Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn

„12 drauma­áfanga­stað­ir sem í raun­inni vilja ekki fá þig“ er yf­ir­skrift­in á sam­an­tekt hins virta við­skipta­tíma­rits Bus­iness Insi­der. Ís­land er þar á lista.

Business Insider setur Ísland á lista yfir lönd sem vilja ekki fleiri ferðamenn
Jökulsárlón Business Insider segir niðurstöðu Ferðamálastofu Íslands gefa til kynna að Íslendingar vilji ekki fleiri ferðamenn. Mynd: Shutterstock

Hið virta viðskiptatímarit Business Insider tók saman lista yfir vinsælustu draumaáfangastaðina í heiminum og birti í byrjun apríl en yfirskrift samantektarinnar er kannski ekki sú sem við mætti búast.

Yfirskriftin er einfaldlega: „12 draumaáfangastaðir sem í rauninni vilja ekki fá þig“ og er þar vísað í úttekt Ferðamálastofu Íslands sem sagði það viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands þar til innviðir landsins, þá sérstaklega vegakerfið, myndi ráða betur við fjölgunina.

 „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr þar.“ 

Á listanum eru meðal annars áfangastaðir eins og Cinque Terre á Ítalíu, gríska eyjan Santorini og hinir heimsfrægu Mogao hellar í Kína.

Allir þessir staðir hafa tekið upp á því að hefta eða setja fjöldatakmarkanir á heimsóknir ferðamanna. Á listann kemst Ísland en þar er, eins og áður segir, er vísað í umrædda úttekt Ferðamálastofu Íslands.

Fjölgun ferðamanna rakin til lággjaldaflugfélaga

Í samantekt Business Insider segir um Ísland: „Líkt og margir draumaáfangastaðir þá er árlegur fjöldi ferðamanna gríðarlegur ef hann er borinn saman við þann fjölda sem býr í landinu. Fjöldi ferðamanna hefur tvöfaldast og jafnvel þrefaldast á undanförnum árum þökk sé lággjaldaflugfélaga á borð við WOW og Norwegian Air Shuttle. Aðaláhyggjur landsmanna snúa að því hvar allir þessir ferðamenn eiga að geta gist auk þess sem úttekt á vegum Ferðamálastofu Íslands komst að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegt að takmarka fjölda ferðamanna þar til innviðir, aðallega vegir landsins, væru betur í stakk búnir til þess að taka á móti þeim öllum.“

Business Insider
Business Insider Sá hluti viðskiptatímaritsins sem fjallar um ferðalög birti þessa úttekt í apríl

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár