Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn

„12 drauma­áfanga­stað­ir sem í raun­inni vilja ekki fá þig“ er yf­ir­skrift­in á sam­an­tekt hins virta við­skipta­tíma­rits Bus­iness Insi­der. Ís­land er þar á lista.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn
Jökulsárlón Business Insider segir niðurstöðu Ferðamálastofu Íslands gefa til kynna að Íslendingar vilji ekki fleiri ferðamenn. Mynd: Shutterstock

Hið virta viðskiptatímarit Business Insider tók saman lista yfir vinsælustu draumaáfangastaðina í heiminum og birti í byrjun apríl en yfirskrift samantektarinnar er kannski ekki sú sem við mætti búast.

Yfirskriftin er einfaldlega: „12 draumaáfangastaðir sem í rauninni vilja ekki fá þig“ og er þar vísað í úttekt Ferðamálastofu Íslands sem sagði það viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands þar til innviðir landsins, þá sérstaklega vegakerfið, myndi ráða betur við fjölgunina.

 „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr þar.“ 

Á listanum eru meðal annars áfangastaðir eins og Cinque Terre á Ítalíu, gríska eyjan Santorini og hinir heimsfrægu Mogao hellar í Kína.

Allir þessir staðir hafa tekið upp á því að hefta eða setja fjöldatakmarkanir á heimsóknir ferðamanna. Á listann kemst Ísland en þar er, eins og áður segir, er vísað í umrædda úttekt Ferðamálastofu Íslands.

Fjölgun ferðamanna rakin til lággjaldaflugfélaga

Í samantekt Business Insider segir um Ísland: „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr í landinu. Fjöldi ferðamanna hefur tvöfaldast og jafnvel þrefaldast á undanförnum árum þökk sé lággjaldaflugfélaga á borð við WOW og Norwegian Air Shuttle. Aðaláhyggjur landsmanna snúa að því hvar allir þessir ferðamenn eiga að geta gist auk þess sem úttekt á vegum Ferðamálastofu Íslands komst að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna þar til innviðir, aðallega vegir landsins, væru betur í stakk búnir til þess að taka á móti þeim öllum.“

Business Insider
Business Insider Sá hluti viðskiptatímaritsins sem fjallar um ferðalög birti þessa úttekt í apríl

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár