Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Facebook lokar reikningum palestínskra blaðamanna

Alls hafa nú sjö blaða­menn og rit­stjór­ar frá Palestínu til­kynnt að Face­book hafi lok­að reikn­ing­um þeirra.

Facebook lokar reikningum palestínskra blaðamanna
Átökin á Vesturbakkanum eiga sér nú einnig stað í rafheimum

Facebook reikningum blaðamanna og ritstjóra tveggja palestínskra fréttastofna hefur verið lokað í kjölfar samkomulags milli Facebook og Ísraelskra stjórnvalda.

Fjórir ritstjórar Shebab News Agency, fréttastofu á Vesturbakkanum, sem er með 6,3 milljónir fylgjenda á Facebook, og þrír blaðamenn Quds News Network, sem er með 5,1 milljón fylgjendur, sögðu frá því í síðustu viku að persónulegum reikningum þeirra á samfélagsmiðlinum Facebook hefðir verið lokað. Báðar fréttaveiturnar fjalla mest um helstu atburði á landsvæðum Palestínu og Ísraels, en taka þó einnig fyrir önnur mál.

Nisreen al-Khatib, túlkur og blaðamaður hjá Quds, sagði í samtali við Al Jazeera að fréttastofan teldi lokanirnar afleiðingu fundar milli fulltrúa Facebook og ísraelskra stjórnvalda fyrr í mánuðinum þar sem rætt var hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að samfélagsmiðilin væri hægt að nota til þess að hvetja til ofbeldis.  

Mark Zuckerberg
Mark Zuckerberg eigandi Facebook, er fæddur og uppalinn í Gyðingdóm og hefur ítrekað sagst styðja málstað Ísraelsríkis.

Stjórnvöld í Ísrael eru með löggjöf í smíðum sem neyða fyrirtækið til þess að eyða ákveðnum færslum sem þau segja að kyndi undir árásir Palestínufólks á ísraelska borgara.

Ráðherra innanríkismála, Gilad Erdan, sagði að fundurinn hefði verið mjög vel heppnaður. Facebook hefði samþykkt að vinna með stjórnvöldum að því að „fylgjast með og fjarlægja eldfim innlegg,“ en engar frekari skýringar á útfærslum var þó að fá.  

Í það minnsta 150 palestínubúar hafa verið handteknir síðustu mánuði vegna „óláta“ á samfélagsmiðlum, samkvæmt upplýsingamiðluninni PIC [e. Palestine Information Centre]. Þeirra á meðal eru óbreyttir borgarar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á aðgerðir ísraelskra stjórnvalda, en hafa þó ekki hvatt til ofbeldis.

PIC hvetja nú til þess að notendur Facebook sniðgangi miðilinn í mótmælaskyni fyrir að starfa svo náið með Ísraelskum stjórnvöldum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár