Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fannst skrítið að ræða um fátækt og sagði þingmenn sækjast eftir athygli

„Það er þessi trú margra í þess­um sal að þar sem geng­ur vel, eru öfl­ug­ir at­vinnu­veg­ir og kraft­ur og arð­ur, sé ver­ið að taka af hinum og við er­um að gera þau fá­tæk,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í sér­stakri um­ræðu um fá­tækt.

Fannst skrítið að ræða um fátækt og sagði þingmenn sækjast eftir athygli

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, kvaddi sér hljóðs í sérstakri umræðu á Alþingi um fátækt í gær til að velta fyrir sér tímapunkti umræðunnar og ýja að því að þingmenn væru einungis að reyna að koma sjálfum sér á framfæri. Sagði hann sérstakt að verið væri að ræða fátækt þegar Ísland stæði sig vel á öllum sviðum. 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, átti frumkvæði að umræðunni. Í ræðu sinni fjallaði hún meðal annars um sárafátækt, málefna öryrkja og aldraðra auk þess sem hún vék að misskiptingu auðs og tekna og hvernig mikilvægt væri að beita skattkerfinu til að draga úr fátækt og stuðla að jöfnuði. 

„Við eigum nýlegar tölur frá UNICEF á Íslandi um að 9,1% barna á Íslandi líði skort, sérstaklega þegar kemur að húsnæði. 9,1% barna þýðir 6 þús. börn og þar af líða um 1.600 börn það sem kallað er verulegur skortur. Þegar rýnt er í tölurnar sést að stór hluti þessara barna býr við óöruggt húsnæði, hefur ekki efni á því að halda upp á afmæli sitt, stundar ekki tómstundastarf og þannig mætti lengi telja. Fátæktin stelur draumum og vonum þessara barna, eins og 12 ára drengur á höfuðborgarsvæðinu orðaði það,“ sagði Katrín meðal annars. „En fátækt fólk er ekki bara börn. Við höfum fátækt fólk í öllum aldurshópum. Þar nægir að horfa á tölur um lægstu laun, örorkubætur og ellilífeyri og bera þær saman við framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins þar sem sést berlega að af þessum lægstu greiðslum er vandlifað.“

Sagði hún mikilvægt að leita orsakanna. „Þegar ég horfi á samfélagið sem við búum í og kerfið sem við búum við hlýt ég að draga þá ályktun að við búum við kerfi sem ýtir undir misskiptingu. Þar nægir að nefna skattkerfið því að við sjáum það svart á hvítu að skattbyrðinni hefur verið létt af þeim ríkustu á undanförnum árum en um leið hefur hún þyngst á tekjulægri hópa. Nægir þar að nefna auðlegðarskattinn annars vegar og matarskattinn hins vegar.“

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra var jákvæður í garð umræðunnar og tók undir ýmis atriði í ræðu Katrínar, meðal annars gagnrýni hennar á það hvernig félagslegt húsnæði var sett á markað með þeim afleiðingum að hópi fólks var gert ókleift að koma sér þaki yfir höfuðið.

„Það þarf líka að huga að því hvernig við styðjum við tekjulægstu einstaklingana á húsnæðismarkaði bæði í leigu og kaupum,“ sagði Þorsteinn. „Ekki síst við kaup af því að við sjáum einmitt að það er hópurinn sem er á leigumarkaði sem á hvað erfiðast uppdráttar, sérstaklega ef einhver misbrestur kemur upp í tekjum, tímabundið atvinnuleysi, tímabundinn heilsubrestur. Slíkt kemur mun harðar niður á fólki sem býr á leigumarkaði en fólki sem býr í eigin húsnæði.“

Brynjar Níelsson nýtti ræðu sína til að lýsa því yfir að honum þætti sérstakt að verið væri að ræða um fátækt í miðju góðæri. „Það er svolítið sérstakt að vera að ræða núna í þingsal um fátækt þegar kannski allir mælikvarðar benda til þess að við stöndum okkur einna best alls staðar,“ sagði hann. „Ekki það að menn eigi ekki að ræða almennt um þá sem hafa bágust kjörin, auðvitað eigum við alltaf að ræða um það. Þetta er svolítið sérstakur tímapunktur. Þegar maður rifjar upp, fer til baka, þá hef ég upplifað að þessi umræða kemur sirka á tíu ára fresti. Og af hverju kom hún núna allt í einu? Jú, hún verður til í kringum stofnun enn eins sósíalistaflokksins,“ sagði hann og vísaði þar líklega til hins nýstofnaða Sósíalistaflokks Íslands sem Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Fréttatímans átti frumkvæði að.

Þegar Brynjar sagði þetta var kallað fram í fyrir honum og hann sakaður um virðingarleysi við umræðuna um fátækt. Eðlilegast væri að Alþingi ræddi um fátækt á hverjum einasta degi. „Nei, það er ekki, ég er bara að segja: Af hverju er hún núna?“ svaraði Brynjar og bætti við: „Nei, þetta virkar auðvitað bara á mann eins og tækifæri núna til að koma sér á framfæri.“ Þingmaður í salnum kallaði þá á móti: „Hvað ert þú að gera?“

Brynjar sagðist skynja ákveðna trú í þingsalnum á að fátækt stafaði af því að verið væri að taka eitthvað af fólki þegar efnahagslífið stæði í blóma. „Voðalega eruð þið viðkvæm. Það er þessi trú margra í þessum sal að þar sem gengur vel, eru öflugir atvinnuvegir og kraftur og arður, sé verið að taka af hinum og við erum að gera þau fátæk. Þetta er inntakið í umræðunum, maður skynjar það,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að það er alltaf ákveðinn hópur sem við þurfum að hugsa um og gæta að í hvert sinn sem verður einhverra hluta vegna svolítið milli skips og bryggju. Tökum umræðuna um það hvað við getum gert akkúrat við þá í staðinn fyrir að umræðan fari alltaf í þann farveg að hér eru einhverjir vondir sem taka peningana af okkur, hinum fátæku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár