Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Nemendur fengu frí til að fara á fyrirlestur stóriðjufyrirtækja

Nem­end­ur Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi fengu frí frá tíma til að hlusta á fyr­ir­lest­ur full­trúa Elkem og Norð­ur­áls. Full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna fjöll­uðu fyrst og fremst um hve um­hverf­is­sinn­uð fé­lög­in eru.

Nemendur fengu frí til að fara á fyrirlestur stóriðjufyrirtækja
FVA Nemendurnir fengu frí í tíma til að hlusta á upplýsingafulltrúa Fjarðaráls.

Fyrir rúmri viku síðan var öllum nemendum á unglingastigi Fjölbrautaskóla Vesturlands safnað saman í matsal skólans til að hlýða erindi um íslenskt atvinnulíf á vegum Háskólans á Bifröst. Nemendur hlustuðu á erindi fulltrúa Elkem og Norðuráls í hádegishlé sínu. Nemendur fengu enn fremur frí í næstu kennslustund eftir hádegishlé til að hlusta á erindin. Meðal efnis var kynning upplýsingafulltrúa álvers Norðuráls á því hversu umhverfisvæn starfsemin væri.

Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari segir að erindin hafi verið haldin í hádegishlé í matsal og ekki verið skyldumæting. 

Nota minna rafmagn en almenningur

Fréttatilkynning var gefin út vegna fyrirlestranna af Háskólanum á Bifröst sem bar fyrirsögnina „Ísskápur fullur af áli“. Í þessari fréttatilkynningu er haft eftir brot af ræðum starfsmanna stóriðjufyrirtækjanna. „Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem AS, sem er einn af helstu framleiðendum heims á málmblendi. Við framleiðum hágæða kísiljárn og leggjum mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina okkar. Framleiðslugeta málmbræðsluofna verksmiðjunnar eru 120.000 tonn. Við leitumst eftir að innleiða vinnuferla sem lágmarka áhrif á umhverfið og notum til að mynda ekki mikla raforku samanborið við álver og almenning til dæmis,“ er haft eftir fulltrúum Elkem, Örvari Sveinssyni og Róbert Gunnarssyni.

„Ísskápur fullur af áli“

Fréttatilkynning
Fréttatilkynning Hér má lýsingu Háskólans á Bifröst á viðburðinum.
 

Því næst tók til máls upplýsingafulltrúi Norðuráls, Sólveig Bergmann, og vakti hún athygli nemenda á því hve víða ál væri að finna í nærumhverfi þeirra eins og því er lýst í tilkynningu. „Ál er frumefni og það má endurvinna nær endalaust án þess að það tapi eiginleikum sínum, ál er af þessum sökum oft kallað græni málmurinn. Ál er að finna mjög víða, ef þið lítið inn í ísskápinn heima hjá ykkur þá er mjög líklegt að hann sé fullur af áli en það er notað í umbúðir sem er að finna utan um ýmsar matvörur. Álið er notað til að auka endingartíma vörunnar. Ál er einnig mikið notað í bíla en það er helmingi léttara en aðrir málmar og þegar bíll léttist þá eyðir hann minna eldsneyti og er fyrir vikið mun umhverfisvænni,“ var haft eftir Sólveigu.

„Ál er af þessum sökum oft kallað græni málmurinn.“

Hugsað sem starfskynning

Ágústa Elín segir að erindi fulltrúanna hafi verið hugsað sem starfskynning. „Þetta var kynning í sal í frímínútum og var í framhaldi af skólakynningu um íslenskt atvinnulíf hérna í skólanum. Þetta er bara kynning í frímínútum. Ég var nú ekki sjálf þarna stödd og veit því ekki hvernig þetta var nákvæmlega. Þetta var unnið í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Þeir hafa verið á faraldsfæti með þessa sýningu í framhaldsskólum. Þetta eru fleiri, fleiri fyrirtæki þannig að þetta er mjög sniðugt concept,“ segir Ágústa.

„Þetta voru bara tvö fyrirtæki, þessi stóru á svæðinu“

Hins vegar voru Elkem og Norðurál einu fyrirtækin sem fluttu fyrirlestur fyrir nemendur. „Það var fulltrúum fyrirtækja boðið sem eru í nánasta umhverfi til að fylgja þessu betur eftir. Þetta voru bara tvö fyrirtæki, þessi stóru á svæðinu [...] Þetta er aðallega starfsfræðsla og þannig var þetta hugsað. Þetta getur alltaf farið út í [lofræðu] en hugmyndin er að þetta sé starfakynning fyrir nemendur og svo líka til að leggja áherslu á þessi fyrirtæki sem eru í nánasta umhverfi til að kynna fyrir nemendum fjölbreytt störfin,“ segir Ágústa Elín.

Nýútskrifaður nemi úr skólanum, sem Stundin ræddi við, undrast að stóriðjufyrirtækin fái slíkan aðgang að nemendum, en hann segir slíkt ekki hafa tíðkast.

„Það sem mér finnst býsna merkilegt er að nemendum var smalað inn á sal. Ég man ekki til þess að þetta hafi gerst meðan ég var nemi við skólann þegar Háskólar eða því um líkt komum í heimsókn,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár