skrifað fjölda pistla og blaðagreina sem hafi haft góð áhrif á op­in­bera umræðu og hvatt til minni rík­is­af­skipta. Sigríður sé „öflugur málsvari frelsisins, óháð því hvort málstaðurinn telst vinsæll eða óvinsæll“.

Um Almenna bókafélagið segir í tilkynningunni: „Áhersla bóka­fé­lags­ins hef­ur frá fyrstu tíð verið sú að gefa út vandaðar bæk­ur á góðu máli. Hef­ur fé­lagið í því skyni látið þýða fjölda bóka og rita yfir á ís­lensku sem auðvelda les­end­um að afla sér þekk­ing­ar á sviði frels­is og sam­fé­lags­mála. Þá hef­ur fé­lagið einnig staðið fyr­ir út­gáfu bóka um ýmis álita­efni sam­tím­ans, svo sem Ices­a­ve-málið og búsáhalda­bylt­ing­una.“

Almenna bókafélagið, eða BF-útgáfa ehf., er að mestu í eigu þriggja aðila samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. 

Öld ehf., félag Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, stjórnmálafræðiprófessors, á helmingshlut, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri á 25 prósenta hlut og Kjartan Gunnarsson á 20 prósenta hlut í útgáfufélaginu.

Eftir því sem Stundin kemst næst er þetta í fyrsta skiptið sem fyrirtæki í eigu Kjartans Gunnarssonar hlýtur Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar. Tekið skal fram, til að fyrirbyggja hvers kyns misskilning, að Kjartan Gunnarsson hefur engin áhrif á það hver hlýtur verðlaunin hverju sinni.

Verðlaunin verða veitt klukkan 17:00 í dag við hátíðlega athöfn í Valhöll

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár