Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning verður frelsuð úr fangelsi í maí eftir ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta, nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti.
Þetta kom fram hjá New York Times rétt í þessu.
Manning var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka gögnum um brot bandaríska hersins gegn almennum borgurum til uppljóstrarasíðunnar Wikileaks árið 2010. Um var að ræða harðasta dóm fyrir leka trúnaðargagna í sögu Bandaríkjanna. Hún hefur afplánað sjö ár af dómnum og hefur verið innilokuð í einangrun. Rannsóknarmiðillinn. Manning hefur undirgengist pyndingar í fangelsisvist sinni. Meðal annars var hún dæmd til 14 daga einangrunarvistar síðasta haust vegna hegðunar sinnar í tengslum við sjálfsvígstilraun hennar. Hún reyndi að svipta sig lífi í annað skiptið í október í fyrra.
Hér á síðu Wikileaks má sjá hluta af þeim uppljóstrunum sem Chelsea Manning kom á framfæri. Myndband sem sýnir árás sem kostaði meðal annars tvo fréttamenn lífið var sýnt í fréttum Sjónvarpsins 5. apríl 2010, en Kristinn Hrafnsson, sem þá var fréttamaður RÚV, ferðaðist til Bagdad til að undirbúa birtinguna.
Athugasemdir