Ekkert athugavert við að spúla mótmælendur

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að mót­mæl­andi hafi veist að þing­verði og við­brögð hans hafi ver­ið rétt. Hann seg­ir það rétt við­brögð að spúla mót­mæl­end­ur.

Ekkert athugavert við að spúla mótmælendur

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir í samtali við Stundina ekkert athugavert við framgöngu þingvarðar í gær. Myndband, sem Stundin birti í gær, sýnir hvernig þingvörður snýr niður Sigurð Haraldsson sem var við mótmæli við Alþingishús í gær. „Þetta verður ekkert skoðað frekar, þetta er skýrt. Það liggur fyrir að í öryggismyndavélum er alveg ljóst hvað gerðist og hvernig atvik urðu. Þetta er ósköp sorglegt atvik og mönnum þykir þetta ósköp leiðinlegt, en það er ráðist að þingverðinum. Það er ekkert óljóst og sést í myndavélum. Það þarf ekkert sérstaka rannsókn á því frekar,“ segir Helgi.

Stefnir á að kæra

Sigurður, sá sem var snúinn niður, segir í samtali við Stundina í dag að hann hyggist ræða við lögregluna og kanna sína stöðu. Hann útilokar ekki að hann muni kæra atvikið formlega. Sömuleiðis ætlar hann að kanna grundvöll fyrir skaðabótamáli. Hann segist hafa farið til læknis í gær. Hann segist hafa haft verk við hjartastað en utan marbletta sjáist ekki mikið á líkama hans.

„Þingvörðurinn er að hreinsa upp og er með slöngu í annarri hendinni og þá er ráðist á hann.“

Segir ráðist á þingvörðinn

Helgi segir það algjörlega ljóst af myndbandsupptökum að Sigurður hafi veist að þingverði. Hann telur sömuleiðis  að viðbrögð þingvarðar hafa ekki verið of hörð. „Það er spurning hvað á að gera þegar þú ert með slöngu í höndunum og það er ráðist á þig. Hvað er hægt að gera? Þessi myndbönd sem eru í dreifingu eru ekki í rauninni „authentic“. Ég meina, við erum með mjög skýra mynd af þessu. Þetta er ósköp venjulegt þannig. Þingvörðurinn er að hreinsa upp og er með slöngu í annarri hendinni og þá er ráðist á hann. Það er ósköp einfalt mál. Það er veist að honum getum við sagt,“ segir Helgi. Hann segir þessa árás lýsa sér þannig að Sigurður hafi þrifið í þingvörðinn.

Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri Helgi Bernódusson segir ekkert athugavert við framgöngu þingvarðar í gær.

Útkrotuð gangstétt óþolandi

Spurður um hvort það séu eðlileg vinnubrögð að spúla mótmælendur sem séu að krota á stéttina við Alþingishúsið segir Helgi ekkert athugavert við það. „Þetta er ólögmætt atvik, ég meina, þetta er ekki heimilt samkvæmt lögreglusamþykkt. Það er óþolandi að útkrota gangstéttina fyrir framan þinghúsið. Það sjá það allir. Við látum það ekki óátalið. Ég hef engar athugasemdir við það og það var skylda þingvarðar að fara strax út og hreinsa þetta,“ segir Helgi.

Uppfært 17.04.15

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, hafði samband við Stundina og vildi koma því á framfæri að það væri ekki stefna Alþingis að spúla mótmælendur. Hann segir að þingvörður hafi ekki spúlað mótmælendur heldur stéttina. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár