Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Facebook svarar um kosningaáróður: Nafnleysi verndar líf

Nafn­laus­ar áróð­ursaug­lýs­ing­ar á Face­book verða áfram nafn­laus­ar, þar sem Face­book hafn­ar beiðni um að gefa upp­lýs­ing­ar um að­stand­end­ur henn­ar.

Facebook svarar um kosningaáróður: Nafnleysi verndar líf
Áróðursmyndband Í myndbandi Kosninga 2016 er birt mynd af Pírötum og svo hryðjuverkaárásinni í Nice og Anders Behring Breivik fjöldamorðingja. Mynd: Facebook / Kosningar 2016

Fyrirtækið Facebook gefur ekki upp hverjir eru stjórnendur Facebook-síðunnar Kosningar 2016, sem hefur auglýst áróðursmyndbönd gegn stjórnarandstöðuflokkunum á fréttastreymi íslenskra notenda Facebook undanfarnar vikur. 

Stundin sendi fyrirspurn til almannatengslahluta Facebook 5. október og fór fram á það, í nafni gagnsæis í lýðræðislegri umræðu, að fá upplýsingar um hverjir stæðu að baki síðunni og hversu mikla fjármuni þeir hefðu greitt Facebook fyrir að birta auglýsingar hjá Íslendingum.

Stundin fékk svar tveimur vikum síðar frá sænska almannatengslafyrirtækinu Spotlight. Yfirlýsingunni, sem barst frá almannatenglinum Daniel Nord, fylgdu leiðbeiningar um að ef vitnað skyldi í hana skyldi vitnað í „talsmann Facebook“:

„Við leyfum stjórnendum Facebook-síðna að vera nafnlausir vegna þess að við viljum vera viss um að fólk geti líka haft rödd á stöðum þar sem maður hættir lífi sínu með því að tala frjálst,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár