Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsetinn segir Salmann Tamimi fara með rangt mál

Skrif­stofa for­set­ans hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem Sal­mann Tamimi er sagð­ur hafa far­ið með rangt mál. Sal­mann seg­ir að sendi­herra Sádi-Ar­ab­íu hafi ver­ið keyrð­ur að lóð vænt­an­legr­ar mosku í Soga­mýr­inni á for­seta­bif­reið.

Forsetinn segir Salmann Tamimi fara með rangt mál
Ólafur Ragnar Grímsson forseti og sendiherra Sádi-Arabíu Mynd: Forseti.is

Skrifstofa forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Salmanns Tamimi, formanns Félags múslima á Íslandi, í Fréttablaðinu í dag. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Salmann hafi ekki farið með rétt mál hvað varðar sádi-arabíska sendiherrann og notkun hans á forsetabifreiðinni. Samkvæmt yfirlýsingunni er það rangt að sendiherranum hafi verið ekið að moskulóðinni í Sogamýri í bíl í eigu embættisins.

„Skrifstofa forseta Íslands telur nauðsynlegt að leiðrétta rangfærslu í viðtali Fréttablaðsins í dag við Salmann Tamimi. Þar segir um skoðun sendiherra Sádi-Arabíu á lóð undir fyrirhugaða moskubyggingu: „Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana.“ Þetta er rangt. Sendiherrann var 5. mars einungis keyrður, eins og venja er, frá hóteli til Bessastaða og aftur til baka. Lýsing Salmanns Tamimi á sér því enga stoð. Eins og fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins sagðist sendiherrann hafa skoðað lóðina daginn áður,“ segir í yfirlýsingu embættisins.

Salmann segir í umræddu viðtali að Ólafur Ragnar reyni að sundra þjóðinni í pólitískum tilgangi. „Forsetaembættið gaf út yfirlýsingu á sínum tíma þegar Ólafur Ragnar hitti sendiherra Sádi-Arabíu sem tjáði forsetanum að þeir ætli að styrkja byggingu moskunnar um milljón dollara. Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana. Við vissum ekkert um það. Ég gaf yfirlýsingu þegar ég var spurður að þessu. Ég sagði: Hvar eru þessir milljón dollarar? Enginn kom til okkar,“ er haft eftir Salmann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu