Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Flytjum mun meira inn en út

Halli á vöru­við­skipt­um við út­lönd á tíma­bil­inu nam 89,6 millj­örð­um króna.

Flytjum mun meira inn en út
Ferðamenn Vegna þeirra styrkist krónan. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vöruskiptajöfnuður var jákvæður í kjölfar efnahagshrunsins, þegar einkaneysla og fjárfestingar duttu niður. Nú er hann aftur orðinn neikvæður, sem staðfestir að Ísland er í uppsveiflu. Á fyrstu níu mánuðum ársins var tæplega 90 milljarða halli á vöruskiptum við útlönd en alls voru fluttar út vörur fyrir 405,7 milljarða króna en inn fyrir 495,3 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Innflutningur á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti dróst töluvert saman en á móti jókst innflutningur á fjárfestingavörum og flutningatækjum til muna. Til að mynda jókst innflutningur fólksbíla um 38 prósent, flugvéla um 42 prósent og innflutningur flutningatækja til atvinnurekstrar, annarra en flugvéla og skipa, um 55 prósent.

Í takti við hagsögu Íslands

Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að þetta séu allt dæmigerð einkenni íslenskrar uppsveiflu.

 

„Ísland er afar opið hagkerfi og við flytjum inn nær allar varanlegar neysluvörur og fjárfestingarvörur sem við þurfum. Það þýðir að um leið og innlend eftirspurn og fjárfesting tekur við sér eykst innflutningur. Þannig hafa uppsveiflur yfirleitt alltaf leitt til halla á vöruskiptum en viðskiptaafgangur birtist við niðursveiflu, líkt og eftir hrun þar sem mjög dró bæði úr fjárfestingu og innlendri eftirspurn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár