Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Donald Trump verður valdamesti maður heims

Stað­fest að Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Hann heit­ir því í sig­ur­ræðu að sam­eina Banda­ríkja­menn. Banda­ríkja­menn kusu for­seta sem lof­aði að lækka skatta, auka út­gjöld og reisa múr við landa­mæri Mexí­kó á kostn­að ná­granna­rík­is­ins.

Donald Trump verður valdamesti maður heims
Donald Trump Heldur sigurræðuna. Mynd: Youtube

Donald Trump fagnar sigri eftir sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hillary Clinton hefur rætt við Trump símleiðis og játað sig sigraða. Hann heldur nú sigurræðu sína. „Þetta hefur verið ótrúlegt og ég elska landið mitt,“ sagði Trump í sigurræðunni rétt í þessu. Viðstaddir sungu af fögnuði: „USA! USA! USA!“

„Við ætlum að endurbyggja innviðina,“ sagði Trump einnig í ræðunni. „Við munum veita milljónum vinnu á meðan við endurbyggjum þá.“

Trump sagði að Bandaríkin yrðu mikil á ný. „Ameríka mun ekki fá annað en það besta.“ Hann sagðist ætla að leita sátta og halda frið við aðrar þjóðir.

Hann beindi orðum sínum til þeirra sem studdu hann ekki. „Varðandi ykkur sem hafið valið að styðja mig ekki í fortíðinni, sem eru nokkrir, mun ég leita leiðsagnar hjá okkur svo við getum unnið saman að því að sameina okkar mikla land.“

Þá sagði hann að Hillary Clinton hefði unnið gott starf fyrir land sitt. „Hillary hefur lagt mikið á sig yfir langt tímabil og við skuldum henni þakklæti fyrir þjónustu hennar í þágu landsins. Nú er tíminn fyrir Ameríku til að binda sár sundrungarinnar.“

Trump hafði í kosningabaráttunni lagt áherslu á að reisa múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó greiða kostnaðinn. Þá hefur hann lýst því yfir að leggja ofurtolla á kínverskan innflutning, banna múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, lækka skatta verulega og auka kostnað.

Sigurræða Donalds Trump birtist hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár