Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þeg­ar dóms­mála­ráð­herra rök­studdi val sitt á um­sækj­end­um sagð­ist hún telja dóm­nefnd­ina hafa sinnt störf­um sín­um og rann­sókn­ar­skyldu með full­nægj­andi hætti og að eng­ir form­gall­ar væru á með­ferð máls­ins. Fé­lags­mála­ráð­herra Við­reisn­ar gagn­rýn­ir hins veg­ar vinnu­brögð dóm­nefnd­ar og ef­ast um að hún hafi vand­að sig nægi­lega.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, dregur í efa að dómnefnd um umsækjendur í embætti dómara hafi vandað nægilega til verka. Þetta kom fram á fundi sem þingflokkur Viðreisnar hélt í gærkvöld. „Það er bara mjög margt sem má alveg staldra við og spyrja sig út í varðandi rökstuðning dómnefndarinnar sjálfrar. Það má alveg staldra við og spyrja hvort dómnefndin hafi verið að vanda til með sama hætti og maður hefði ætlast til í þessu ferli.“

Ummæli Þorsteins ríma illa við rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir tillögu sinni um val á dómurum, en þar er fullyrt að fullnægjandi rannsókn hafi farið fram á matsþáttum af hálfu dómnefndar. Þegar ráðherra rökstuddi tillögu sína fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í lok maí sagðist hún telja nefndina hafa sinnt störfum sínum og rannsóknarskyldu með fullnægjandi hætti og engir formgallar hefðu verið á meðferð málsins. Þetta kemur fram í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Á fundi Viðreisnar í gærkvöldi sagði Þorsteinn Víglundsson að niðurstaða dómnefndarinnar væri „furðulega þægileg“ og það mætti spyrja sig hvort það væri tilviljun. „Það er augljóst að niðurstaða dómnefndarinnar hefði aldrei farið óbreytt í gegnum þingið, kynjaskiptingin ein og sér nægði til þess,“ sagði hann.

Á fundinum tjáði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sig einnig um störf dómnefndarinnar sem hann taldi ekki hafa verið gagnsæ. „Dómnefndin hefði fyrirfram átt að segja hvernig hún myndi meta umsækjendur. Hún gerði það ekki. Það vissi enginn hvernig hún ætlaði að meta umsækjendur.“ 

Dómnefndin er skipuð fimm mönnum, tveimur tilnefndum frá Hæstarétti Íslands, einum frá dómstólaráði, einum frá Lögmannafélagi Íslands og einn er kosinn af Alþingi. Nefndin starfar samkvæmt lögum um dómstóla og reglugerð settri af dómsmálaráðherra. Í reglugerðinni eru tilgreind þau sjónarmið sem mat dómnefndar skal byggjast á. Þar segir til dæmis að æskilegt sé að umsækjandi hafi fjölbreytta starfsreynslu á sviði lögfræði, s.s. reynslu af dómstörfum, málflutningi eða öðrum lögmannsstörfum, störfum innan stjórnsýslunnar eða fræðistörfum. Mat dómnefndarinnar var í samræmi við þær reglur sem dómsmálaráðherra hafði sett matinu. Þar var litið jafnt til reynslu af dómarastörfum, úr stjórnsýslu og af lögmennsku.

Umsögn dómnefndarinnar var það meginskjal sem lá til grundvallar tillögu ráðherra um dómaraefni þótt ráðherra hafi gert fjórar breytingar og rökstutt þær með vísan til þess að dómarareynsla ætti að fá aukið vægi.

Í minnisblaði ráðherrans var dómnefndin talin hafa „upplýst málið nægilega“ og „fullnægjandi rannsókn“ hefði farið fram á þeim matsþáttum sem voru til grundvallar niðurstöðunni. Sömu sjónarmið komu fram í máli ráðherra þegar hún rökstuddi val sitt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár