Flugfélagið Icelandair hefur áætlunarflug til Portland í Bandaríkjunum í dag og býður að því tilefni nokkrum fjölmiðlamönnum með í ferðina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru til dæmis blaða- og fréttamenn frá 365 miðlum, Pressunni, Morgunblaðinu og Frjálsri verslun með um borð. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, vill ekki gefa upp hversu mörgum íslenskum fjölmiðlamönnum var boðið í ferðina en segir þá aðeins lítinn hluta af þeim sem var boðið. Engir íslenskir ráðamenn séu hins vegar með í för.
Bindur vonir við umfjöllun
Stundin fjallaði um boðsferð WOW air til Washington í síðustu viku en flestir stærri fjölmiðlar landsins áttu fulltrúa í þeirri ferð. Auk fjölmiðlamanna var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, með í ferðinni en í siðareglum ráðherra kemur skýrt fram að ráðherrar eigi ekki að þiggja boðsferðir.
Þess má geta að Rannsóknarskýrsla Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna varaði við boðsferðum sem þessum því hættan væri á að óþarflega mikið vináttusamband myndi myndast við umfjöllunarefnið. Stundin sendi í kjölfarið fyrirspurn á nokkra fjölmiðla og spurði þá út í þau viðmið sem ráði för þegar ákveðið sé hvort þiggja skuli boðsferðir einkafyrirtækja. Flestir svöruði á þá leið að boðsferðum sé ætíð hafnað ef þeim fylgja skuldbindingar.
Guðjón segir mikinn áhuga á ferðamannastaðnum Íslandi um þessar mundir og þegar Icelandair hefji flug á nýjan áfangastað, eins og Portland,
Athugasemdir