Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fimmtán konur lagðar inn á geðdeild í kjölfar fæðingar í fyrra

Sér­fræð­ing­um inn­an geð­heil­brigðis­kerf­is­ins ber sam­an um að það skorti með­vit­und um hversu víð­tækt vanda­mál geð­ræn­ir kvill­ar í tengsl­um við með­göngu og barns­burð eru. Tengslarösk­un sé ein birt­ing­ar­mynd þeirra en hún geti haft var­an­leg áhrif á heila­þroska barns og þar með á líf þess til fram­búð­ar.

Fimmtán konur lagðar inn á geðdeild í kjölfar fæðingar í fyrra
Veruleikinn ekki alltaf svona Andleg veikindi foreldra geta haft alvarleg áhrif á möguleika þeirra til tengslamyndunar við barnið. Þess vegna ber sérfræðingum saman um að nauðsynlegt sé að grípa inn í veikindin sem fyrst, helst strax á meðgöngu. Mynd: Shutterstock

Erlendar rannsóknir gefa til kynna að um 1 prósent kvenna verði fyrir geðrofi eftir barnsfæðingu, fái svokallaða fæðingarsturlun, sem er alvarlegasta form geðröskunar í kjölfar fæðingar og lýsir sér meðal annars í hegðunartruflunum, ranghugmyndum eða ofskynjunum. Ef hlutfallið væri sambærilegt hér á landi mætti gera ráð fyrir að um 40 konur á ári fari í geðrof eftir fæðingu. Ekki eru til samræmdar tölur fyrir Ísland en í Reykjavík hafa á undanförnum árum 1 til 2 nýbakaðar mæður verið lagðar inn á ári í geðrofi. Þó verstu tilfellin virðist fá hér á landi, í samanburði við erlendu rannsóknirnar, veikjast margar konur andlega í kringum meðgöngu og fæðingu. „Það eru til að mynda 50 prósent líkur á að konur sem greinst hafa með geðhvörf veikist ef þær eru ekki í meðferð í kringum meðgöngu og fæðingu,“ bendir Anna María Jónsdóttir geðlæknir á, sem starfaði um árabil á Landspítalanum en er í dag hjá Miðstöð foreldra og barna. „Það birtist ekki endilega í geðrofi en getur verið mjög alvarlegt engu að síður, jafnvel birst í djúpu þunglyndi og sjálfsvígshættu.“

Henni og öðrum sérfræðingum ber saman um að mikilvægt sé að grípa inní vandann sem fyrst, helst strax á meðgöngu, enda berist vanlíðan móður til barns í móðurkviði í gegnum streitukerfi hennar og hefur þannig bein áhrif á það. Heilbrigðiskerfið hefur ýmsar leiðir til að skima fyrir þeim konum sem eiga við andleg veikindi að stríða og veita þeim aðstoð. Fyrst ber að nefna heimilislækna, ljósmæður og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum, auk þess að sálfræðiþjónusta er þar veitt í vaxandi mæli. Langstærstum hluta kvenna sem þurfa aðstoð er sinnt á þessu stigi. Um 10-15 prósent af þeim fjölskyldum sem eru í vanda þurfa meiri þjónustu en heilsugæslan getur veitt og er þeim þá vísað í sérhæfðari úrræði, oft á Miðstöð foreldra og barna, þar sem markvisst er unnið að því að efla geðheilsu foreldra og tengsl foreldra og barna. Um tvö hundruð fjölskyldum var vísað þangað í fyrra og voru flestar tilvísanirnar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í alvarlegustu tilvikunum er fjölskyldunum vísað á FMB teymi Landspítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár