Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þeg­ar dóms­mála­ráð­herra rök­studdi val sitt á um­sækj­end­um sagð­ist hún telja dóm­nefnd­ina hafa sinnt störf­um sín­um og rann­sókn­ar­skyldu með full­nægj­andi hætti og að eng­ir form­gall­ar væru á með­ferð máls­ins. Fé­lags­mála­ráð­herra Við­reisn­ar gagn­rýn­ir hins veg­ar vinnu­brögð dóm­nefnd­ar og ef­ast um að hún hafi vand­að sig nægi­lega.

Ráðherra efast um að dómnefndin hafi vandað nægilega til verka

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, dregur í efa að dómnefnd um umsækjendur í embætti dómara hafi vandað nægilega til verka. Þetta kom fram á fundi sem þingflokkur Viðreisnar hélt í gærkvöld. „Það er bara mjög margt sem má alveg staldra við og spyrja sig út í varðandi rökstuðning dómnefndarinnar sjálfrar. Það má alveg staldra við og spyrja hvort dómnefndin hafi verið að vanda til með sama hætti og maður hefði ætlast til í þessu ferli.“

Ummæli Þorsteins ríma illa við rökstuðning dómsmálaráðherra fyrir tillögu sinni um val á dómurum, en þar er fullyrt að fullnægjandi rannsókn hafi farið fram á matsþáttum af hálfu dómnefndar. Þegar ráðherra rökstuddi tillögu sína fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í lok maí sagðist hún telja nefndina hafa sinnt störfum sínum og rannsóknarskyldu með fullnægjandi hætti og engir formgallar hefðu verið á meðferð málsins. Þetta kemur fram í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Á fundi Viðreisnar í gærkvöldi sagði Þorsteinn Víglundsson að niðurstaða dómnefndarinnar væri „furðulega þægileg“ og það mætti spyrja sig hvort það væri tilviljun. „Það er augljóst að niðurstaða dómnefndarinnar hefði aldrei farið óbreytt í gegnum þingið, kynjaskiptingin ein og sér nægði til þess,“ sagði hann.

Á fundinum tjáði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sig einnig um störf dómnefndarinnar sem hann taldi ekki hafa verið gagnsæ. „Dómnefndin hefði fyrirfram átt að segja hvernig hún myndi meta umsækjendur. Hún gerði það ekki. Það vissi enginn hvernig hún ætlaði að meta umsækjendur.“ 

Dómnefndin er skipuð fimm mönnum, tveimur tilnefndum frá Hæstarétti Íslands, einum frá dómstólaráði, einum frá Lögmannafélagi Íslands og einn er kosinn af Alþingi. Nefndin starfar samkvæmt lögum um dómstóla og reglugerð settri af dómsmálaráðherra. Í reglugerðinni eru tilgreind þau sjónarmið sem mat dómnefndar skal byggjast á. Þar segir til dæmis að æskilegt sé að umsækjandi hafi fjölbreytta starfsreynslu á sviði lögfræði, s.s. reynslu af dómstörfum, málflutningi eða öðrum lögmannsstörfum, störfum innan stjórnsýslunnar eða fræðistörfum. Mat dómnefndarinnar var í samræmi við þær reglur sem dómsmálaráðherra hafði sett matinu. Þar var litið jafnt til reynslu af dómarastörfum, úr stjórnsýslu og af lögmennsku.

Umsögn dómnefndarinnar var það meginskjal sem lá til grundvallar tillögu ráðherra um dómaraefni þótt ráðherra hafi gert fjórar breytingar og rökstutt þær með vísan til þess að dómarareynsla ætti að fá aukið vægi.

Í minnisblaði ráðherrans var dómnefndin talin hafa „upplýst málið nægilega“ og „fullnægjandi rannsókn“ hefði farið fram á þeim matsþáttum sem voru til grundvallar niðurstöðunni. Sömu sjónarmið komu fram í máli ráðherra þegar hún rökstuddi val sitt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár