Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nemendur fengu frí til að fara á fyrirlestur stóriðjufyrirtækja

Nem­end­ur Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á Akra­nesi fengu frí frá tíma til að hlusta á fyr­ir­lest­ur full­trúa Elkem og Norð­ur­áls. Full­trú­ar fyr­ir­tækj­anna fjöll­uðu fyrst og fremst um hve um­hverf­is­sinn­uð fé­lög­in eru.

Nemendur fengu frí til að fara á fyrirlestur stóriðjufyrirtækja
FVA Nemendurnir fengu frí í tíma til að hlusta á upplýsingafulltrúa Fjarðaráls.

Fyrir rúmri viku síðan var öllum nemendum á unglingastigi Fjölbrautaskóla Vesturlands safnað saman í matsal skólans til að hlýða erindi um íslenskt atvinnulíf á vegum Háskólans á Bifröst. Nemendur hlustuðu á erindi fulltrúa Elkem og Norðuráls í hádegishlé sínu. Nemendur fengu enn fremur frí í næstu kennslustund eftir hádegishlé til að hlusta á erindin. Meðal efnis var kynning upplýsingafulltrúa álvers Norðuráls á því hversu umhverfisvæn starfsemin væri.

Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari segir að erindin hafi verið haldin í hádegishlé í matsal og ekki verið skyldumæting. 

Nota minna rafmagn en almenningur

Fréttatilkynning var gefin út vegna fyrirlestranna af Háskólanum á Bifröst sem bar fyrirsögnina „Ísskápur fullur af áli“. Í þessari fréttatilkynningu er haft eftir brot af ræðum starfsmanna stóriðjufyrirtækjanna. „Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem AS, sem er einn af helstu framleiðendum heims á málmblendi. Við framleiðum hágæða kísiljárn og leggjum mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina okkar. Framleiðslugeta málmbræðsluofna verksmiðjunnar eru 120.000 tonn. Við leitumst eftir að innleiða vinnuferla sem lágmarka áhrif á umhverfið og notum til að mynda ekki mikla raforku samanborið við álver og almenning til dæmis,“ er haft eftir fulltrúum Elkem, Örvari Sveinssyni og Róbert Gunnarssyni.

„Ísskápur fullur af áli“

Fréttatilkynning
Fréttatilkynning Hér má lýsingu Háskólans á Bifröst á viðburðinum.
 

Því næst tók til máls upplýsingafulltrúi Norðuráls, Sólveig Bergmann, og vakti hún athygli nemenda á því hve víða ál væri að finna í nærumhverfi þeirra eins og því er lýst í tilkynningu. „Ál er frumefni og það má endurvinna nær endalaust án þess að það tapi eiginleikum sínum, ál er af þessum sökum oft kallað græni málmurinn. Ál er að finna mjög víða, ef þið lítið inn í ísskápinn heima hjá ykkur þá er mjög líklegt að hann sé fullur af áli en það er notað í umbúðir sem er að finna utan um ýmsar matvörur. Álið er notað til að auka endingartíma vörunnar. Ál er einnig mikið notað í bíla en það er helmingi léttara en aðrir málmar og þegar bíll léttist þá eyðir hann minna eldsneyti og er fyrir vikið mun umhverfisvænni,“ var haft eftir Sólveigu.

„Ál er af þessum sökum oft kallað græni málmurinn.“

Hugsað sem starfskynning

Ágústa Elín segir að erindi fulltrúanna hafi verið hugsað sem starfskynning. „Þetta var kynning í sal í frímínútum og var í framhaldi af skólakynningu um íslenskt atvinnulíf hérna í skólanum. Þetta er bara kynning í frímínútum. Ég var nú ekki sjálf þarna stödd og veit því ekki hvernig þetta var nákvæmlega. Þetta var unnið í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Þeir hafa verið á faraldsfæti með þessa sýningu í framhaldsskólum. Þetta eru fleiri, fleiri fyrirtæki þannig að þetta er mjög sniðugt concept,“ segir Ágústa.

„Þetta voru bara tvö fyrirtæki, þessi stóru á svæðinu“

Hins vegar voru Elkem og Norðurál einu fyrirtækin sem fluttu fyrirlestur fyrir nemendur. „Það var fulltrúum fyrirtækja boðið sem eru í nánasta umhverfi til að fylgja þessu betur eftir. Þetta voru bara tvö fyrirtæki, þessi stóru á svæðinu [...] Þetta er aðallega starfsfræðsla og þannig var þetta hugsað. Þetta getur alltaf farið út í [lofræðu] en hugmyndin er að þetta sé starfakynning fyrir nemendur og svo líka til að leggja áherslu á þessi fyrirtæki sem eru í nánasta umhverfi til að kynna fyrir nemendum fjölbreytt störfin,“ segir Ágústa Elín.

Nýútskrifaður nemi úr skólanum, sem Stundin ræddi við, undrast að stóriðjufyrirtækin fái slíkan aðgang að nemendum, en hann segir slíkt ekki hafa tíðkast.

„Það sem mér finnst býsna merkilegt er að nemendum var smalað inn á sal. Ég man ekki til þess að þetta hafi gerst meðan ég var nemi við skólann þegar Háskólar eða því um líkt komum í heimsókn,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár