Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fá að dvelja á Íslandi: „Við erum alveg í skýjunum“

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur lagt til við Út­lend­inga­stofn­un að Saad og Fadila fái dval­ar­leyfi hér á landi. Þau eiga tvö börn Hanif og Jón­ínu sem bæði fædd­ust hér á landi. Barna­vernd­ar­nefnd stöðv­aði brott­vís­un fjöl­skyld­unn­ar í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.

Fá að dvelja á Íslandi: „Við erum alveg í skýjunum“
Fjölskyldan Saad, Fadila, Hanif og Jónína fá að dvelja áfram á Íslandi. Mynd: Haraldur Jónasson/Fréttatíminn

Hjónin Abdelwahab Saad og Fadila, þriggja ára sonur þeirra Hanif og hin árs gamla Jónína, fá að dvelja áfram á Íslandi. Kærunefnd Útlendingamála hefur lagt fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi í ljósi aðstæðna. „Við erum alveg í skýjunum,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við Stundina. Hún segir ákvörðunina fyrst og fremst grundvallast á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu, eða rúm þrjú ár.

Stundin hefur fylgst með máli fjölskyldunnar en fjölskyldufaðirinn, Abdelwahab Saad, flúði frá heimalandi sínu, Togo, vegna pólitískra ofsókna. Hann og eiginkona hans, Fadila, hafa nú dvalið hér á landi í þrjú ár og eiga tvö börn sem bæði fæddust hér á landi. Annars vegar er það hinn þriggja ára Hanif, sem gengið hefur í leikskóla í hverfinu sínu í rúmt ár, og hin rúmlega árs gamla Jónína, en hún er nefnd eftir íslenskri ljósmóður sem reyndist fjölskyldunni vel.

Flytja átti fjölskylduna til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar í nóvember síðastliðnum. Mikil örvænting greip hins vegar um sig á heimili fjölskyldunnar þegar lögreglumenn mættu á svæðið og með velferð barnanna í huga greip barnaverndarnefnd í taumana og stöðvaði brottflutninginn.

Hér má sjá myndband af því þegar reynt var að flytja fjölskylduna úr landi:

Rúmlega fimm þúsund manns skrifuðu undir áskorun

Málið vakti gríðarlega athygli en í kjölfarið skrifuðu rúmlega fimm þúsund manns undir áskorun til innanríkisráðuneytisins um að leyfa fjölskyldunni að dvelja áfram á landinu. Þá sendi innanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem kom meðal annars fram að ráðuneytið hefði þegar hafið skoðun á því hvort þörf væri á að bæta verklag þegar börn ættu í hlut „svo tryggt sé að hagsmunir barna séu ávallt hafðir í fyrirrúmi og að alþjóðlegar skuldbindingar séu uppfylltar.“

„Núna eru vonandi bjartir tímar framundan.“

Þá sendu forsvarsmenn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna einnig frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi. Í henni segir meðal annars að stjórnvöldum á Íslandi beri að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar og sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum beri að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi.

Fjölskyldan hefur búið við mikla óvissu frá því brottflutningi fjölskyldunnar var frestað, en nú er orðið ljóst að hún fær að dvelja hér áfram. „Ég var alveg búin að búa mig undir það versta og svaf lítið um helgina,“ segir Elín. „En núna eru vonandi bjartir tímar framundan. Þetta breytir algjörlega stöðunni fyrir þau og þau geta loksins farið að gera einhverjar áætlanir um framtíðina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár