Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þeg­ar dóms­mála­ráð­herra rök­studdi val sitt á um­sækj­end­um sagð­ist hún telja dóm­nefnd­ina hafa sinnt störf­um sín­um og rann­sókn­ar­skyldu með full­nægj­andi hætti og að eng­ir form­gall­ar væru á með­ferð máls­ins. Fé­lags­mála­ráð­herra Við­reisn­ar gagn­rýn­ir hins veg­ar vinnu­brögð dóm­nefnd­ar og ef­ast um að hún hafi vand­að sig nægi­lega.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, dregur í efa að dómnefnd um umsækjendur í embætti dómara hafi vandað nægilega til verka. Þetta kom fram á fundi sem þingflokkur Viðreisnar hélt í gærkvöld. „Það er bara mjög margt sem má alveg staldra við og spyrja sig út í varðandi rökstuðning dómnefndarinnar sjálfrar. Það má alveg staldra við og spyrja hvort dómnefndin hafi verið að vanda til með sama hætti og maður hefði ætlast til í þessu ferli.“

Ummæli Þorsteins ríma illa við rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir tillögu sinni um val á dómurum, en þar er fullyrt að fullnægjandi rannsókn hafi farið fram á matsþáttum af hálfu dómnefndar. Þegar ráðherra rökstuddi tillögu sína fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í lok maí sagðist hún telja nefndina hafa sinnt störfum sínum og rannsóknarskyldu með fullnægjandi hætti og engir formgallar hefðu verið á meðferð málsins. Þetta kemur fram í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Á fundi Viðreisnar í gærkvöldi sagði Þorsteinn Víglundsson að niðurstaða dómnefndarinnar væri „furðulega þægileg“ og það mætti spyrja sig hvort það væri tilviljun. „Það er augljóst að niðurstaða dómnefndarinnar hefði aldrei farið óbreytt í gegnum þingið, kynjaskiptingin ein og sér nægði til þess,“ sagði hann.

Á fundinum tjáði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sig einnig um störf dómnefndarinnar sem hann taldi ekki hafa verið gagnsæ. „Dómnefndin hefði fyrirfram átt að segja hvernig hún myndi meta umsækjendur. Hún gerði það ekki. Það vissi enginn hvernig hún ætlaði að meta umsækjendur.“ 

Dómnefndin er skipuð fimm mönnum, tveimur tilnefndum frá Hæstarétti Íslands, einum frá dómstólaráði, einum frá Lögmannafélagi Íslands og einn er kosinn af Alþingi. Nefndin starfar samkvæmt lögum um dómstóla og reglugerð settri af dómsmálaráðherra. Í reglugerðinni eru tilgreind þau sjónarmið sem mat dómnefndar skal byggjast á. Þar segir til dæmis að æskilegt sé að umsækjandi hafi fjölbreytta starfsreynslu á sviði lögfræði, s.s. reynslu af dómstörfum, málflutningi eða öðrum lögmannsstörfum, störfum innan stjórnsýslunnar eða fræðistörfum. Mat dómnefndarinnar var í samræmi við þær reglur sem dómsmálaráðherra hafði sett matinu. Þar var litið jafnt til reynslu af dómarastörfum, úr stjórnsýslu og af lögmennsku.

Umsögn dómnefndarinnar var það meginskjal sem lá til grundvallar tillögu ráðherra um dómaraefni þótt ráðherra hafi gert fjórar breytingar og rökstutt þær með vísan til þess að dómarareynsla ætti að fá aukið vægi.

Í minnisblaði ráðherrans var dómnefndin talin hafa „upplýst málið nægilega“ og „fullnægjandi rannsókn“ hefði farið fram á þeim matsþáttum sem voru til grundvallar niðurstöðunni. Sömu sjónarmið komu fram í máli ráðherra þegar hún rökstuddi val sitt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár