Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Falskur fiskur úr sjó

Þorsk­ur kom á land sem ýsa eða aðr­ar teg­und­ir. Þýf­ið breytt­ist í var­an­lega eign.

Falskur  fiskur úr sjó

Saga kvótakerfisins er mörkuð furðulegum gjörningum sem menn hefðu talið að gætu ekki átt sér stað í réttaríki. Fiski hefur verið landað í skjóli nætur, framhjá vigt. Ótal dæmi eru um að þorski hefur verið landað sem löngu, keilu, lýsu og steinbít. Þannig var komist framhjá kvóta með miklum ávinningi þar sem kvótaverðið var á köflum jafnhátt því verði sem fæst fyrir fiskinn á land kominn. 

Við upphaf kvótakerfisins var aðeins þorskur í kvóta. Þá stunduðu nokkrar útgerðir það að landa þorski sem ýsu eða öðrum tegundum. Þetta gerðist í höfnum sem í gríni voru kallaðar fríhafnir. Þá voru allir með í ráðum. Allt frá sjómönnunum að vigtarmanninum og fiskverkandanum. Sumar hafnir stóðu öðrum framar í þessum efnum. Þar var gríðarlegt magn af þorski sem skipti um nafn með tilheyrandi gróða fyrir þá sem stóðu að svindlinu. Í þeim þorpum sem áttu í hlut var gjarnan litið þannig á að það væri eðlilegt og sjálfsagt að landa undir fölsku flaggi. Litið var á kvótakerfið sem óvinveitt íbúunum. Sá sem svindlaði var einskonar Hrói Höttur að berjast við fógetann í Nottingham. Þannig þögðu allir um brallið. Ævintýralegt magn af fiski fór bakdyramegin inn í fiskvinnslur. Og svindlið náði stundum alla leið til útlanda þegar ferskur fiskur var sendur út í gámum eða frystur fiskur fluttur beint út. Samráðið náði alla leið. 

Kvótinn fylgdi skipstjóranum 

Þegar fisktegundir voru settar í kvóta var reiknað út frá veiðireynslu undanfarinna þriggja ára. Kvóti í þorski var upphaflega reiknaður með þessum hætti þótt aðrar aðferðir væru einnig þekktar svo sem skipstjórakvótinn. Þar var um það að ræða að aflasælir skipstjórar sem höfðu skipt um skip á viðmiðunartímanum fengu sama kvóta og á gamla skipinu. Frægasta dæmið um þetta var þegar Þorsteinn Vilhelmsson hætti á

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár