Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjölskyldan komin til Albaníu: Allslaus í hripleku húsi með hjartveikan dreng

Pll­um Lalaj, fjöl­skyldufað­ir frá Alban­íu sem var neit­að um dval­ar­leyfi á Ís­landi og send­ur úr landi með hjartveik­an son í lög­reglu­fylgd, er í erf­ið­um að­stæð­um. Hann seldi kýrn­ar sín­ar til að eiga fyr­ir far­inu til Ís­lands.

Fjölskyldan komin til Albaníu: Allslaus í hripleku húsi með hjartveikan dreng

„Auðvitað vill ég vera á Íslandi,“ segir Pllum Lalaj, fjölskyldufaðir frá Albaníu sem var neitað um dvalarleyfi á Íslandi og sendur aftur út í lögreglufylgd í vikunni. Með í för voru eiginkona hans og tvö börn, þriggja ára dóttir hans og árs gamall sonur hans sem fæddist með opna fósturæð og op á milli hjartagátta.

Pllum sótti um hæli fyrir fjölskylduna á Íslandi, meðal annars vegna hótana sem hann lifði við eftir skilnað og eins vegna veikinda sonarins. Honum var hins vegar hafnað af Útlendingastofnun. Hann kærði ákvörðuna en dró kæruna til baka eftir að honum var sagt að sonur hans myndi ekki fá að fara í aðgerð hér á landi. Lögreglan fylgdi fjölskyldunni svo úr landi aðfararnótt miðvikudags með leiguflugi á vegum Útlendingastofnunar. Í sömu ferð var önnur albönsk fjölskylda einnig flutt brott með langveikt barn

Læknar hafa gagnrýnt brottflutninginn harkalega, en Hróðmar Helgason sem var læknir Arjans, litla drengsins, segir málið hafa komið afskaplega illa við sig. Þá hafa þúsundir skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldunum aftur til Íslands. Í kvöld kom fram á Vísi að allsherjarnefnd ætlaði að skoða mál þessara fjölskyldna. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. 

Seldi kýrnar
Seldi kýrnar Pllum seldi allt sem hann átti til að komast til Íslands í von um að sonur hans fengi aðstoð hér á landi. Nú er hann kominn aftur heim og búinn að tapa öllu.

Það breytir því ekki að fjölskylda Pllum er nú komin aftur í gamla heimabæinn þar sem hann átti lítinn bóndbæ, tvær kýr, svín og sauðfé, áður en hann kom til Íslands. „Það dugði mér til að lifa af og færa mat á borðið. Þannig tókst mér að brauðfæða fjölskylduna.“

„Ég vil bara að sonur minn verði heilbrigður.“

Eftir heimkomuna hefur fjölskyldan hins vegar lítið sem ekkert á milli handanna. Það reynist erfitt að fá vinnu og engin dýr eru eftir á bænum. „En ég seldi kýrnar til þess að kaupa flugmiða til Íslands í von um þar fengi sonur minn aðstoð. Núna á ég ekkert. Ég tapaði öllu. En mér er sama. Ég vil bara að sonur minn verði heilbrigður.“

Húsið er orðið gamalt og illa farið segir Pllum, enda byggt fyrir rúmum 100 árum og hann hefur ekki haft tök á því að sinna nauðsynlegu viðhaldi. Þannig að fjölskyldunni er kalt og hann reynir að halda börnunum undir teppi af ótta við að syni sínum hraki við þessar aðstæður. Þá segir hann að börnin séu enn að jafna sig eftir flutninginn og gráti stöðugt. Þau hafi verið á Íslandi í átta mánuði áður en þeim var vísað úr landi og búið í Keflavík, þar sem þau sóttu messur og eignuðust vini. 

„Við reynum að komast af en þetta er erfitt. Nágrannarnir færðu okkur mat þegar við komum. En þetta er erfitt og það virðist vera erfitt að fá vinnu líka. Þú ert heppin að hafa fæðst á Íslandi. Þú ert heppin að ala upp börn á Íslandi. Þú mátt vera stolt af Íslandi. Það er góður staður til þess að ala upp börn. Það er hugsað um börnin ykkar, af því að þið eruð fædd þarna. En við þurftum að fara. Ég veit ekki hvað ég á að segja.“

Efnt hefur verið til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár