Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gæslumaður ógnaði blaðamanni á fundi andstæðinga múslima

Blaða­mað­ur grein­ir frá því að gæslu­mað­ur á veg­um sam­tak­anna Vak­urs, sem ala á ótta við múslima á Ís­landi, hafi ógn­að sér á fundi með heims­þekkt­um and­stæð­ingi íslams.

Gæslumaður ógnaði blaðamanni á fundi andstæðinga múslima
Mótmælendur Meðal mótmlenda við Grand hótel voru Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri lífsskoðunarsamtakanna Siðmenntar, og Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Mynd: Pressphotos

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður Reykjavik Grapevine, varð fyrir aðkasti gæslumanns á fundi samtaka sem berjast gegn áhrifum íslam á Íslandi. Samtökin, Vakur, fluttu inn umdeildan fræðimann, Robert Spencer, sem gagnrýndur hefur verið fyrir hatursáróður gegn múslimum. Sjálfur segist Spencer ekki stunda hatursáróður, þótt hann vari við árásum og menningu íslamista.

Gæslumenn á vegum þjóðræknisamtakanna stóðu vörð um fyrirlestrasalinn á Grand Hótel í Reykjavík, þar sem um fimmtíu mótmælendur höfðu komið sér fyrir utan við húsið. 

Myndatökumenn, sem Stundin ræddi við, segjast hafa upplifað að sér væri ógnað og að spenna væri á svæðinu.

Meðal gæslumanna á fundi Vakurs var tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson, sem hefur látið sig málefni samkynhneigðra mikið varða opinberlega í því sem hann kallar „hommastríðið“. Ekki var um Gylfa að ræða í því tilfelli sem hér er fjallað um.

Bönnuðu myndatökur af gestum

Valdimar H. JóhannessonForsprakki Vakurs - samtaka um evrópska menningu, hefur meðal annars sent íslenskum útskriftarnemum bókina Þjóðarpláguna Íslam sem gjöf.

Bjartmar Oddur Þeyr, blaðamaður á Grapevine, segir í samtali við Stundina að aðstandandi fundarins, Valdimar H. Jóhannesson, forsprakki Vakurs, hafi bannað myndatökur af áhorfendum í salnum. Í upphafi beindi hann því til fjölmiðlamanna að snúa ekki út úr því sem færi fram á fundinum.

„Þetta var ekki frjáls fjölmiðlun. Það mátti ekki taka myndir af gestunum og allir ljósmyndarar og myndatökumenn þurftu að vera á einum stað,“ segir hann.

Bjartmar lýsir því að gæslumaður á vegum Vakurs hafi ógnað honum. „Eftir á var ég að valsa um að spjalla við fólk á staðnum. Og allan tímann var einhver einstaklingur að elta mig, merktur gæslu. Ekki í þriggja metra fjarlægð, heldur svona 50 sentímetra. Og ég sný mér við og spyr manninn hvort ég geti eitthvað aðstoðað hann og hann sagði við mig: „Ég veit alveg hver þú ert.“

Robert SpencerVar einn af þeim sem Anders Breivik vitnaði til fyrir fjöldamorðin í Útey í Noregi.

Gæslumaðurinn rekinn út

Bjartmar spurði manninn á móti, hver hann væri. „Hann sagði að ég væri með menn hérna úti um allt að taka myndir. Ég sagði, ég er ekki einu sinni með myndavél. Svo sagði hann: „Ég myndi bara, ef ég væri þú, passa mig“.

Ég sagði: „Ha, fyrirgefðu?“

Hann: „Já, passaðu þig. Þú veist ekkert hvað getur gerst“.

Ég kalla fram hótelstarfsmann og segi að þessi maður sé með ógnandi tilburði og þessi maður segir mér að passa mig. Hún kallar á öryggisvörð af hótelinu og manninum var vísað frá. Þannig að gæslan fór allt í einu að pikka út fólk, mjög furðuleg reynsla.“

Lögregla var viðstödd mótmælin í gærkvöldi en allt fór fram friðlega að öðru leyti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár