Donald Trump fagnar sigri eftir sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hillary Clinton hefur rætt við Trump símleiðis og játað sig sigraða. Hann heldur nú sigurræðu sína. „Þetta hefur verið ótrúlegt og ég elska landið mitt,“ sagði Trump í sigurræðunni rétt í þessu. Viðstaddir sungu af fögnuði: „USA! USA! USA!“
„Við ætlum að endurbyggja innviðina,“ sagði Trump einnig í ræðunni. „Við munum veita milljónum vinnu á meðan við endurbyggjum þá.“
Trump sagði að Bandaríkin yrðu mikil á ný. „Ameríka mun ekki fá annað en það besta.“ Hann sagðist ætla að leita sátta og halda frið við aðrar þjóðir.
Hann beindi orðum sínum til þeirra sem studdu hann ekki. „Varðandi ykkur sem hafið valið að styðja mig ekki í fortíðinni, sem eru nokkrir, mun ég leita leiðsagnar hjá okkur svo við getum unnið saman að því að sameina okkar mikla land.“
Þá sagði hann að Hillary Clinton hefði unnið gott starf fyrir land sitt. „Hillary hefur lagt mikið á sig yfir langt tímabil og við skuldum henni þakklæti fyrir þjónustu hennar í þágu landsins. Nú er tíminn fyrir Ameríku til að binda sár sundrungarinnar.“
Trump hafði í kosningabaráttunni lagt áherslu á að reisa múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó greiða kostnaðinn. Þá hefur hann lýst því yfir að leggja ofurtolla á kínverskan innflutning, banna múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, lækka skatta verulega og auka kostnað.
Sigurræða Donalds Trump birtist hér að neðan.
Athugasemdir