Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn

„12 drauma­áfanga­stað­ir sem í raun­inni vilja ekki fá þig“ er yf­ir­skrift­in á sam­an­tekt hins virta við­skipta­tíma­rits Bus­iness Insi­der. Ís­land er þar á lista.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn
Jökulsárlón Business Insider segir niðurstöðu Ferðamálastofu Íslands gefa til kynna að Íslendingar vilji ekki fleiri ferðamenn. Mynd: Shutterstock

Hið virta viðskiptatímarit Business Insider tók saman lista yfir vinsælustu draumaáfangastaðina í heiminum og birti í byrjun apríl en yfirskrift samantektarinnar er kannski ekki sú sem við mætti búast.

Yfirskriftin er einfaldlega: „12 draumaáfangastaðir sem í rauninni vilja ekki fá þig“ og er þar vísað í úttekt Ferðamálastofu Íslands sem sagði það viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands þar til innviðir landsins, þá sérstaklega vegakerfið, myndi ráða betur við fjölgunina.

 „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr þar.“ 

Á listanum eru meðal annars áfangastaðir eins og Cinque Terre á Ítalíu, gríska eyjan Santorini og hinir heimsfrægu Mogao hellar í Kína.

Allir þessir staðir hafa tekið upp á því að hefta eða setja fjöldatakmarkanir á heimsóknir ferðamanna. Á listann kemst Ísland en þar er, eins og áður segir, er vísað í umrædda úttekt Ferðamálastofu Íslands.

Fjölgun ferðamanna rakin til lággjaldaflugfélaga

Í samantekt Business Insider segir um Ísland: „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr í landinu. Fjöldi ferðamanna hefur tvöfaldast og jafnvel þrefaldast á undanförnum árum þökk sé lággjaldaflugfélaga á borð við WOW og Norwegian Air Shuttle. Aðaláhyggjur landsmanna snúa að því hvar allir þessir ferðamenn eiga að geta gist auk þess sem úttekt á vegum Ferðamálastofu Íslands komst að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna þar til innviðir, aðallega vegir landsins, væru betur í stakk búnir til þess að taka á móti þeim öllum.“

Business Insider
Business Insider Sá hluti viðskiptatímaritsins sem fjallar um ferðalög birti þessa úttekt í apríl

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár