Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fimm manna fjölskylda ætlar engu að henda

Hjón­in Guð­rún Ás­dís Stur­laugs­dótt­ir og Tjörvi Ósk­ars­son hafa dreg­ið veru­lega úr allri sóun á und­an­förn­um ár­um. Ný­lega tóku þau ákvörð­un um að stefna að því að lít­ið sem ekk­ert rusl fari út af heim­il­inu sem ekki má end­ur­vinna. Dæt­urn­ar þrjár eru spennt­ar fyr­ir áskor­un­inni og taka virk­an þátt í verk­efn­inu.

Fimm manna fjölskylda ætlar engu að henda
Leggja sitt að mörkum Tjörvi og Guðrún og dæturnar þrjár, Freyja, Steinunn og Vaka, vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að umhverfisvernd. Mynd: Úr einkasafni

Það má segja að við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að þessum lífsstíl fyrir tveimur árum, þegar við eignuðumst yngstu dóttur okkar og tókum ákvörðun um að nota taubleiur fyrir hana. Þegar við vorum byrjuð að nota taubleiur var augljóslega næsta skref að hætta að nota blautþurrkur. Svona vatt þetta upp á sig,“ segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, þriggja dætra móðir á Höfn í Hornafirði, sem hefur, ásamt eiginmanni sínum, Tjörva Óskarssyni, tekið ákvörðun um að færa sig nær svokölluðum ruslfríum lífsstíl (e. Zero Waste Lifestyle).

Á þeim tíma þegar sú yngsta fæddist bjó fjölskyldan í bænum Terrassa á Spáni. Þar eru flokkunarmál komin talsvert lengra á veg en víðast hvar á Íslandi. „Þar vöndumst við á að flokka allt rusl og héldum því áfram að mestu leyti þegar við komum aftur heim. Áður en við fluttum út gáfum við líka allt dótið okkar. Ég gleymi því ekki hvað það var frelsandi tilfinning, að eiga ekki allt þetta dót og vera engu háður nema fjölskyldunni. Á Spáni tókum við líka ákvörðun um að kaupa sem allra minnst af öllum hlutum. Þar er hefð fyrir því að fólk skilji heil húsgögn sem það er hætt að nota eftir úti á götu á ákveðnum dögum og við nýttum okkur það. Við reyndum líka að nýta allt sem féll til. Þannig að það má segja að við höfum lengi verið að taka skref í átt að ruslfríum lífsstíl, án þess að pæla mikið í því sem endanlegu markmiði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár