Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Facebook lokar reikningum palestínskra blaðamanna

Alls hafa nú sjö blaða­menn og rit­stjór­ar frá Palestínu til­kynnt að Face­book hafi lok­að reikn­ing­um þeirra.

Facebook lokar reikningum palestínskra blaðamanna
Átökin á Vesturbakkanum eiga sér nú einnig stað í rafheimum

Facebook reikningum blaðamanna og ritstjóra tveggja palestínskra fréttastofna hefur verið lokað í kjölfar samkomulags milli Facebook og Ísraelskra stjórnvalda.

Fjórir ritstjórar Shebab News Agency, fréttastofu á Vesturbakkanum, sem er með 6,3 milljónir fylgjenda á Facebook, og þrír blaðamenn Quds News Network, sem er með 5,1 milljón fylgjendur, sögðu frá því í síðustu viku að persónulegum reikningum þeirra á samfélagsmiðlinum Facebook hefðir verið lokað. Báðar fréttaveiturnar fjalla mest um helstu atburði á landsvæðum Palestínu og Ísraels, en taka þó einnig fyrir önnur mál.

Nisreen al-Khatib, túlkur og blaðamaður hjá Quds, sagði í samtali við Al Jazeera að fréttastofan teldi lokanirnar afleiðingu fundar milli fulltrúa Facebook og ísraelskra stjórnvalda fyrr í mánuðinum þar sem rætt var hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að samfélagsmiðilin væri hægt að nota til þess að hvetja til ofbeldis.  

Mark Zuckerberg
Mark Zuckerberg eigandi Facebook, er fæddur og uppalinn í Gyðingdóm og hefur ítrekað sagst styðja málstað Ísraelsríkis.

Stjórnvöld í Ísrael eru með löggjöf í smíðum sem neyða fyrirtækið til þess að eyða ákveðnum færslum sem þau segja að kyndi undir árásir Palestínufólks á ísraelska borgara.

Ráðherra innanríkismála, Gilad Erdan, sagði að fundurinn hefði verið mjög vel heppnaður. Facebook hefði samþykkt að vinna með stjórnvöldum að því að „fylgjast með og fjarlægja eldfim innlegg,“ en engar frekari skýringar á útfærslum var þó að fá.  

Í það minnsta 150 palestínubúar hafa verið handteknir síðustu mánuði vegna „óláta“ á samfélagsmiðlum, samkvæmt upplýsingamiðluninni PIC [e. Palestine Information Centre]. Þeirra á meðal eru óbreyttir borgarar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á aðgerðir ísraelskra stjórnvalda, en hafa þó ekki hvatt til ofbeldis.

PIC hvetja nú til þess að notendur Facebook sniðgangi miðilinn í mótmælaskyni fyrir að starfa svo náið með Ísraelskum stjórnvöldum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár