„Þrátt fyrir ofangreinda hættu get ég ekki annað en gert athugasemdir við það að Ríkisútvarpið skuli á árinu 2016 hafa stigið það skref að leita samráðs við utanaðkomandi og erlenda aðila um að steypa ríkisstjórn Íslands af stóli,” skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, í aðsendri blaðagrein í dag.
Sigmundur Davíð ítrekar enn það mat sitt að Ríkisútvarpið hafi brotið gegn sér og eiginkonu sinni í umfjöllun um Panamaskjölin en forsætisrðáðherrann sagði af sér í skugga þeirrar reiðibylgju sem reis vegna málsins. Í framhaldinu var hann felldur sem formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð skrifar sjö dálka grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann rekur samskipti sín og eiginkonu sinnar við RÚV
Athugasemdir