Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ekkert athugavert við að spúla mótmælendur

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að mót­mæl­andi hafi veist að þing­verði og við­brögð hans hafi ver­ið rétt. Hann seg­ir það rétt við­brögð að spúla mót­mæl­end­ur.

Ekkert athugavert við að spúla mótmælendur

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir í samtali við Stundina ekkert athugavert við framgöngu þingvarðar í gær. Myndband, sem Stundin birti í gær, sýnir hvernig þingvörður snýr niður Sigurð Haraldsson sem var við mótmæli við Alþingishús í gær. „Þetta verður ekkert skoðað frekar, þetta er skýrt. Það liggur fyrir að í öryggismyndavélum er alveg ljóst hvað gerðist og hvernig atvik urðu. Þetta er ósköp sorglegt atvik og mönnum þykir þetta ósköp leiðinlegt, en það er ráðist að þingverðinum. Það er ekkert óljóst og sést í myndavélum. Það þarf ekkert sérstaka rannsókn á því frekar,“ segir Helgi.

Stefnir á að kæra

Sigurður, sá sem var snúinn niður, segir í samtali við Stundina í dag að hann hyggist ræða við lögregluna og kanna sína stöðu. Hann útilokar ekki að hann muni kæra atvikið formlega. Sömuleiðis ætlar hann að kanna grundvöll fyrir skaðabótamáli. Hann segist hafa farið til læknis í gær. Hann segist hafa haft verk við hjartastað en utan marbletta sjáist ekki mikið á líkama hans.

„Þingvörðurinn er að hreinsa upp og er með slöngu í annarri hendinni og þá er ráðist á hann.“

Segir ráðist á þingvörðinn

Helgi segir það algjörlega ljóst af myndbandsupptökum að Sigurður hafi veist að þingverði. Hann telur sömuleiðis  að viðbrögð þingvarðar hafa ekki verið of hörð. „Það er spurning hvað á að gera þegar þú ert með slöngu í höndunum og það er ráðist á þig. Hvað er hægt að gera? Þessi myndbönd sem eru í dreifingu eru ekki í rauninni „authentic“. Ég meina, við erum með mjög skýra mynd af þessu. Þetta er ósköp venjulegt þannig. Þingvörðurinn er að hreinsa upp og er með slöngu í annarri hendinni og þá er ráðist á hann. Það er ósköp einfalt mál. Það er veist að honum getum við sagt,“ segir Helgi. Hann segir þessa árás lýsa sér þannig að Sigurður hafi þrifið í þingvörðinn.

Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri Helgi Bernódusson segir ekkert athugavert við framgöngu þingvarðar í gær.

Útkrotuð gangstétt óþolandi

Spurður um hvort það séu eðlileg vinnubrögð að spúla mótmælendur sem séu að krota á stéttina við Alþingishúsið segir Helgi ekkert athugavert við það. „Þetta er ólögmætt atvik, ég meina, þetta er ekki heimilt samkvæmt lögreglusamþykkt. Það er óþolandi að útkrota gangstéttina fyrir framan þinghúsið. Það sjá það allir. Við látum það ekki óátalið. Ég hef engar athugasemdir við það og það var skylda þingvarðar að fara strax út og hreinsa þetta,“ segir Helgi.

Uppfært 17.04.15

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, hafði samband við Stundina og vildi koma því á framfæri að það væri ekki stefna Alþingis að spúla mótmælendur. Hann segir að þingvörður hafi ekki spúlað mótmælendur heldur stéttina. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár