Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fréttir um næturgest Biebers fjarlægðar

Fjöl­miðl­ar birtu nafn og mynd­ir af stúlku og sögðu hana hafa sof­ið hjá Just­in Bie­ber. Frétt­irn­ar hafa nú ver­ið fjar­lægð­ar. Að­júnkt í blaða- og frétta­mennsku tel­ur nafn­birt­ing­una brot á siða­regl­um blaða­manna.

Fréttir um næturgest Biebers fjarlægðar

Fréttir afþreyingarmiðlanna Hún.is og Fréttanetsins, um stúlkuna sem stórstjarnan Justin Bieber eyddi nótt með þegar hann dvaldi hér á landi í síðustu viku, hafa verið fjarlægðar að beiðni fjölskyldu stúlkunnar. Þetta staðfestir Kidda Svarfdal ritstjóri Hún.is í samtali við Stundina. 

Á miðvikudag birti Hún.is Instagram-myndir af stúlkum sem voru sagðar hafa eytt nóttinni með Justin Bieber. Þar var einnig fullyrt að „ein stúlknanna hafi farið með Justin upp á hótelherbergi.“ Fleiri miðlar fylgdu í kjölfarið og endursögðu frétt Hún.is. Fréttanetið gekk hins vegar skrefinu lengra og nafngreindi stúlkuna sem átti hafa farið með söngvaranum á hótelherbergið. Fyrirsögn fréttarinnar var „Ég fokking reið jb“ en þar var vísað í skjáskot af SMS-skilaboðum sem miðillinn hafði undir höndum.

Fréttirnar vöktu hörð viðbrögð í athugasemdakerfum fjölmiðla sem og á samfélagsmiðlum. Sumir beindu orðum sínum að stúlkunum á meðan aðrir fordæmdu fjölmiðlana fyrir nafnbirtinguna og drusluskömmun. 

Samræmist ekki siðareglum

Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, telur nafnbirtinguna ekki samræmast siðareglum blaðamanna eða þeim faglegu kröfum sem gerðar eru til fjölmiðlafólks. „Hér hefur það ekki verið lenska að birta jafn persónulegar upplýsingar eins og þessar um venjulegt fólk. Jafnvel þótt að um opinbera persónu hafi verið að ræða þá teldist þetta utan marka og ekki eitthvað sem almenningur á heimtingu á að vita því það varði einhverja hagsmuni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár