Í þar síðustu viku var tilkynnt aukin heimild um ferðir að gosinu í Holuhrauni. Ferðaþjónustuaðilar fóru könnunarferð á miðvikudag í síðustu viku til að kanna skilyrði fyrir að fara með ferðamenn í sýnisferðir um svæðið. Einn þeirra lýsir yfir mikilli óánægju með þann hátt sem Almannavarnir hafa staðið að málum og segist vonsvikinn með að hafa ekki getað nýtt gosið betur.
„Þetta er ekki neitt neitt,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson um gosið en hann er rekstraraðili ferðaþjónustunnar Mývatn ehf. „Að fara í ferðir þarna er ótrúlegt í sjálfu sér vegna hálendislandslagsins en gosið er mjög lítið. Gígbarmarnir eru orðnir svo stórir að það sést bara bjarmi“. Hann segir það besta sem gæti gerst væri að gosið myndi hætta og að hægt væri að fara ferðir upp að hrauninu. „Þetta er bara spurning um hver varan er sem verið er að selja, það er í raun ekki hægt að selja ferðamönnum …
Athugasemdir