Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framsóknarmenn ævareiðir vegna Höfðabakkabrúar

Þeg­ar bygg­ing Höfða­bakka­brú­ar var sam­þykkt urðu mik­il mót­mæli. Brúnni var fund­ið flest til foráttu og hún tal­in ljót og til þess fall­in að skemma mann­líf­ið. Ung­ir fram­sókn­ar­menn álykt­uðu gegn borg­ar­full­trúa sín­um.

Framsóknarmenn ævareiðir vegna Höfðabakkabrúar
Hörkudeilur Borgarminjavörður fann brúnni flest til foráttu. Mynd: Kristinn Magnússon

Langt á annað þúsund manns mótmæltu árið 1980 fyrirhugaðri smíði Höfðabakkabrúar sem þá hafði verið samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur. Brúin tengdi saman Breiðholt og Árbæ og slysahætta vegna vegamóta á Vesturlandsvegi átti að snarminnka. En harðar deilur spruttu vegna brúarinnar og umræður urðu heitar. Um miðjan mars þetta ár voru Agli Skúla Ingibergssyni borgarstjóra afhentir mótmælalistar með 1400 nöfnum. Félag ungra framsóknarmanna sendi frá sér ályktun þar sem eindregið var varað við brúarsmíðinni. Ungu framsóknarmennirnir lýstu furðu sinni vegna þess að borgarstjórn hefði ekki haft samráð við íbúa áður en ákveðið var að byggja brúnna. Andstaða framsóknarmanna er merkileg í því ljósi að fulltrúi þeirra í borgarstjórn, Kristján Benediktsson, var einn þeirra sem stóðu að samþykktinni. „Það getur komið fyrir besta fólk, jafnvel unga framsóknarmenn, að þeir kynni sér ekki málin nógu vel,“ var haft eftir honum. Sá Kristján ekki ástæðu til að funda með ýmusm samtökum vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár