Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn

„12 drauma­áfanga­stað­ir sem í raun­inni vilja ekki fá þig“ er yf­ir­skrift­in á sam­an­tekt hins virta við­skipta­tíma­rits Bus­iness Insi­der. Ís­land er þar á lista.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn
Jökulsárlón Business Insider segir niðurstöðu Ferðamálastofu Íslands gefa til kynna að Íslendingar vilji ekki fleiri ferðamenn. Mynd: Shutterstock

Hið virta viðskiptatímarit Business Insider tók saman lista yfir vinsælustu draumaáfangastaðina í heiminum og birti í byrjun apríl en yfirskrift samantektarinnar er kannski ekki sú sem við mætti búast.

Yfirskriftin er einfaldlega: „12 draumaáfangastaðir sem í rauninni vilja ekki fá þig“ og er þar vísað í úttekt Ferðamálastofu Íslands sem sagði það viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands þar til innviðir landsins, þá sérstaklega vegakerfið, myndi ráða betur við fjölgunina.

 „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr þar.“ 

Á listanum eru meðal annars áfangastaðir eins og Cinque Terre á Ítalíu, gríska eyjan Santorini og hinir heimsfrægu Mogao hellar í Kína.

Allir þessir staðir hafa tekið upp á því að hefta eða setja fjöldatakmarkanir á heimsóknir ferðamanna. Á listann kemst Ísland en þar er, eins og áður segir, er vísað í umrædda úttekt Ferðamálastofu Íslands.

Fjölgun ferðamanna rakin til lággjaldaflugfélaga

Í samantekt Business Insider segir um Ísland: „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr í landinu. Fjöldi ferðamanna hefur tvöfaldast og jafnvel þrefaldast á undanförnum árum þökk sé lággjaldaflugfélaga á borð við WOW og Norwegian Air Shuttle. Aðaláhyggjur landsmanna snúa að því hvar allir þessir ferðamenn eiga að geta gist auk þess sem úttekt á vegum Ferðamálastofu Íslands komst að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna þar til innviðir, aðallega vegir landsins, væru betur í stakk búnir til þess að taka á móti þeim öllum.“

Business Insider
Business Insider Sá hluti viðskiptatímaritsins sem fjallar um ferðalög birti þessa úttekt í apríl

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár