Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aumingjaskapur að mæta ekki út af veðri, segir kennari

Kenn­ari í Garða­skóla furð­ar sig á því hversu fá­ir nem­end­ur eru mætt­ir í skól­ann. Veð­ur­stof­an hvet­ur fólk til að halda sig heima.

Aumingjaskapur að mæta ekki út af veðri, segir kennari
Vetrarveður Sitt sýnist hverjum um alvarleika óveðursins í dag. Mynd: Stundin

Ragnheiður Stephensen, stærðfræðikennari við Garðaskóla í Garðabæ, segist agndofa yfir lélegri mætingu nemenda við skólann. Þetta skrifaði hún á Facebook-hóp fyrir íbúa Garðarbæjar í morgun. Veðurstofan sendi út stormviðvörun í gær og hvatti borgarbúa eindregið til að halda sig heima í dag ef þeir gætu. „Er aumingjauppeldi orðið normið! Það var ekkert af veðri í morgun og veðrið á að vera búið seinnipartinn en samt vantar 75% af nemendum 10. bekkjar í Garðaskóla. Hvað eru foreldrar að spá. Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Er þetta skilaboðin sem á að senda starfskörftum framtíðarinnar. Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst veðrið er svona vont! Lögreglan var að hindra það að farið væri út á illa búnum bílum þegar götur lokast en í bæjarfélagi sem hægt er að ganga flest að þá á ég bara ekki orð!“ skrifar Ragnheiður. 

Borgarbúar hvattir til að vera heima

Veðurstofa varaði í gær við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt að yrði að komast leiðar sinnar og að búast mætti við að bílar yrðu fastir um alla borg. Þessi spá gekk eftir og eru til að mynda um þrjátíu bílar nú fastir á Suðurlandsvegi við Vesturlandsveg, að því er fram kemur í frétt RÚV. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur hvatti fólk til að halda sig heima ef það gæti. Þessi viðvörun var ítrekuð í morgun. 

Enn er spáð er dimmri hríð undir hádegi og stormi á höfuðborgarsvæðinu, en ætla má að lægi um klukkan tvö. Síðdegis, milli kl 15 og 18, snýst vindur í hægari vestanátt með éljagangi, fyrst á Reykjanesi. Versnandi veðri er spáð austanlands síðla dag, með austan hvassviðri eða stormi og mikilli ofankomu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
4
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár