Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar fengu enga styrki frá einkafyrirtækjum á síðasta ári

Rekst­ur Pírata geng­ur vel ef lit­ið er á árs­reikn­ing stjórn­mála­flokks­ins. Hann skuld­ar ekki nema rúm­ar tvö hundruð þús­und krón­ur og á tæp­ar 22 millj­ón­ir króna í eig­ið fé.

Píratar fengu enga styrki frá einkafyrirtækjum á síðasta ári
Birgitta Jónsdóttir Þingmaður og einn umboðsmaður Pírata. Mynd: Kristinn Magnússon

Píratar fengu enga styrki frá einkafyrirtækjum á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Pírata. Þá fengu Píratar aðeins framlag frá Reykjavíkurborg þar sem þeir eiga fulltrúa í borgarstjórn. Framlagið var upp á rúma eina og hálfa milljón.

Framlög einstaklinga undir tvö hundruð þúsund krónum námu samtals 1,3 milljónum króna á síðasta ári. Heildarframlög til flokksins, þar með talin ríkisframlög, voru tæpar tuttugu og tvær milljónir króna árið 2015. Píratar mælast næst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum með í kringum 20 prósenta fylgi en til samanburðar þá fékk stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, samtals rúmar 160 milljónir króna í heildarframlög á síðasta ári, þar af 20 milljónir króna frá um 80 einkafyrirtækjum. Munurinn á framlögum til Sjálfstæðisflokks og Pírata var því 138 milljónir króna á síðasta ári. 

Hér má sjá listann yfir styrkveitendur Sjálfstæðisflokksins.

Rekstur flokksins gengur vel og hafa Píratar skilað tæpum 22 milljónum króna í hagnað síðastliðin tvö ár sem er uppistaðan í eigin fé flokksins. Samkvæmt ársreikningi á flokkurinn enga varanlega rekstrarfjármuni eins og til dæmis fasteignir eða bifreiðar.

Hér er hægt að sjá útdrátt Ríkisendurskoðunar á ársreikningi Pírata.

Framlög frá sveitarfélögum

  • Reykjavíkurborg     1.517.000

Samtals:                     1.517.000

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár