Ný hollensk heimildamynd segir meðal annars frá vafasömum viðskiptum FL Group og Donalds Trump bandaríkjaforseta á árunum fyrir hrun. Í myndinni segir að FL Group og fasteignafélagið Bayrock Group hafi skipulagt um 250 milljón dollara skattsvik saman, með samþykki Trumps. „Þessi samningur hefði aldrei gengið í gegn ef hann hefði ekki skrifað undir,“ er haft eftir Fred Oberlander, saksóknara í máli Bayrock í New York fylki, en fasteignafélagið hefur verið ákært fyrir skattsvik. Oberlander segist ekki í vafa um að Donald Trump verði í framhaldinu ákærður fyrir að taka þátt í sviksamlegum viðskiptum.
Breska blaðið The Telegraph gerði ítarlega úttekt á málinu í maí í fyrra og fjallað var um í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars á Vísi og RÚV, en þar er fjallað um 50 milljón dollara fjárfestingu FL Group í Bayrock árið 2007, sem síðar hafi verið breytt í lán til að komast hjá skattgreiðslum í Bandaríkjunum. Gögn …
Athugasemdir