„Mér finnst mjög virðingarvert að þeir skuli ekki gleyma mér og okkur sem fyrir þessu urðum – en þeir sem sökina eiga eru enn stikkfrí og þurfa ekkert að horfast í augu við hana,“ segir Ísleifur Friðriksson, einn úr hópi þeirra sem beittir voru ofbeldi í Landakotsskóla sem börn.
Í dag var lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum eða heimilum á vegum opinberra aðila.
Athugasemdir