Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Faðernismálið sem varð að byltingu

DNA próf hef­ur stað­fest að Sveinn Andri Sveins­son er barns­fað­ir Re­bekku Rós­in­berg. Hún var sautján ára þeg­ar barn­ið fædd­ist og kærði Svein fyr­ir tæl­ingu en mál­ið var fellt nið­ur. Um­ræð­ur um mál­ið leiddu til Beauty tips bylt­ing­ar­inn­ar #þögg­un.

Faðernismálið sem varð að byltingu
Sveinn Andri og færslan Stöðufærsla Guðrúnar Helgu Guðbjartsdóttur á lokaða stelpuhópnum Beauty tips var upphafið af Beauty tips byltingunni svokölluðu. Mynd: Samsett

DNA rannsókn hefur staðfest að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er faðir barns Rebekku Rósinberg. Saga Rebekku vakti gífurlega athygli í fyrra eftir að hún steig fram í DV og sagði að hún hefði kynnst honum aðeins sextán ára gömul. Í kjölfarið hefði hún orðið ólétt og eignast barnið sautján ára gömul. Sveinn Andri neitaði því í samtali við DV á sínum tíma að hann væri faðirinn og sagði það byggt á misskilningi. „Það er einhver misskilningur, það er rangt. Ég ætla ekkert að vera ræða um þetta við þig. En þetta er ekkert rétt. Ég hef ekkert um þetta að segja,“ var haft eftir lögmanninum. Faðernið hefur nú verið staðfest með DNA prófi.

Rebekka vildi ekki tjá sig um málið við Stundina, en þau deila um viðurkenningu á faðerninu og meðlagsgreiðslur. Sveinn Andri vildi ekki heldur tjá sig um málið þegar Stundin óskaði eftir viðbrögðum hans nú.

Málið snýr þó ekki aðeins að deilum á milli þeirra, en Beauty tips byltingin #þöggun á rætur sínar að rekja til málsins. Fyrr á árinu birti vinkona Rebekku, Guðrún  Helga Guðbjartsdóttir, stöðuuppfærslu í lokuðum hópi kvenna á Facebook sem kallast Beauty tips, þar sem hún spurði hvort einhver þar hefði „lent í Sveini Andra“.

Af því tilefni sagði Rebekka í samtali við Stundina að markmið færslunnar hefði verið að safna sönnunargögnum fyrir nýja kæru vegna meintrar tælingar Sveins Andra. Hún kærði hann á sínum tíma fyrir tælingu gegn ólögráða einstaklingi en málið var fellt niður, vegna skorts á sönnunargögnum.

Upphaf Beauty tips byltingar

Fréttir voru sagðar af stöðuuppfærslu Guðrúnar Helgu og í kjölfarið var fjarlægðu stjórnendur síðunnar þessa umdeildu færslu. Meðlimum síðunnar misbauð sú aðgerð og í kjölfarið hrúguðust inn persónulegar frásagnir af kynferðisofbeldi undir myllumerkinu #þöggun.

Edda Ýr Garðarsdóttir myndlistarkennari bjó stuttu síðar til gular og appelsínugular myndir sem urðu táknmynd umræðunnar. Fjölmargir Íslendingar breyttu forsíðumyndum sínum á Facebook til að sýna baráttunni gegn þöggun stuðning í verki.

Málið vakti athygli utan landsteina og var meðal annars fjallað um vitundarvakninguna í bandaríska tímaritinu New Yorker.

Þá hélt Andrés Ingi Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna, ræðu í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í sumar þar sem hann ræddi Beauty tips byltinguna.  

„Umræðan barst okkur körlunum síðan þegar sögur og myndir tóku að birtast á samfélagsmiðlum. Þolendur ofbeldis merktu sig appelsínugulum andlitum. Gul andlit urðu táknmynd allra hinna, sem þekkja þolendur ofbeldis. Appelsínugulu andlitin voru ótrúlega mörg. Svo mörg, að mér leið helst eins og náttúruhamfarir hefðu orðið. Í náttúruhamförum hefðu viðbrögðin ekki staðið á sér. Þá skipuleggja stjórnvöld fjöldahjálparmiðstöðvar, þau bretta upp ermarnar og taka til óspilltra málanna. Þau laga það sem lagað verður. En hver voru viðbrögðin þegar þagnarmúrinn brast? Þau voru lítil. Að minnsta kosti ekki í neinu samræmi við umfang vandans,“ sagði Andrés.

Krafðist 10 milljóna

Líkt og fyrr segir var fyrst greint frá málinu í DV í fyrra þegar Rebekka lýsti samskiptum sínum við Svein Andra, sem hún sagðist hafa kynnst þegar hún var á fyrsta ári í menntaskóla.

Sveinn Andri hótaði að stefna ritstjóra DV og blaðamanni DV vegna umfjöllunarinnar. Þá krafðist hann þess að fá tíu milljónir króna í skaðabætur.  

Á meðal þess sem fram kom í umfjöllun DV var frásögn Rebekku af því hvernig Sveinn Andri brást við þegar hún sagði honum að hún væri barnshafandi. „Hann trúði mér ekki. Ég reyndar sagði honum þetta 1. apríl og hann hélt að þetta væri aprílgabb. Þegar hann áttaði sig á því að þetta væri satt þá sagði hann við mig að ég yrði að fara í fóstureyðingu. Hann sagðist ætla að kaupa handa mér ferð til Danmerkur. Ég ólst þar upp og var búin að segja honum að ég elskaði þann stað meira en allt og langaði að fara aftur. Hann bauðst til þess að borga fyrir mig út ef ég myndi fara og láta eyða fóstrinu. Hann vissi nákvæmlega hvaða takka hann ætti að ýta á,“ var haft Rebekku í DV. Sveinn Andri greiddi engu að síður meðlag með barninu til að byrja með og lýsti sig tilbúinn til þess að finna lausn.

Þá sagðist hún hafa verið svo brotin eftir samskiptin við Svein Andra að hún hefði þurft á sérfræðiaðstoð að halda. Á sínum tíma hafi henni þótt spennandi að hann væri þekktur, á fínum bíl og í flottu einbýlishúsi. Hún hafi hins vegar óþroskuð og hann hefði notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni. Á þeim forsendum hefði hún ákveðið að kæra hann fyrir tælingu.

Í sama viðtali ítrekaði Rebekka að það eina sem hún vildi væri réttlæti. „Ég vil bara fá réttlæti fyrir mig og son minn. Það á enginn að koma svona fram og núna veit ég að þetta var ekki mér að kenna. Ég var bara barn. Ég á ekki að þurfa bera þessa skömm heldur hann.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár