Forsetinn segir Salmann Tamimi fara með rangt mál

Skrif­stofa for­set­ans hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem Sal­mann Tamimi er sagð­ur hafa far­ið með rangt mál. Sal­mann seg­ir að sendi­herra Sádi-Ar­ab­íu hafi ver­ið keyrð­ur að lóð vænt­an­legr­ar mosku í Soga­mýr­inni á for­seta­bif­reið.

Forsetinn segir Salmann Tamimi fara með rangt mál
Ólafur Ragnar Grímsson forseti og sendiherra Sádi-Arabíu Mynd: Forseti.is

Skrifstofa forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Salmanns Tamimi, formanns Félags múslima á Íslandi, í Fréttablaðinu í dag. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Salmann hafi ekki farið með rétt mál hvað varðar sádi-arabíska sendiherrann og notkun hans á forsetabifreiðinni. Samkvæmt yfirlýsingunni er það rangt að sendiherranum hafi verið ekið að moskulóðinni í Sogamýri í bíl í eigu embættisins.

„Skrifstofa forseta Íslands telur nauðsynlegt að leiðrétta rangfærslu í viðtali Fréttablaðsins í dag við Salmann Tamimi. Þar segir um skoðun sendiherra Sádi-Arabíu á lóð undir fyrirhugaða moskubyggingu: „Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana.“ Þetta er rangt. Sendiherrann var 5. mars einungis keyrður, eins og venja er, frá hóteli til Bessastaða og aftur til baka. Lýsing Salmanns Tamimi á sér því enga stoð. Eins og fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins sagðist sendiherrann hafa skoðað lóðina daginn áður,“ segir í yfirlýsingu embættisins.

Salmann segir í umræddu viðtali að Ólafur Ragnar reyni að sundra þjóðinni í pólitískum tilgangi. „Forsetaembættið gaf út yfirlýsingu á sínum tíma þegar Ólafur Ragnar hitti sendiherra Sádi-Arabíu sem tjáði forsetanum að þeir ætli að styrkja byggingu moskunnar um milljón dollara. Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana. Við vissum ekkert um það. Ég gaf yfirlýsingu þegar ég var spurður að þessu. Ég sagði: Hvar eru þessir milljón dollarar? Enginn kom til okkar,“ er haft eftir Salmann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár