Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fimmtán konur lagðar inn á geðdeild í kjölfar fæðingar í fyrra

Sér­fræð­ing­um inn­an geð­heil­brigðis­kerf­is­ins ber sam­an um að það skorti með­vit­und um hversu víð­tækt vanda­mál geð­ræn­ir kvill­ar í tengsl­um við með­göngu og barns­burð eru. Tengslarösk­un sé ein birt­ing­ar­mynd þeirra en hún geti haft var­an­leg áhrif á heila­þroska barns og þar með á líf þess til fram­búð­ar.

Fimmtán konur lagðar inn á geðdeild í kjölfar fæðingar í fyrra
Veruleikinn ekki alltaf svona Andleg veikindi foreldra geta haft alvarleg áhrif á möguleika þeirra til tengslamyndunar við barnið. Þess vegna ber sérfræðingum saman um að nauðsynlegt sé að grípa inn í veikindin sem fyrst, helst strax á meðgöngu. Mynd: Shutterstock

Erlendar rannsóknir gefa til kynna að um 1 prósent kvenna verði fyrir geðrofi eftir barnsfæðingu, fái svokallaða fæðingarsturlun, sem er alvarlegasta form geðröskunar í kjölfar fæðingar og lýsir sér meðal annars í hegðunartruflunum, ranghugmyndum eða ofskynjunum. Ef hlutfallið væri sambærilegt hér á landi mætti gera ráð fyrir að um 40 konur á ári fari í geðrof eftir fæðingu. Ekki eru til samræmdar tölur fyrir Ísland en í Reykjavík hafa á undanförnum árum 1 til 2 nýbakaðar mæður verið lagðar inn á ári í geðrofi. Þó verstu tilfellin virðist fá hér á landi, í samanburði við erlendu rannsóknirnar, veikjast margar konur andlega í kringum meðgöngu og fæðingu. „Það eru til að mynda 50 prósent líkur á að konur sem greinst hafa með geðhvörf veikist ef þær eru ekki í meðferð í kringum meðgöngu og fæðingu,“ bendir Anna María Jónsdóttir geðlæknir á, sem starfaði um árabil á Landspítalanum en er í dag hjá Miðstöð foreldra og barna. „Það birtist ekki endilega í geðrofi en getur verið mjög alvarlegt engu að síður, jafnvel birst í djúpu þunglyndi og sjálfsvígshættu.“

Henni og öðrum sérfræðingum ber saman um að mikilvægt sé að grípa inní vandann sem fyrst, helst strax á meðgöngu, enda berist vanlíðan móður til barns í móðurkviði í gegnum streitukerfi hennar og hefur þannig bein áhrif á það. Heilbrigðiskerfið hefur ýmsar leiðir til að skima fyrir þeim konum sem eiga við andleg veikindi að stríða og veita þeim aðstoð. Fyrst ber að nefna heimilislækna, ljósmæður og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum, auk þess að sálfræðiþjónusta er þar veitt í vaxandi mæli. Langstærstum hluta kvenna sem þurfa aðstoð er sinnt á þessu stigi. Um 10-15 prósent af þeim fjölskyldum sem eru í vanda þurfa meiri þjónustu en heilsugæslan getur veitt og er þeim þá vísað í sérhæfðari úrræði, oft á Miðstöð foreldra og barna, þar sem markvisst er unnið að því að efla geðheilsu foreldra og tengsl foreldra og barna. Um tvö hundruð fjölskyldum var vísað þangað í fyrra og voru flestar tilvísanirnar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í alvarlegustu tilvikunum er fjölskyldunum vísað á FMB teymi Landspítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár