Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Donald Trump verður valdamesti maður heims

Stað­fest að Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Hann heit­ir því í sig­ur­ræðu að sam­eina Banda­ríkja­menn. Banda­ríkja­menn kusu for­seta sem lof­aði að lækka skatta, auka út­gjöld og reisa múr við landa­mæri Mexí­kó á kostn­að ná­granna­rík­is­ins.

Donald Trump verður valdamesti maður heims
Donald Trump Heldur sigurræðuna. Mynd: Youtube

Donald Trump fagnar sigri eftir sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hillary Clinton hefur rætt við Trump símleiðis og játað sig sigraða. Hann heldur nú sigurræðu sína. „Þetta hefur verið ótrúlegt og ég elska landið mitt,“ sagði Trump í sigurræðunni rétt í þessu. Viðstaddir sungu af fögnuði: „USA! USA! USA!“

„Við ætlum að endurbyggja innviðina,“ sagði Trump einnig í ræðunni. „Við munum veita milljónum vinnu á meðan við endurbyggjum þá.“

Trump sagði að Bandaríkin yrðu mikil á ný. „Ameríka mun ekki fá annað en það besta.“ Hann sagðist ætla að leita sátta og halda frið við aðrar þjóðir.

Hann beindi orðum sínum til þeirra sem studdu hann ekki. „Varðandi ykkur sem hafið valið að styðja mig ekki í fortíðinni, sem eru nokkrir, mun ég leita leiðsagnar hjá okkur svo við getum unnið saman að því að sameina okkar mikla land.“

Þá sagði hann að Hillary Clinton hefði unnið gott starf fyrir land sitt. „Hillary hefur lagt mikið á sig yfir langt tímabil og við skuldum henni þakklæti fyrir þjónustu hennar í þágu landsins. Nú er tíminn fyrir Ameríku til að binda sár sundrungarinnar.“

Trump hafði í kosningabaráttunni lagt áherslu á að reisa múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó greiða kostnaðinn. Þá hefur hann lýst því yfir að leggja ofurtolla á kínverskan innflutning, banna múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, lækka skatta verulega og auka kostnað.

Sigurræða Donalds Trump birtist hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár