Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fótboltamaður sýknaður af nauðgun vegna fyrri kynhegðunar konunnar

Fyrri kyn­hegð­un þol­anda í nauðg­un­ar­máli var not­uð gegn henni fyr­ir rétti þeg­ar knatt­spyrnu­mað­ur­inn Ched Evans var sýkn­að­ur af nauðg­un í Bretlandi í dag. Hann sagð­ist hafa sleg­ist í hóp­inn með öðr­um fót­bolta­manni, átt kyn­mök við kon­una og far­ið út um neyð­ar­út­gang, allt án nokk­urra orða­skipta við hana. Kon­an var yf­ir­heyrð um kyn­líf sitt fyr­ir dómi.

Fótboltamaður sýknaður af nauðgun vegna fyrri kynhegðunar konunnar
Ched Evans Fyrir utan dómshúsið í dag. Mynd: Youtube

Knattspyrnumaðurinn Ched Evans var í dag sýknaður af nauðgun á 19 ára gamalli stúlku, eftir að mál hans var endurupptekið og leyft að nota forsögu kynhegðunar þolandans í mati á trúverðugleika nauðgunarkærunnar.

Talið er að dómurinn og meðferð dómstólsins á málinu valdi fælingaráhrifum og komi í veg fyrir að konur sæki rétt sinn vegna nauðgana.

Evans hafði áður verið dæmdur í fangelsi á grundvelli þess að stúlkan hafi verið of ölvuð til að veita samþykki sitt fyrir kynmökum. Hann hefur setið í fangelsi í tvö og hálft ár eftir dóminn 2012.

Fór út um neyðarútganginn

Stúlkan lýsti því hvernig hún vaknaði nakin á  hótelherbergi í bænum Rhyl, í norðurhluta Wales, í maí 2011, minnislaus og óttaslegin um að sljóvgandi lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hennar. Vinir hennar hvöttu hana til að leita til lögreglu, sem komst á snoðir um að það hefði verið Evans sem bókaði hótelherbergið, sem hann yfirgaf svo um neyðarútgang eftir atburðina.

Evans hafði lýst því fyrir dómi hvernig hann beitti lygum til að fá lykil að hótelherberginu. Hann hafi opnað dyrnar að herberginu og séð þar liðsfélaga sinn, Clayton McDonald, í kynmökun með stúlkunni. Hann hafi spurt hvort hann mætti taka þátt. Að hans sögn talaði hann ekki við stúlkuna fyrir, eftir eða á meðan kynmökunum stóð. Öryggismyndavélar sýndu hann fara út um neyðarútgang herbergisins í kjölfarið.

Evans hefur leikið með Sheffield United, verið hluti af liði Manchester City og spilað með landsliði Wales, en er nú leikmaður Chesterfield í annarri deild ensku deildakeppninnar. 

Kynhegðun notuð gegn þolanda

Notað var gegn konunni fyrir rétti að tveir menn stigu fram og lýstu kynlífi sínu með henni, að hún hefði hvatt þá eindregið til kynlífs með sér og að það hefði átt sér stað sömu helgi, annars vegar, og tveimur vikum síðar, hins vegar. Í áfrýjun málsins var tekin skýrsla af konunni fyrir dómi. Hún var yfirheyrð fyrir dómi um hverjum hún hefði stundað kynlíf með, hvaða kynlífsstellingar hún vildi og orðanotkun hennar á meðan kynlífi stæði. Óttast er að meðferð málsins og niðurstaða þess hafi fælingaráhrif og letji konur frá því að kæra nauðgun.

Í breskum lögum er ekki heimilt að nota fortíð þolanda í kynferðisbrotamáli gegn viðkomandi, nema í algerum undantekningartilfellum. 

Polly Neate, framkvæmdastjóri Women's Aid, varar við því að fælingaráhrif hafi nú þegar komið fram vegna málsins og konur sæki ekki rétt sinn vegna nauðgana. „Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Það kynlíf sem kona hefur stundað hefur ekkert að gera með hvort hún hefur orðið fyrir nauðgun eða ekki. Það þarf að berjast gegn þeim þrálátu ályktunum að setja samasemmerki á milli fyrri kynhegðunar hennar og líkindi þess að henni sé nauðgað.“

Evans ásamt unnustu sinniUnnusta Evans fyrirgaf honum og studdi hann í dómsmálinu.

Þá hefur verið bent á aðstöðumun gerandans og þolandans; gerandinn auðugur knattspyrnumaður sem naut frægðar og víðtæks stuðnings, en þolandinn 19 ára gömul gengilbeina sem bjó hjá foreldrum sínum.

Fjölskylda Evans hafði auglýst að þeir sem gætu fært fram sannanir fyrir sakleysi hans fengju jafngildi um 10 milljóna króna í verðlaun. Þá var unnusta Evans, Natasha Massey, gagnrýnd af sækjandanum í málinu fyrir að hafa reynt að múta lykilvitni í málinu, en dómari vísaði kvörtuninni frá.

Þakklátur fyrir stuðninginn

Evans þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn á meðan málinu stóð, en „sérstaklega unnustu minni, Natöshu, sem valdi, kannski ótrúlega, að styðja mig á mínum myrkustu stundum“.

„Við getum núna öll haldið áfram og einbeitt okkur að fótbolta.“

„Nú þegar sakleysi mitt hefur verið staðfest langar mig að koma skýrt á framfæri að ég bið, af öllu hjarta, alla þá afsökunar sem kunna að hafa orðið fyrir áhrifum af atburðum þeirrar nætur sem um ræðir,“ sagði Evans eftir sýknu sína.

Evans er leikmaður Chesterfield. Framkvæmdastjóri knattspyrnuklúbbsins fagnaði niðurstöðu dómsins. „Við getum núna öll haldið áfram og einbeitt okkur að fótbolta.“

Konan hefur hins vegar verið ítrekað nafngreind á samfélagsmiðlum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár