Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi

Sjö manna fjöl­skyldu frá Af­gan­ist­an verð­ur vís­að úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar á næstu dög­um. Þeirra á með­al er stúlka sem var bar­in til óbóta af tali­bön­um þriggja ára göm­ul. Fjöl­skyld­an flúði of­sókn­ir og árás­ir talib­ana á síð­asta ári, en þeir réð­ust á fjöl­skyld­una þeg­ar fjöl­skyldufað­ir­inn, Mir Ahmad Ahma­di, neit­aði að ganga til liðs við þá. Mir missti tenn­ur í árás­inni og fimm ára son­ur hans hand­leggs­brotn­aði illa. Stúlk­an er í dag löm­uð öðr­um meg­in í and­lit­inu og á erfitt með að tjá sig, en hef­ur tek­ið ótrú­leg­um fram­förum eft­ir að hún kom til Ís­lands. Fjöl­skyld­unni hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa eina land­ið þar sem þau hafa fund­ið til ör­ygg­is.

„Það reyndu allir að telja okkur ofan af því að flýja til Evrópu. Við værum með rígfullorðið fólk meðferðis og þrjú ung börn, þetta væri stórhættulegt ferðalag og að það væru engar líkur á að við myndum lifa flóttann af. En við vildum frekar deyja á ferðalagi í ókunnugu landi en fyrir hendi talibana, því þeir drepa með hrottafengnum hætti,“ segir Mir Ahmad Ahmadi, 29 ára Afgani, sem flúði heimaland sitt á síðasta ári í þeirri von að veita foreldrum sínum, eiginkonu og þremur ungum börnum öruggt líf á Íslandi.  

Mir situr með hendur í skauti sér, í íþróttabuxum, skyrtu og á tánum í svörtum leðursófa í íbúð sinni í Breiðholtinu og segir sögu sína. Við hlið hans situr móðir hans, Zahra Ahmadi, sem situr hokin og horfir angistarfullum augum niður fyrir sig á meðan sonur hennar rekur síðustu tvö ár fjölskyldunnar fyrir blaðamanni, en þau hafa einkennst af gríðarlegum …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Börn í leit að alþjóðlegri vernd

Staðið á öndinni
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillBörn í leit að alþjóðlegri vernd

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Stað­ið á önd­inni

Sjón­varps­mað­ur fylg­ir önd með ung­ana sína yf­ir götu. All­ir fjöl­miðl­ar fjalla um mál­ið og þús­und­ir láta í ljós ánægju sína á Face­book. For­sæt­is­ráð­herra ávarp­ar mann­rétt­inda­ráð SÞ. Lít­ill dreng­ur frá Af­gan­ist­an fær tauga­áfall vegna hörku ís­lenskra yf­ir­valda sem nauð­beygð fresta því um ein­hverja daga að flytja dreng­inn, föð­ur hans og bróð­ur á göt­una í Grikklandi. Það er sum­ar á Ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár