Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framsóknarmenn ævareiðir vegna Höfðabakkabrúar

Þeg­ar bygg­ing Höfða­bakka­brú­ar var sam­þykkt urðu mik­il mót­mæli. Brúnni var fund­ið flest til foráttu og hún tal­in ljót og til þess fall­in að skemma mann­líf­ið. Ung­ir fram­sókn­ar­menn álykt­uðu gegn borg­ar­full­trúa sín­um.

Framsóknarmenn ævareiðir vegna Höfðabakkabrúar
Hörkudeilur Borgarminjavörður fann brúnni flest til foráttu. Mynd: Kristinn Magnússon

Langt á annað þúsund manns mótmæltu árið 1980 fyrirhugaðri smíði Höfðabakkabrúar sem þá hafði verið samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur. Brúin tengdi saman Breiðholt og Árbæ og slysahætta vegna vegamóta á Vesturlandsvegi átti að snarminnka. En harðar deilur spruttu vegna brúarinnar og umræður urðu heitar. Um miðjan mars þetta ár voru Agli Skúla Ingibergssyni borgarstjóra afhentir mótmælalistar með 1400 nöfnum. Félag ungra framsóknarmanna sendi frá sér ályktun þar sem eindregið var varað við brúarsmíðinni. Ungu framsóknarmennirnir lýstu furðu sinni vegna þess að borgarstjórn hefði ekki haft samráð við íbúa áður en ákveðið var að byggja brúnna. Andstaða framsóknarmanna er merkileg í því ljósi að fulltrúi þeirra í borgarstjórn, Kristján Benediktsson, var einn þeirra sem stóðu að samþykktinni. „Það getur komið fyrir besta fólk, jafnvel unga framsóknarmenn, að þeir kynni sér ekki málin nógu vel,“ var haft eftir honum. Sá Kristján ekki ástæðu til að funda með ýmusm samtökum vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár