Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fréttir um næturgest Biebers fjarlægðar

Fjöl­miðl­ar birtu nafn og mynd­ir af stúlku og sögðu hana hafa sof­ið hjá Just­in Bie­ber. Frétt­irn­ar hafa nú ver­ið fjar­lægð­ar. Að­júnkt í blaða- og frétta­mennsku tel­ur nafn­birt­ing­una brot á siða­regl­um blaða­manna.

Fréttir um næturgest Biebers fjarlægðar

Fréttir afþreyingarmiðlanna Hún.is og Fréttanetsins, um stúlkuna sem stórstjarnan Justin Bieber eyddi nótt með þegar hann dvaldi hér á landi í síðustu viku, hafa verið fjarlægðar að beiðni fjölskyldu stúlkunnar. Þetta staðfestir Kidda Svarfdal ritstjóri Hún.is í samtali við Stundina. 

Á miðvikudag birti Hún.is Instagram-myndir af stúlkum sem voru sagðar hafa eytt nóttinni með Justin Bieber. Þar var einnig fullyrt að „ein stúlknanna hafi farið með Justin upp á hótelherbergi.“ Fleiri miðlar fylgdu í kjölfarið og endursögðu frétt Hún.is. Fréttanetið gekk hins vegar skrefinu lengra og nafngreindi stúlkuna sem átti hafa farið með söngvaranum á hótelherbergið. Fyrirsögn fréttarinnar var „Ég fokking reið jb“ en þar var vísað í skjáskot af SMS-skilaboðum sem miðillinn hafði undir höndum.

Fréttirnar vöktu hörð viðbrögð í athugasemdakerfum fjölmiðla sem og á samfélagsmiðlum. Sumir beindu orðum sínum að stúlkunum á meðan aðrir fordæmdu fjölmiðlana fyrir nafnbirtinguna og drusluskömmun. 

Samræmist ekki siðareglum

Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, telur nafnbirtinguna ekki samræmast siðareglum blaðamanna eða þeim faglegu kröfum sem gerðar eru til fjölmiðlafólks. „Hér hefur það ekki verið lenska að birta jafn persónulegar upplýsingar eins og þessar um venjulegt fólk. Jafnvel þótt að um opinbera persónu hafi verið að ræða þá teldist þetta utan marka og ekki eitthvað sem almenningur á heimtingu á að vita því það varði einhverja hagsmuni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár