„Ég er búin að vera að berjast fyrir því að fá hann metinn sem langveikt barn,“ segir Selma Klara Gunnarsdóttir, móðir Brimis Hrafns, sex ára drengs sem er með ofnæmi fyrir allri fæðu og þarf að nærast í gegnum sérstakan hnapp á maganum. Brimir krefst mikillar umönnunar en Selma fær enga aðstoð því veikindi sonar hennar falla ekki undir umönnunarflokk. Hún segir skrítið að hvert og eitt barn sé ekki metið sérstaklega þegar jafn stórar ákvarðanir eru teknar um umönnun þeirra, en ekkert annað barn á Íslandi glímir við sams konar veikindi og Brimir.
Verið veikur frá fæðingu
Brimir Hrafn fæddist í mars 2011 og var kominn með sína fyrstu sýkingu strax við fæðingu; var með sýkingu við neglur og fékk fljótlega lungnabólgu. „Hann var óvær frá fyrsta degi, léttist mjög mikið fyrstu dagana, virtist ekki nærast nógu vel og kastaði mikið upp. Mér var sagt að börn fengju kveisur …
Athugasemdir