Stundin hefur heimildir fyrir því að rannsókn Fiskistofu á löndun grænlenska loðnuveiðiskipinu Tasiilaq sé lokið og sé niðurstaða hennar að vinnsla skipsins á loðnu í íslenskri landssögu feli í sér lögbrot. Ábyrgðarmenn skipsins hafa nú kost á að koma með skrifleg andmæli á framfæri áður en ákvörðun verður tekin um hvort málið verði kært til lögreglu. Viðurlög við brotinu geta verið ýmist í formi sekta, eða veiðileyfissviptingar ásamt upptöku veiðarfæra og afla. Skipstjóri Tasiilaq, Sturla Einarsson, bar á sínum tíma fyrir sig í samtali við Stundina að hann hefði ekki vitað að ekki mætti frysta loðnuna. Í lögum kemur þó skýrt fram að ekki er tekið tillit til þess hvort brotið hafi verið framið af ásetningi eða gáleysi.
Athygli vekur hve langan tíma rannsókn málsins tók, um tvo mánuði, og sér í lagi þar sem öll gögn voru til staðar. Fiskistofustjóri, Eyþór Björnsson, segir í samtali við Stundina að töfin kunni að skýrast af fjárskorti sem leiði svo aftur til skorts á starfsfólki.
Athugasemdir