Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn

„12 drauma­áfanga­stað­ir sem í raun­inni vilja ekki fá þig“ er yf­ir­skrift­in á sam­an­tekt hins virta við­skipta­tíma­rits Bus­iness Insi­der. Ís­land er þar á lista.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn
Jökulsárlón Business Insider segir niðurstöðu Ferðamálastofu Íslands gefa til kynna að Íslendingar vilji ekki fleiri ferðamenn. Mynd: Shutterstock

Hið virta viðskiptatímarit Business Insider tók saman lista yfir vinsælustu draumaáfangastaðina í heiminum og birti í byrjun apríl en yfirskrift samantektarinnar er kannski ekki sú sem við mætti búast.

Yfirskriftin er einfaldlega: „12 draumaáfangastaðir sem í rauninni vilja ekki fá þig“ og er þar vísað í úttekt Ferðamálastofu Íslands sem sagði það viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands þar til innviðir landsins, þá sérstaklega vegakerfið, myndi ráða betur við fjölgunina.

 „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr þar.“ 

Á listanum eru meðal annars áfangastaðir eins og Cinque Terre á Ítalíu, gríska eyjan Santorini og hinir heimsfrægu Mogao hellar í Kína.

Allir þessir staðir hafa tekið upp á því að hefta eða setja fjöldatakmarkanir á heimsóknir ferðamanna. Á listann kemst Ísland en þar er, eins og áður segir, er vísað í umrædda úttekt Ferðamálastofu Íslands.

Fjölgun ferðamanna rakin til lággjaldaflugfélaga

Í samantekt Business Insider segir um Ísland: „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr í landinu. Fjöldi ferðamanna hefur tvöfaldast og jafnvel þrefaldast á undanförnum árum þökk sé lággjaldaflugfélaga á borð við WOW og Norwegian Air Shuttle. Aðaláhyggjur landsmanna snúa að því hvar allir þessir ferðamenn eiga að geta gist auk þess sem úttekt á vegum Ferðamálastofu Íslands komst að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna þar til innviðir, aðallega vegir landsins, væru betur í stakk búnir til þess að taka á móti þeim öllum.“

Business Insider
Business Insider Sá hluti viðskiptatímaritsins sem fjallar um ferðalög birti þessa úttekt í apríl

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár