Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forsetinn segir Salmann Tamimi fara með rangt mál

Skrif­stofa for­set­ans hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem Sal­mann Tamimi er sagð­ur hafa far­ið með rangt mál. Sal­mann seg­ir að sendi­herra Sádi-Ar­ab­íu hafi ver­ið keyrð­ur að lóð vænt­an­legr­ar mosku í Soga­mýr­inni á for­seta­bif­reið.

Forsetinn segir Salmann Tamimi fara með rangt mál
Ólafur Ragnar Grímsson forseti og sendiherra Sádi-Arabíu Mynd: Forseti.is

Skrifstofa forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Salmanns Tamimi, formanns Félags múslima á Íslandi, í Fréttablaðinu í dag. Í yfirlýsingunni er því haldið fram að Salmann hafi ekki farið með rétt mál hvað varðar sádi-arabíska sendiherrann og notkun hans á forsetabifreiðinni. Samkvæmt yfirlýsingunni er það rangt að sendiherranum hafi verið ekið að moskulóðinni í Sogamýri í bíl í eigu embættisins.

„Skrifstofa forseta Íslands telur nauðsynlegt að leiðrétta rangfærslu í viðtali Fréttablaðsins í dag við Salmann Tamimi. Þar segir um skoðun sendiherra Sádi-Arabíu á lóð undir fyrirhugaða moskubyggingu: „Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana.“ Þetta er rangt. Sendiherrann var 5. mars einungis keyrður, eins og venja er, frá hóteli til Bessastaða og aftur til baka. Lýsing Salmanns Tamimi á sér því enga stoð. Eins og fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins sagðist sendiherrann hafa skoðað lóðina daginn áður,“ segir í yfirlýsingu embættisins.

Salmann segir í umræddu viðtali að Ólafur Ragnar reyni að sundra þjóðinni í pólitískum tilgangi. „Forsetaembættið gaf út yfirlýsingu á sínum tíma þegar Ólafur Ragnar hitti sendiherra Sádi-Arabíu sem tjáði forsetanum að þeir ætli að styrkja byggingu moskunnar um milljón dollara. Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana. Við vissum ekkert um það. Ég gaf yfirlýsingu þegar ég var spurður að þessu. Ég sagði: Hvar eru þessir milljón dollarar? Enginn kom til okkar,“ er haft eftir Salmann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár