Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Donald Trump verður valdamesti maður heims

Stað­fest að Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Hann heit­ir því í sig­ur­ræðu að sam­eina Banda­ríkja­menn. Banda­ríkja­menn kusu for­seta sem lof­aði að lækka skatta, auka út­gjöld og reisa múr við landa­mæri Mexí­kó á kostn­að ná­granna­rík­is­ins.

Donald Trump verður valdamesti maður heims
Donald Trump Heldur sigurræðuna. Mynd: Youtube

Donald Trump fagnar sigri eftir sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hillary Clinton hefur rætt við Trump símleiðis og játað sig sigraða. Hann heldur nú sigurræðu sína. „Þetta hefur verið ótrúlegt og ég elska landið mitt,“ sagði Trump í sigurræðunni rétt í þessu. Viðstaddir sungu af fögnuði: „USA! USA! USA!“

„Við ætlum að endurbyggja innviðina,“ sagði Trump einnig í ræðunni. „Við munum veita milljónum vinnu á meðan við endurbyggjum þá.“

Trump sagði að Bandaríkin yrðu mikil á ný. „Ameríka mun ekki fá annað en það besta.“ Hann sagðist ætla að leita sátta og halda frið við aðrar þjóðir.

Hann beindi orðum sínum til þeirra sem studdu hann ekki. „Varðandi ykkur sem hafið valið að styðja mig ekki í fortíðinni, sem eru nokkrir, mun ég leita leiðsagnar hjá okkur svo við getum unnið saman að því að sameina okkar mikla land.“

Þá sagði hann að Hillary Clinton hefði unnið gott starf fyrir land sitt. „Hillary hefur lagt mikið á sig yfir langt tímabil og við skuldum henni þakklæti fyrir þjónustu hennar í þágu landsins. Nú er tíminn fyrir Ameríku til að binda sár sundrungarinnar.“

Trump hafði í kosningabaráttunni lagt áherslu á að reisa múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó greiða kostnaðinn. Þá hefur hann lýst því yfir að leggja ofurtolla á kínverskan innflutning, banna múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, lækka skatta verulega og auka kostnað.

Sigurræða Donalds Trump birtist hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár