Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Arfleifð Bjarna sem fjármálaráðherra

Bjarni Bene­dikts­son létti skött­um af fjár­sterk­ustu hóp­um ís­lensks sam­fé­lags með­an skatt­byrði lág­tekju- og milli­tekju­fólks jókst. Staða rík­is­sjóðs er sterk, einkum vegna eigna upp á hundruð millj­arða sem kröfu­haf­ar af­hentu rík­inu í tengsl­um við los­un fjár­magns­hafta.

Arfleifð Bjarna sem fjármálaráðherra
Arfleifð Bjarna í fjármálaráðuneytinu Bjarni Benediktsson var umdeildur fjármálaráðherra en skilaði góðu búi, þökk sé stöðugleikaframlögum frá kröfuhöfum. Mynd: Pressphotos

Þegar Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að fjármálaráðuneytinu árið 2013 var efnahagslægð kreppuáranna á enda. Hagvöxtur var með því hæsta í Evrópu, ferðaþjónustan og útflutningsgreinarnar stóðu í blóma og talsvert svigrúm hafði myndast í ríkisfjármálum eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafði unnið bug á 214 milljarða fjárlagahalla með niðurskurði og skattahækkunum. Skuldastaða heimila og fyrirtækja hafði jafnframt batnað jafnt og þétt frá 2010 og glíman við eftirköst hrunsins var langt komin þótt enn ætti eftir að losa fjármagnshöft og ljúka uppgjöri á slitabúum föllnu bankanna. 

Þrennt stendur upp úr þegar rýnt er í arfleifð Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra á tímabilinu 2013 til 2017. Í fyrsta lagi var rekin hægrisinnuð skattastefna; byrðum var létt af hátekjuhópum, stóreignafólki og útgerðarfyrirtækjum en velt í auknum mæli yfir á lágtekju- og millitekjuhópa. Í öðru lagi var á áttunda tug milljarða af opinberu fé varið til höfuðstólslækkunar á verðtryggðum húsnæðislánum. Tvær skýrslur sem fjármálaráðuneytið vann að beiðni Alþingis sýna að þessir fjármunir runnu að miklu leyti til tekjuhæstu og eignamestu hópa íslensks samfélags. Í þriðja lagi var losun fjármagnshafta hrint í framkvæmd og samið við kröfuhafa fallinna fjármálafyrirtækja um að afhenda ríkinu verðmæti upp á hundruð milljarða í formi svokallaðra stöðugleikaframlaga. Nú er unnið að því að koma eignunum í verð og nota söluandvirðið til að grynnka á skuldum ríkisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár