Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fimm manna fjölskylda ætlar engu að henda

Hjón­in Guð­rún Ás­dís Stur­laugs­dótt­ir og Tjörvi Ósk­ars­son hafa dreg­ið veru­lega úr allri sóun á und­an­förn­um ár­um. Ný­lega tóku þau ákvörð­un um að stefna að því að lít­ið sem ekk­ert rusl fari út af heim­il­inu sem ekki má end­ur­vinna. Dæt­urn­ar þrjár eru spennt­ar fyr­ir áskor­un­inni og taka virk­an þátt í verk­efn­inu.

Fimm manna fjölskylda ætlar engu að henda
Leggja sitt að mörkum Tjörvi og Guðrún og dæturnar þrjár, Freyja, Steinunn og Vaka, vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að umhverfisvernd. Mynd: Úr einkasafni

Það má segja að við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að þessum lífsstíl fyrir tveimur árum, þegar við eignuðumst yngstu dóttur okkar og tókum ákvörðun um að nota taubleiur fyrir hana. Þegar við vorum byrjuð að nota taubleiur var augljóslega næsta skref að hætta að nota blautþurrkur. Svona vatt þetta upp á sig,“ segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, þriggja dætra móðir á Höfn í Hornafirði, sem hefur, ásamt eiginmanni sínum, Tjörva Óskarssyni, tekið ákvörðun um að færa sig nær svokölluðum ruslfríum lífsstíl (e. Zero Waste Lifestyle).

Á þeim tíma þegar sú yngsta fæddist bjó fjölskyldan í bænum Terrassa á Spáni. Þar eru flokkunarmál komin talsvert lengra á veg en víðast hvar á Íslandi. „Þar vöndumst við á að flokka allt rusl og héldum því áfram að mestu leyti þegar við komum aftur heim. Áður en við fluttum út gáfum við líka allt dótið okkar. Ég gleymi því ekki hvað það var frelsandi tilfinning, að eiga ekki allt þetta dót og vera engu háður nema fjölskyldunni. Á Spáni tókum við líka ákvörðun um að kaupa sem allra minnst af öllum hlutum. Þar er hefð fyrir því að fólk skilji heil húsgögn sem það er hætt að nota eftir úti á götu á ákveðnum dögum og við nýttum okkur það. Við reyndum líka að nýta allt sem féll til. Þannig að það má segja að við höfum lengi verið að taka skref í átt að ruslfríum lífsstíl, án þess að pæla mikið í því sem endanlegu markmiði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár