Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ekkert athugavert við að spúla mótmælendur

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að mót­mæl­andi hafi veist að þing­verði og við­brögð hans hafi ver­ið rétt. Hann seg­ir það rétt við­brögð að spúla mót­mæl­end­ur.

Ekkert athugavert við að spúla mótmælendur

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir í samtali við Stundina ekkert athugavert við framgöngu þingvarðar í gær. Myndband, sem Stundin birti í gær, sýnir hvernig þingvörður snýr niður Sigurð Haraldsson sem var við mótmæli við Alþingishús í gær. „Þetta verður ekkert skoðað frekar, þetta er skýrt. Það liggur fyrir að í öryggismyndavélum er alveg ljóst hvað gerðist og hvernig atvik urðu. Þetta er ósköp sorglegt atvik og mönnum þykir þetta ósköp leiðinlegt, en það er ráðist að þingverðinum. Það er ekkert óljóst og sést í myndavélum. Það þarf ekkert sérstaka rannsókn á því frekar,“ segir Helgi.

Stefnir á að kæra

Sigurður, sá sem var snúinn niður, segir í samtali við Stundina í dag að hann hyggist ræða við lögregluna og kanna sína stöðu. Hann útilokar ekki að hann muni kæra atvikið formlega. Sömuleiðis ætlar hann að kanna grundvöll fyrir skaðabótamáli. Hann segist hafa farið til læknis í gær. Hann segist hafa haft verk við hjartastað en utan marbletta sjáist ekki mikið á líkama hans.

„Þingvörðurinn er að hreinsa upp og er með slöngu í annarri hendinni og þá er ráðist á hann.“

Segir ráðist á þingvörðinn

Helgi segir það algjörlega ljóst af myndbandsupptökum að Sigurður hafi veist að þingverði. Hann telur sömuleiðis  að viðbrögð þingvarðar hafa ekki verið of hörð. „Það er spurning hvað á að gera þegar þú ert með slöngu í höndunum og það er ráðist á þig. Hvað er hægt að gera? Þessi myndbönd sem eru í dreifingu eru ekki í rauninni „authentic“. Ég meina, við erum með mjög skýra mynd af þessu. Þetta er ósköp venjulegt þannig. Þingvörðurinn er að hreinsa upp og er með slöngu í annarri hendinni og þá er ráðist á hann. Það er ósköp einfalt mál. Það er veist að honum getum við sagt,“ segir Helgi. Hann segir þessa árás lýsa sér þannig að Sigurður hafi þrifið í þingvörðinn.

Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri Helgi Bernódusson segir ekkert athugavert við framgöngu þingvarðar í gær.

Útkrotuð gangstétt óþolandi

Spurður um hvort það séu eðlileg vinnubrögð að spúla mótmælendur sem séu að krota á stéttina við Alþingishúsið segir Helgi ekkert athugavert við það. „Þetta er ólögmætt atvik, ég meina, þetta er ekki heimilt samkvæmt lögreglusamþykkt. Það er óþolandi að útkrota gangstéttina fyrir framan þinghúsið. Það sjá það allir. Við látum það ekki óátalið. Ég hef engar athugasemdir við það og það var skylda þingvarðar að fara strax út og hreinsa þetta,“ segir Helgi.

Uppfært 17.04.15

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, hafði samband við Stundina og vildi koma því á framfæri að það væri ekki stefna Alþingis að spúla mótmælendur. Hann segir að þingvörður hafi ekki spúlað mótmælendur heldur stéttina. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár