Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vilhjálmur: Samningur Eflingar er „copy paste“

Í frétta­til­kynn­ingu er gef­ið í skyn að Vil­hjálm­ur Birg­is­son hafi ekki gef­ið rétta mynd af at­burða­rás­inni bak við hækk­un bónusa starfs­fólks HB Granda. Vil­hjálm­ur seg­ir þetta bull og VA hafi klár­að mál­ið fyr­ir Efl­ingu.

Vilhjálmur: Samningur Eflingar er „copy paste“

Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu Eflingar fyrr í dag er skotið á Verkalýðsfélag Akraness og gefið sterklega í skyn að Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, hafi eignað sér sigur Eflingar í máli um bónusgreiðslur til starfsmanna HB Granda. Í samtali við Stundina gefur Vilhjálmur lítið fyrir þessi skot Eflingar og segir að Verkalýðsfélag Akraness hafi klárað málið. Ekki náðist í Sigurð Bessason við vinnslu fréttar. Hvað sem þessum deilum líður þá hafa bónusar starfsfólks HB Granda verið hækkaðir úr 9 í 18 prósent launahækkun.

Formaður Eflingar fundaði á föstudaginn

Í frétt sem birtist á heimasíðu Eflingar fyrr í dag er þó sterklega gefið í skyn að bónusgreiðslur séu Eflingu að þakka en ekki Verkalýðsfélagi Akraness. Gagnrýnin hefst strax í fyrirsögn: „Efling og HB Grandi: Atburðarásin að baki hækkunum bónusa“. Í fréttinni er farið yfir atburðarás sem sögð er hafa hafist með kröfu Eflingar en ekki Verkalýðsfélagi Akraness. 

„Föstudaginn 17. apríl sl. hitti formaður Eflingar, ásamt trúnaðarmönnum Eflingar hjá HB Granda að máli forsvarsmenn Granda í Reykjavík. Á fundinum var rædd sú staða í fyrirtækinu sem upp var komin vegna hárra arðgreiðslna til eigenda og mikillar hækkunar stjórnarlauna Granda. Þetta mál hefði haft mikil og neikvæð áhrif á stöðu samningaviðræðna um nýja kjarasamninga. Efling lagði mikla áherslu á skjót viðbrögð í málinu. Forstjóri HB Granda tók vel í málaleitan Eflingar og samsinnti að fyrirtækið hefði svigrúm til launahækkana og myndi bregðast við þessu erindi strax dagana eftir eins og fram hefur nú komið,“ segir í fréttinni.

Verkalýðsfélag Akraness kláraði málið

Vilhjálmur gefur lítið fyrir þessar skýringar hjá Eflingu og segir að Verkalýðsfélag Akraness hafi unnið málið, ekki Efling. „Efling er í raun og veru að segja að þeir hafi átt fund með Granda á föstudaginn þar sem viðrað var að það þyrfti að gera eitthvað. Ég á fundi út og suður þar sem það er talað um að það þurfi að hækka laun, en það þarf síðan að gera hlutina. Það sem gerist í þessu samhengi er að forstjóri fyrirtækisins hefur samband við mig og trúnaðarmenn. Við fundum á mánudegi og hann spyr hvaða laun ég sjái til lausnar á því að lagfæra laun þessa fólks. Ég sagði við hann: „Heyrðu ég skal bara senda þér tillögu, drög að nýjum bónussamning“. Ég sendi honum samninginn, þannig að Verkalýðsfélag Akraness vann þennan bónussamning frá a til ö. Það er ekki nóg að tala, það þarf að vinna líka,“ segir Vilhjálmur. 

„Copy paste“

Vilhjálmur segir að það sé ekkert mál að segja hluti á fundum, það sé ekki það sama og afgreiða þá. „Það er ekkert mál að segja að það þurfi að hækka laun hér og þar. Þessi samningur var undirritaður af forstjóra og mér klukkan hálf tíu í morgun og síðan var hann undiritaður í Reykjavík klukkan eitt í dag. Ég vænti þess að þetta sé bara „copy paste“ af samingnum sem ég kastaði hér upp í minni tölvu og er til,“ segir Vilhjálmur.

VA sagt hafa komið seinna

Í frétt Eflingar er enn fremur farið yfir hvernig forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hafi lagt áherslu á skjótar aðgerðir hjá HB Granda gagnvart starfsfólkinu. „Skjótvirkasta leiðin að mati Eflingar væri að hækka bónusa umtalsvert og voru lagðar fram upplýsingar á fundinum um málið. Þá var mikil áhersla lögð á að fyrirtækið yrði að bregðast hratt við þar sem bæði væri ólga meðal starfsmanna auk þess sem ráðstafanir HB Granda yrðu áfram í umræðunni að öllu óbreyttu. Efling lagði mikla áherslu á að fyrirtækið hefði samband við önnur stéttarfélög HB Granda í fiskvinnslu þannig að breytingarnar næðu til allra starfsmanna HB Granda,“ segir í fréttinni. Með öðrum orðum er ýjað að því að Verkalýðsfélag Akraness hafi komið inn í málið á eftir Eflingu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár