Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þeg­ar dóms­mála­ráð­herra rök­studdi val sitt á um­sækj­end­um sagð­ist hún telja dóm­nefnd­ina hafa sinnt störf­um sín­um og rann­sókn­ar­skyldu með full­nægj­andi hætti og að eng­ir form­gall­ar væru á með­ferð máls­ins. Fé­lags­mála­ráð­herra Við­reisn­ar gagn­rýn­ir hins veg­ar vinnu­brögð dóm­nefnd­ar og ef­ast um að hún hafi vand­að sig nægi­lega.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, dregur í efa að dómnefnd um umsækjendur í embætti dómara hafi vandað nægilega til verka. Þetta kom fram á fundi sem þingflokkur Viðreisnar hélt í gærkvöld. „Það er bara mjög margt sem má alveg staldra við og spyrja sig út í varðandi rökstuðning dómnefndarinnar sjálfrar. Það má alveg staldra við og spyrja hvort dómnefndin hafi verið að vanda til með sama hætti og maður hefði ætlast til í þessu ferli.“

Ummæli Þorsteins ríma illa við rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir tillögu sinni um val á dómurum, en þar er fullyrt að fullnægjandi rannsókn hafi farið fram á matsþáttum af hálfu dómnefndar. Þegar ráðherra rökstuddi tillögu sína fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í lok maí sagðist hún telja nefndina hafa sinnt störfum sínum og rannsóknarskyldu með fullnægjandi hætti og engir formgallar hefðu verið á meðferð málsins. Þetta kemur fram í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Á fundi Viðreisnar í gærkvöldi sagði Þorsteinn Víglundsson að niðurstaða dómnefndarinnar væri „furðulega þægileg“ og það mætti spyrja sig hvort það væri tilviljun. „Það er augljóst að niðurstaða dómnefndarinnar hefði aldrei farið óbreytt í gegnum þingið, kynjaskiptingin ein og sér nægði til þess,“ sagði hann.

Á fundinum tjáði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sig einnig um störf dómnefndarinnar sem hann taldi ekki hafa verið gagnsæ. „Dómnefndin hefði fyrirfram átt að segja hvernig hún myndi meta umsækjendur. Hún gerði það ekki. Það vissi enginn hvernig hún ætlaði að meta umsækjendur.“ 

Dómnefndin er skipuð fimm mönnum, tveimur tilnefndum frá Hæstarétti Íslands, einum frá dómstólaráði, einum frá Lögmannafélagi Íslands og einn er kosinn af Alþingi. Nefndin starfar samkvæmt lögum um dómstóla og reglugerð settri af dómsmálaráðherra. Í reglugerðinni eru tilgreind þau sjónarmið sem mat dómnefndar skal byggjast á. Þar segir til dæmis að æskilegt sé að umsækjandi hafi fjölbreytta starfsreynslu á sviði lögfræði, s.s. reynslu af dómstörfum, málflutningi eða öðrum lögmannsstörfum, störfum innan stjórnsýslunnar eða fræðistörfum. Mat dómnefndarinnar var í samræmi við þær reglur sem dómsmálaráðherra hafði sett matinu. Þar var litið jafnt til reynslu af dómarastörfum, úr stjórnsýslu og af lögmennsku.

Umsögn dómnefndarinnar var það meginskjal sem lá til grundvallar tillögu ráðherra um dómaraefni þótt ráðherra hafi gert fjórar breytingar og rökstutt þær með vísan til þess að dómarareynsla ætti að fá aukið vægi.

Í minnisblaði ráðherrans var dómnefndin talin hafa „upplýst málið nægilega“ og „fullnægjandi rannsókn“ hefði farið fram á þeim matsþáttum sem voru til grundvallar niðurstöðunni. Sömu sjónarmið komu fram í máli ráðherra þegar hún rökstuddi val sitt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu