Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Chelsea Manning fær frelsi

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hef­ur ákveð­ið að stytta dóm upp­ljóstr­ar­ans Chel­sea Mann­ing.

Chelsea Manning fær frelsi
Chelsea Manning Hefur verið í fangelsi, og oft einangrun, frá því að upp komst að hún hefði lekið gögnum sem sýndu hvernig almennir borgarar féllu vegna árása Bandaríkjanna. Mynd: United States Army

Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning verður frelsuð úr fangelsi í maí eftir ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta, nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti.

Þetta kom fram hjá New York Times rétt í þessu.

Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum um brot bandaríska hersins gegn almennum borgurum til uppljóstrarasíðunnar Wikileaks árið 2010. Um var að ræða harðasta dóm fyrir leka trúnaðargagna í sögu Bandaríkjanna. Hún hefur afplánað sjö ár af dómnum og hefur verið innilokuð í einangrun. Rannsóknarmiðillinn. Manning hefur undirgengist pyndingar í fangelsisvist sinni. Meðal annars var hún dæmd til 14 daga einangrunarvistar síðasta haust vegna hegðunar sinnar í tengslum við sjálfsvígstilraun hennar. Hún reyndi að svipta sig lífi í annað skiptið í október í fyrra. 

Hér á síðu Wikileaks má sjá hluta af þeim uppljóstrunum sem Chelsea Manning kom á framfæri. Myndband sem sýnir árás sem kostaði meðal annars tvo fréttamenn lífið var sýnt í fréttum Sjónvarpsins 5. apríl 2010, en Kristinn Hrafnsson, sem þá var fréttamaður RÚV, ferðaðist til Bagdad til að undirbúa birtinguna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár