Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fimm manna fjölskylda ætlar engu að henda

Hjón­in Guð­rún Ás­dís Stur­laugs­dótt­ir og Tjörvi Ósk­ars­son hafa dreg­ið veru­lega úr allri sóun á und­an­förn­um ár­um. Ný­lega tóku þau ákvörð­un um að stefna að því að lít­ið sem ekk­ert rusl fari út af heim­il­inu sem ekki má end­ur­vinna. Dæt­urn­ar þrjár eru spennt­ar fyr­ir áskor­un­inni og taka virk­an þátt í verk­efn­inu.

Fimm manna fjölskylda ætlar engu að henda
Leggja sitt að mörkum Tjörvi og Guðrún og dæturnar þrjár, Freyja, Steinunn og Vaka, vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að umhverfisvernd. Mynd: Úr einkasafni

Það má segja að við höfum tekið fyrsta skrefið í átt að þessum lífsstíl fyrir tveimur árum, þegar við eignuðumst yngstu dóttur okkar og tókum ákvörðun um að nota taubleiur fyrir hana. Þegar við vorum byrjuð að nota taubleiur var augljóslega næsta skref að hætta að nota blautþurrkur. Svona vatt þetta upp á sig,“ segir Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, þriggja dætra móðir á Höfn í Hornafirði, sem hefur, ásamt eiginmanni sínum, Tjörva Óskarssyni, tekið ákvörðun um að færa sig nær svokölluðum ruslfríum lífsstíl (e. Zero Waste Lifestyle).

Á þeim tíma þegar sú yngsta fæddist bjó fjölskyldan í bænum Terrassa á Spáni. Þar eru flokkunarmál komin talsvert lengra á veg en víðast hvar á Íslandi. „Þar vöndumst við á að flokka allt rusl og héldum því áfram að mestu leyti þegar við komum aftur heim. Áður en við fluttum út gáfum við líka allt dótið okkar. Ég gleymi því ekki hvað það var frelsandi tilfinning, að eiga ekki allt þetta dót og vera engu háður nema fjölskyldunni. Á Spáni tókum við líka ákvörðun um að kaupa sem allra minnst af öllum hlutum. Þar er hefð fyrir því að fólk skilji heil húsgögn sem það er hætt að nota eftir úti á götu á ákveðnum dögum og við nýttum okkur það. Við reyndum líka að nýta allt sem féll til. Þannig að það má segja að við höfum lengi verið að taka skref í átt að ruslfríum lífsstíl, án þess að pæla mikið í því sem endanlegu markmiði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu