Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Chelsea Manning fær frelsi

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hef­ur ákveð­ið að stytta dóm upp­ljóstr­ar­ans Chel­sea Mann­ing.

Chelsea Manning fær frelsi
Chelsea Manning Hefur verið í fangelsi, og oft einangrun, frá því að upp komst að hún hefði lekið gögnum sem sýndu hvernig almennir borgarar féllu vegna árása Bandaríkjanna. Mynd: United States Army

Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning verður frelsuð úr fangelsi í maí eftir ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta, nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti.

Þetta kom fram hjá New York Times rétt í þessu.

Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum um brot bandaríska hersins gegn almennum borgurum til uppljóstrarasíðunnar Wikileaks árið 2010. Um var að ræða harðasta dóm fyrir leka trúnaðargagna í sögu Bandaríkjanna. Hún hefur afplánað sjö ár af dómnum og hefur verið innilokuð í einangrun. Rannsóknarmiðillinn. Manning hefur undirgengist pyndingar í fangelsisvist sinni. Meðal annars var hún dæmd til 14 daga einangrunarvistar síðasta haust vegna hegðunar sinnar í tengslum við sjálfsvígstilraun hennar. Hún reyndi að svipta sig lífi í annað skiptið í október í fyrra. 

Hér á síðu Wikileaks má sjá hluta af þeim uppljóstrunum sem Chelsea Manning kom á framfæri. Myndband sem sýnir árás sem kostaði meðal annars tvo fréttamenn lífið var sýnt í fréttum Sjónvarpsins 5. apríl 2010, en Kristinn Hrafnsson, sem þá var fréttamaður RÚV, ferðaðist til Bagdad til að undirbúa birtinguna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár