Píratar fengu enga styrki frá einkafyrirtækjum á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Pírata. Þá fengu Píratar aðeins framlag frá Reykjavíkurborg þar sem þeir eiga fulltrúa í borgarstjórn. Framlagið var upp á rúma eina og hálfa milljón.
Framlög einstaklinga undir tvö hundruð þúsund krónum námu samtals 1,3 milljónum króna á síðasta ári. Heildarframlög til flokksins, þar með talin ríkisframlög, voru tæpar tuttugu og tvær milljónir króna árið 2015. Píratar mælast næst stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum með í kringum 20 prósenta fylgi en til samanburðar þá fékk stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, samtals rúmar 160 milljónir króna í heildarframlög á síðasta ári, þar af 20 milljónir króna frá um 80 einkafyrirtækjum. Munurinn á framlögum til Sjálfstæðisflokks og Pírata var því 138 milljónir króna á síðasta ári.
Hér má sjá listann yfir styrkveitendur Sjálfstæðisflokksins.
Rekstur flokksins gengur vel og hafa Píratar skilað tæpum 22 milljónum króna í hagnað síðastliðin tvö ár sem er uppistaðan í eigin fé flokksins. Samkvæmt ársreikningi á flokkurinn enga varanlega rekstrarfjármuni eins og til dæmis fasteignir eða bifreiðar.
Hér er hægt að sjá útdrátt Ríkisendurskoðunar á ársreikningi Pírata.
Framlög frá sveitarfélögum
- Reykjavíkurborg 1.517.000
Samtals: 1.517.000
Athugasemdir