Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fiskistofa telur Tasiilaq hafa brotið lög

Rann­sókn á máli græn­lenska loðnu­veið­skip­inu Tasiilaq lok­ið hjá Fiski­stofu. Lík­legt er að mál­ið endi á borði lög­reglu en við­ur­lög fel­ast með­al ann­ars í veiði­leyf­assvipt­ingu.

Fiskistofa telur Tasiilaq hafa brotið lög
Skipið Fiskistofa telur að frystun Tasiilaq sé ólögleg. Mynd: Börkur Kjartansson

Stundin hefur heimildir fyrir því að rannsókn Fiskistofu á löndun grænlenska loðnuveiðiskipinu Tasiilaq sé lokið og sé niðurstaða hennar að vinnsla skipsins á loðnu í íslenskri landssögu feli í sér lögbrot. Ábyrgðarmenn skipsins hafa nú kost á að koma með skrifleg andmæli á framfæri áður en ákvörðun verður tekin um hvort málið verði kært til lögreglu. Viðurlög við brotinu geta verið ýmist í formi sekta, eða veiðileyfissviptingar ásamt upptöku veiðarfæra og afla. Skipstjóri Tasiilaq, Sturla Einarsson, bar á sínum tíma fyrir sig í samtali við Stundina að hann hefði ekki vitað að ekki mætti frysta loðnuna. Í lögum kemur þó skýrt fram að ekki er tekið tillit til þess hvort brotið hafi verið framið af ásetningi eða gáleysi.

Athygli vekur hve langan tíma rannsókn málsins tók, um tvo mánuði, og sér í lagi þar sem öll gögn voru til staðar. Fiskistofustjóri, Eyþór Björnsson, segir í samtali við Stundina að töfin kunni að skýrast af fjárskorti sem leiði svo aftur til skorts á starfsfólki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár