„Það er óhætt að segja að þetta hafi komið okkur á óvart. Hingað til hefur áherslan verið á að gera betur og bæta veðurþjónustu hjá fyrirtækinu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, veðurfréttakona á Stöð 2, í samtali við Stundina. Henni var, ásamt veðurfréttakonunum Soffíu Sveinsdóttur og Ingibjörgu Karlsdóttur, sagt upp störfum hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 fyrir helgi. Veðurfréttakonurnar samþykktu að vera á skjánum út mars en breytingarnar munu taka gildi í byrjun apríl.
Elísabet bendir á að rík hefð sé fyrir því að segja veðurfréttir í beinni útsendingu í fréttatímum og því hafi ákvörðunin komið henni á mjög óvart. Eins og fram kom í frétt Kjarnans í gær eru uppsagnirnar liður í fyrirhuguðum breytingum á fréttatíma Stöðvar 2 þar sem meðal annars stendur til að hætta með veðurfréttir í beinni útsendingu. Elísabet segir starfsfólk hafa vitað að í vændum væru breytingar á fréttatímanum, en hana hafi ekki grunað að leggja ætti niður þennan …
Athugasemdir