Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Engin ástæða fyrir þig eða aðra að gera það meira tortryggilegt“

Óli Björn Kára­son, formað­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, tel­ur eðli­legt að hann fjalli um mál­efni Ari­on banka á Al­þingi þótt eig­in­kona hans sé fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar hjá bank­an­um.

„Engin ástæða fyrir þig eða aðra að gera það meira tortryggilegt“

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur að störf eiginkonu sinnar sem framkvæmdastjóra eignastýringar Arion banka geri hann ekki vanhæfan til að fjalla um málefni bankans á vettvangi þingsins. Þá segir hann mikilvægt að „byggja upp traust og trúnað í íslensku fjármálakerfi“. 

Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Vikulokunum á Rás 1 um helgina, en Stundin greindi frá hagsmunatengslum þingmannsins á föstudag. Ekki náðist í Óla Björn þegar Stundin fjallaði um málið, en samkvæmt siðareglum þingmanna ber þeim að „forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar“.

Óli Björn hefur ítrekað tjáð sig um málefni Arion banka og lýst þeirri skoðun sinni að kaup vogunarsjóða á þriðjungshlut í bankanum séu af hinu góða. Þá hefur hann varið það að bankinn sé kominn í ógegnsætt eignarhald í gegnum skattaskjól og bent á að það sé „í sjálfu sér ekki ólöglegt að tengjast Cayman-eyjum“. 

Óli Björn var spurður um málið í Vikulokunum á laugardag. „Hún er framkvæmdastjóri eignastýringar Arionbanka, já, og hefur verið það í nokkur ár. Það hefur öllum verið ljóst eða mátt vera ljóst. Það er ekkert leyndarmál í því,“ sagði hann.

„Það gerir mig ekkert vanhæfan að fjalla um málefni íslensks fjármálamarkaðar eða það sem hefur gerst í Arion banka. Eiginkona mín er ekki hluthafi með neinum slíkum hætti og það eru auðvitað mýmörg dæmi eins og þú þekkir sjálfur, Helgi, að þingmenn hafa verið að fjalla um mál sem eru kannski tengd þeim. Ég meina, læknar hafa sest inn á Alþingi tímabundið og fjallað um mál sem tengjast þeim með beinum hætti. Menn hafa verið ráðherrar í málaflokkum þar sem að makar þeirra eru starfandi undir.“

Eins og fram kom í frétt Stundarinnar átti Óli Björn í samskiptum við Höskuld H. Ólafsson, bankastjóra Arion banka, og bauð honum á fund efnahags- og viðskiptanefndar vegna sölunnar á hlut í bankanum. Eiginkona Óla Björns, Margrét Sveinsdóttir, er undirmaður Höskuldar og einn af æðstu stjórnendum Arion banka. 

Aðspurður hvort hann hefði leitað sér álits á því hvort aðkoma hans að umfjöllun um málefni Arion banka væri eðlileg sagðist Óli Björn hafa ráðfært sig við vini sína sem setið hafa á þingi. „Ég leitaði álits félaga minna sem eru löglærðir og hafa langa þingreynslu. Það liggur alveg fyrir og ég hygg að þú getir nú leitað bara til skrifstofu Alþingis og fengið sömu niðurstöðu. Þannig að það er engin ástæða fyrir þig eða aðra að gera það meira tortryggilegt en það er,“ svaraði Óli. 

„Ég leitaði álits félaga minna sem eru
löglærðir og hafa langa þingreynslu“

Í siðareglum Alþingismanna, sem samþykktar voru í formi þingsályktunar í fyrra, er sérstaklega kveðið á um að þingmenn skuli forðast hagsmunaárekstra. „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá,“ segir í 8. gr. siðareglanna. Þá segir í 9. gr. að þeir eigi að vekja athygli á tengslum sínum. „Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár