Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Aumingjaskapur að mæta ekki út af veðri, segir kennari

Kenn­ari í Garða­skóla furð­ar sig á því hversu fá­ir nem­end­ur eru mætt­ir í skól­ann. Veð­ur­stof­an hvet­ur fólk til að halda sig heima.

Aumingjaskapur að mæta ekki út af veðri, segir kennari
Vetrarveður Sitt sýnist hverjum um alvarleika óveðursins í dag. Mynd: Stundin

Ragnheiður Stephensen, stærðfræðikennari við Garðaskóla í Garðabæ, segist agndofa yfir lélegri mætingu nemenda við skólann. Þetta skrifaði hún á Facebook-hóp fyrir íbúa Garðarbæjar í morgun. Veðurstofan sendi út stormviðvörun í gær og hvatti borgarbúa eindregið til að halda sig heima í dag ef þeir gætu. „Er aumingjauppeldi orðið normið! Það var ekkert af veðri í morgun og veðrið á að vera búið seinnipartinn en samt vantar 75% af nemendum 10. bekkjar í Garðaskóla. Hvað eru foreldrar að spá. Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Er þetta skilaboðin sem á að senda starfskörftum framtíðarinnar. Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst veðrið er svona vont! Lögreglan var að hindra það að farið væri út á illa búnum bílum þegar götur lokast en í bæjarfélagi sem hægt er að ganga flest að þá á ég bara ekki orð!“ skrifar Ragnheiður. 

Borgarbúar hvattir til að vera heima

Veðurstofa varaði í gær við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt að yrði að komast leiðar sinnar og að búast mætti við að bílar yrðu fastir um alla borg. Þessi spá gekk eftir og eru til að mynda um þrjátíu bílar nú fastir á Suðurlandsvegi við Vesturlandsveg, að því er fram kemur í frétt RÚV. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur hvatti fólk til að halda sig heima ef það gæti. Þessi viðvörun var ítrekuð í morgun. 

Enn er spáð er dimmri hríð undir hádegi og stormi á höfuðborgarsvæðinu, en ætla má að lægi um klukkan tvö. Síðdegis, milli kl 15 og 18, snýst vindur í hægari vestanátt með éljagangi, fyrst á Reykjanesi. Versnandi veðri er spáð austanlands síðla dag, með austan hvassviðri eða stormi og mikilli ofankomu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár