Fjölmargir einkaaðilar standa nú í viðræðum við Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, um kaup á fjölbýlishúsum á gamla varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er um að ræða mörg hundruð íbúðir, flest einstaklingsíbúðir en þó eitthvað af fjölskylduíbúðum líka, sem nota á undir erlenda starfsmenn íslenskra fyrirtækja sem væntanlegir eru til landsins á næstu mánuðum. Fyrirtækin sem um ræðir eru meðal annars Icelandair Ground Services (IGS), dótturfélag Icelandair, og Airport Associates, fyrirtæki sem sinnir sömu verkefnum og IGS en fyrir önnur flugfélög. Þá herma heimildir Stundarinnar einnig að nýstofnað fasteignafélag í eigu tveggja viðskiptamanna í Reykjanesbæ hafi tryggt sér fjölbýlishús á svæðinu sem mun verða ætlað til útleigu á almennum markaði.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Kaupa fjölbýlishús undir erlenda starfsmenn
Mest lesið
1
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
Nokkur af þekktustu nöfnunum í íslensku tónlistarsenunni gefa nú út svokölluð textaverk, prentuð myndverk með textabrotum úr lögum sínum. Helgi Björnsson segir að margir hafi komið að máli við sig um að framleiða svona verk eftir að svipuð verk frá Bubba Morthens fóru að seljast í bílförmum. Rapparinn Emmsjé Gauti segir textaverkin þægilegri söluvöru til aðdáenda en einhverjar hettupeysur sem fylli hálfa íbúðina.
2
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
„Maður veltir fyrir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengslum við einn né neinn,“ segir lögreglukona sem fór í útkall á aðventunni til einstæðings sem hafði dáið einn og legið lengi látinn. Á árunum 2018 til 2020 fundust yfir 400 manns látin á heimilum sínum eftir að hafa legið þar í að minnsta kosti einn mánuð. Þar af höfðu yfir eitt hundrað verið látnir í meira en þrjá mánuði og ellefu lágu látnir heima hjá sér í eitt ár eða lengur.
3
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
Dorrit Moussaieff er með mörg járn í eldinum. Hún ferðast víða um heim vegna starfs síns og eiginmannsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, þekkir fólk frá öllum heimshornum og hefur ákveðna sýn á viðskiptalífinu og heimsmálunum. Hún er heimskona sem hefur í áratugi verið áberandi í viðskiptalífinu í Englandi. Þessi heimskona og fyrrverandi forsetafrú Íslands er elskuleg og elskar klónaða hundinn sinn, Samson, af öllu hjarta.
4
Auður Jónsdóttir
Of margar bækur fá enga athygli
Vistkerfi bókaútgáfu hefur breyst og segja má að það sé flóknara að vera rithöfundur en áður.
5
Ný ríkisstjórnin ósamstíga varðandi inngöngu inn í ESB
Grundvallarágreiningur er innan ríkisstjórnarinnar um inngöngu inn í ESB. Allir formennirnir eru þó sammála um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
6
Illskan: harmur heimsins
Páll Baldvin fagnar því að fá í hendur skáldsöguna Himintungl yfir heimsins ystu brún eftir Jón Kalman Stefánsson og óskar höfundi til hamingu með verkið um leið og hann þakkar fyrir það.
Mest lesið í vikunni
1
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið hefur undanfarna mánuði keypt húsgögn úr hönnunarverslun, sem þar til nýlega hét Norr11, að andvirði rúmlega tíu milljóna króna. Um er að ræða samsettan sófa, kaffiborð, borðstofuborð og fleiri húsgögn að andvirði 10,2 milljóna króna. Þar af er 1,3 milljóna króna sófi inni á skrifstofu ráðherra.
2
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
Bergþóra Pálsdóttir, Bebba, hefur unun af því að fá gesti til sín í hjólhýsið og finnst þetta svolítið eins og að búa í einbýlishúsi. Barnabörnin koma líka í heimsókn en þau geta ekki farið út að leika sér í hjólhýsabyggðinni í Sævarhöfðanum: „Þau skilja ekki af hverju við vorum rekin úr Laugardalnum og sett á þennan ógeðslega stað.“
3
Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið
DNA-rannsóknir á jurta- og dýraleifum hafa þegar breytt myndinni af uppruna byggðar í Færeyjum. Þær virðast hafa byggst fyrst langt á undan Íslandi. En nú hefur rannsókn á uppruna Færeyinga líka breytt mynd okkar af uppruna færeysku þjóðarinnar og skyldleikanum við Íslendinga
4
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
Baldvin Oddsson, ungur íslenskur athafnamaður, rataði nýverið í fréttir í Bandaríkjunum fyrir að reka 99 starfsmenn úr sprotafyrirtæki sem hann stofnaði og rekur. Framkvæmdastjórinn mun hafa verið ósáttur við slaka mætingu á morgunfund, þar sem aðeins ellefu af 110 starfsmönnum melduðu sig, og tilkynnti þeim sem voru fjarverandi að þau væru rekin.
5
Fjármálaóreiða FH fellur á hafnfirska útsvarsgreiðendur
Hátt í sjö hundruð milljón króna reikningur FH verður líklega sendur til skattgreiðenda eftir að FH fór flatt á byggingu Knatthússins Skessunnar. Formaður félagsins fær 73 milljónir í sinn hlut fyrir uppbyggingu hússins, sem sligar nú félagið. Svört skýrsla Deloitte dregur fram fjármálaóreiðu.
6
Situr í gamla stólnum hans pabba
Elsu Björgu Magnúsdóttur rann blóðið til skyldunnar þegar faðir hennar lést fyrir 18 árum og flutti heim til Íslands. „Ég þurfti á Íslandi og fjölskyldunni að halda og þau mér.“
Mest lesið í mánuðinum
1
Við erum ekkert „trailer trash“
Lilja Karen varð ólétt eftir glasafrjóvgun þegar hún bjó á tjaldsvæðinu í Laugardalnum og á dögunum fagnaði dóttir hennar árs afmæli. Afmælisveislan var haldin í hjólhýsi litlu fjölskyldunnar á Sævarhöfða, þar sem þær mæðgur búa ásamt hinni mömmunni, Friðmeyju Helgu. „Okkar tilfinning er að það hafi verið leitað að ljótasta staðnum fyrir okkur,“ segir Friðmey, og á þar við svæðið sem Reykjavíkurborg fann fyrir hjólhýsabyggðina.
2
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið hefur undanfarna mánuði keypt húsgögn úr hönnunarverslun, sem þar til nýlega hét Norr11, að andvirði rúmlega tíu milljóna króna. Um er að ræða samsettan sófa, kaffiborð, borðstofuborð og fleiri húsgögn að andvirði 10,2 milljóna króna. Þar af er 1,3 milljóna króna sófi inni á skrifstofu ráðherra.
3
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
Til stendur að hin sýrlenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dögunum ein af tíu sem tilnefnd voru til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur í ár. Tilnefninguna fékk hún fyrir sjálfboðaliðastörf sem hún hefur unnið með börnum. Hér á hún foreldra og systkini en einungis á að vísa Rimu og systur hennar úr landi.
4
Gylfi Magnússon
Verstu mistök Íslandssögunnar
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, skrifar um verstu mistök Íslandssögunnar í nýjasta tölublaði Vísbendingar. „Íslendingar hafa auðvitað gert alls konar mistök sem þjóð og þurft að súpa seyðið af því.“ En hver eru þau verstu?
5
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
Hafernir falla blóðugir og vængjalausir til jarðar í vindorkuverum Noregs sem mörg hver voru reist í og við búsvæði þeirra og helstu flugleiðir. Hættan var þekkt áður en verin risu og nú súpa Norðmenn seyðið af því. Sagan gæti endurtekið sig á Íslandi því mörg þeirra fjörutíu vindorkuvera sem áformað er að reisa hér yrðu á slóðum hafarna. Þessara stórvöxnu ránfugla sem ómæld vinna hefur farið í að vernda í heila öld.
6
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
Þegar Karen Ösp Friðriksdóttir lá sárkvalin á kvennadeild Landspítala árið 2019 var hún sökuð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá verið verkjuð síðan hún var níu ára. Geðlæknir leiddi að því líkum að verkir hennar tengdust gervióléttu. Tveimur árum síðar fékk hún loks staðfestingu á því að hún væri með líkamlegan sjúkdóm. Hún vonar að heilbrigðiskerfið og samfélagið læri af hennar sögu.
Athugasemdir