Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fá að dvelja á Íslandi: „Við erum alveg í skýjunum“

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur lagt til við Út­lend­inga­stofn­un að Saad og Fadila fái dval­ar­leyfi hér á landi. Þau eiga tvö börn Hanif og Jón­ínu sem bæði fædd­ust hér á landi. Barna­vernd­ar­nefnd stöðv­aði brott­vís­un fjöl­skyld­unn­ar í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.

Fá að dvelja á Íslandi: „Við erum alveg í skýjunum“
Fjölskyldan Saad, Fadila, Hanif og Jónína fá að dvelja áfram á Íslandi. Mynd: Haraldur Jónasson/Fréttatíminn

Hjónin Abdelwahab Saad og Fadila, þriggja ára sonur þeirra Hanif og hin árs gamla Jónína, fá að dvelja áfram á Íslandi. Kærunefnd Útlendingamála hefur lagt fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi í ljósi aðstæðna. „Við erum alveg í skýjunum,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við Stundina. Hún segir ákvörðunina fyrst og fremst grundvallast á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu, eða rúm þrjú ár.

Stundin hefur fylgst með máli fjölskyldunnar en fjölskyldufaðirinn, Abdelwahab Saad, flúði frá heimalandi sínu, Togo, vegna pólitískra ofsókna. Hann og eiginkona hans, Fadila, hafa nú dvalið hér á landi í þrjú ár og eiga tvö börn sem bæði fæddust hér á landi. Annars vegar er það hinn þriggja ára Hanif, sem gengið hefur í leikskóla í hverfinu sínu í rúmt ár, og hin rúmlega árs gamla Jónína, en hún er nefnd eftir íslenskri ljósmóður sem reyndist fjölskyldunni vel.

Flytja átti fjölskylduna til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar í nóvember síðastliðnum. Mikil örvænting greip hins vegar um sig á heimili fjölskyldunnar þegar lögreglumenn mættu á svæðið og með velferð barnanna í huga greip barnaverndarnefnd í taumana og stöðvaði brottflutninginn.

Hér má sjá myndband af því þegar reynt var að flytja fjölskylduna úr landi:

Rúmlega fimm þúsund manns skrifuðu undir áskorun

Málið vakti gríðarlega athygli en í kjölfarið skrifuðu rúmlega fimm þúsund manns undir áskorun til innanríkisráðuneytisins um að leyfa fjölskyldunni að dvelja áfram á landinu. Þá sendi innanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem kom meðal annars fram að ráðuneytið hefði þegar hafið skoðun á því hvort þörf væri á að bæta verklag þegar börn ættu í hlut „svo tryggt sé að hagsmunir barna séu ávallt hafðir í fyrirrúmi og að alþjóðlegar skuldbindingar séu uppfylltar.“

„Núna eru vonandi bjartir tímar framundan.“

Þá sendu forsvarsmenn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna einnig frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi. Í henni segir meðal annars að stjórnvöldum á Íslandi beri að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar og sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum beri að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi.

Fjölskyldan hefur búið við mikla óvissu frá því brottflutningi fjölskyldunnar var frestað, en nú er orðið ljóst að hún fær að dvelja hér áfram. „Ég var alveg búin að búa mig undir það versta og svaf lítið um helgina,“ segir Elín. „En núna eru vonandi bjartir tímar framundan. Þetta breytir algjörlega stöðunni fyrir þau og þau geta loksins farið að gera einhverjar áætlanir um framtíðina.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár