Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fræðimaðurinn sigraði frambjóðanda flokksins

Í for­seta­kosn­ing­un­um ár­ið 1968 tók­ust á fræði­mað­ur­inn Kristján Eld­járn og stjórn­mála­skör­ung­ur­inn Gunn­ar Thorodd­sen. Kristján sigr­aði með yf­ir­burð­um.

Fræðimaðurinn sigraði frambjóðanda flokksins
Stórsigur Kristján Eldjárn vann stórsigur í kosningunum árið 1968.

Í forsetakosningunum árið 1968 voru hörð átök á milli frambjóðendanna Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar og Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi fjármálaráðherra, borgarstjóra í Reykjavík og eins af ráðamönnum Sjálfstæðisflokksins. Þau nýmæli urðu skömmu fyrir kosningar að frambjóðendurnir tveir mættu í sjónvarp til að svara spurningum.

Þótt harkan í baráttunni væri ekki mikið opinber þá skiptist samfélagið í fylkingar líkt og nú gerist. Fræðimaðurinn Kristján fór gegn flokksmanninum Gunnari Thoroddsen. Hluti Sjálfstæðisflokksins fylgdi Gunnari af festu. En svo voru aðrir sjálfstæðismenn sem höfnuðu því að gera embætti forseta Íslands pólitískt. Flokkurinn var því klofinn um málið.

Tengdasonur forsetans

Gunnar var höfðinglegur í framgöngu og kominn af miklum valdaættum. Hann var yngsti maður sem hafði tekið sæti á Alþingi Íslendinga, þá 25 ára. Þegar hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands var hann 57 ára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár