Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forseti Skáksambandsins fékk fé sem var eyrnamerkt unglingum

Deil­ur vegna hækk­aðra launa Gunn­ars Björns­son­ar, for­seta Skák­sam­bands Ís­lands, halda áfram. Sam­kvæmt fund­ar­gerð­um voru laun hans, sem koma frá rík­inu, eyrna­merkt út­breiðslu- og ung­linga­starfi. Kær­asta Gunn­ars lagði fram til­lögu um að hækka starfs­hlut­fall hans ár­ið 2013. Gagn­rýn­inn skák­mað­ur úti­lok­að­ur.

Forseti Skáksambandsins fékk fé sem var eyrnamerkt unglingum
Forseti Skáksambandsins Samkvæmt fundargerðum voru laun Gunnars Björnssonar ætluð unglinga- og útbreiðslustarfi.

Deilur íslenskra skákmanna vegna launa Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, halda áfram. Laun forsetans voru fengin með fjárframlagi sem eyrnarmerkt var auknu útbreiðslu- og unglingastarfi. Forseti og varaforseti hófu ástarsamband og fylgdu hrókeringar í kjölfarið. 

Gagnrýninn skákmeistari hefur verið útilokaður úr Facebook-hópi skákmanna vegna gagnrýni sinnar.

Stundin greindi frá því í júní að mörgum skákmönnum væri misboðið vegna launa Gunnars en samkvæmt nýjasta ársreikningi samtakanna voru laun hans, fyrir utan launatengdan kostnað sambandsins, á sjöunda hundrað þúsund krónur á mánuði.

Í tölvupósti til blaðamanns bendir formaður eins stærsta aðildarfélags Skáksambands Íslands, á rangfærslur í orðum Gunnar í fyrri frétt

Formaðurinn biðst undan því að koma fram undir nafni starfs síns vegna. Formaðurinn segir að Gunnar fari beinlínis með rangt mál þegar hann heldur því fram að laun sín séu „ekki tekin af neinum“. 

Fjárframlag ætlað í unglingastarf

„Það kemur skýrt fram í fundargerð Skáksambands Íslands frá 8. desember 2011 að peningurinn sem notaður var í upphafi til að koma forsetanum í borgaða „verkefnastjórastöðu“ var ætlaður í annað,“ skrifar formaðurinn. 

Þetta „annað“ sem formaðurinn nefnir er unglinga- og útbreiðslustarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár